Vikan


Vikan - 04.12.1958, Blaðsíða 17

Vikan - 04.12.1958, Blaðsíða 17
Merkileg göng Hin 150 ára gamla hugmynd um neðansjávargöng —- draumur verk- fræðinga og fjármálamanna, en áhyggjuefni brezkra herforingja — er enn lifandi meðal Breta og Frakka. Þeir hafa nú, eftir að málið hefur legið niðri í meira en 70 ár, myndað með sér samvinnufyrirtæki, sem hef- ur það á stefnuskrá sinni, að gerð verði neðansjávargöng undir Ermar- sund. Komið hefur til tals, að fyrir- tækið gerði fyrst einskonar tilrauna- göng, sem innihéldu rafmagns- og símaþræði. Kostnaður við slík göng er áætlaður um 4 milljón sterlings- punda, en endanlegar ákvarðanir við- víkjandi byggingunni hafa ekki verið gerðar. Draumagöng verkfræðinganna verða mun dýrari í byggingu, enda eiga þau að gegna miklu hlutverki, þar eð þau eiga að vera akvegur og járnbrautarleið milli landanna. Bygg- ingarkostnaður ganganna getur orð- ið á milli 45 til 86 milljón sterlings- pund. Áætlað er að þau byrji inni i landi báðum megin Ermarsunds, sennilega í Dover og Sandgatte (ná- lægt Calis), eða í Folkestone og Cap Criz Nez. 1 sannleika hefur byggingin þegar verið hafin. 1 Dover var gröftur haf- inn árið 1875, og ná þau göng eina mílu undii’ sjávarbotninn. Þessum göngum er ennþá haldið við. Sams- konar framkvæmdir áttu sér stað i Sandgatte um líkt leyti. Aðal áhyggjuefni Breta þessu við- víkjandi var, að göngin yrðu notuð af óvinaher til innrásar, en nú þykir sá ótti ástæðulaus, enda eru Bretar farnir að lita á það, sem nauðsynja- verk, að göngin verði gerð. 1 hern- aði gætu þau ekki sakað neinn, þar eð Bretar og Frakkar eru í hernað- arbandalagi Vesturveldanna. Það ber fyrst og fremst að hugsa til alls þess gagnlega, sem göngin myndu hafa í för með sér. Vöruflutn- ingar til meginlandsins yrðu ódýrari og ferðamannastraumur ykist, svo eitthvað sé nefnt. Hugmyndina að skurðinum átti einn af verkfræðingum Napoleons. Síðan i'æddi Napoleon málið við Ereta, en ekkert varð úr framkvæmd- um, þar sem skömmu síðar dró til ófriðar milli Breta og Frakka. ★ EIIMKAFLUGVÉL ÞÍIXI Vickers Viscount-fiugvélar Flugfélags íslands kostuðu um 40 miljónir hvor, enda eru þær mjög vistlegar og liraðfleygar. Það liggur og i augum uppi, að venjulegur daglaunamaður getur alls ekki keypt slika vél til eigin afnota. Þess vegna verður hann að leita að einhverju ódýrara, Itanar liafa byggt rellu eina, sem er afar ódýr í byggingu. Heildarverð hennar er 22500 krónur, þar af kosta vél og hreyfiil 15750 krónur. Vélin er venjuleg Voikswagenvél, sem er þó styrkt til muna. Þimgi flugvélarinnar er 360 pund, og hún fer á loft og lendir á 60 kíiómetra liraða. Aðalefni belgs og vængja er tré. — l»jóðverjar tóku að byggja flugvélar með Volksvvagenvélum fyrir mörgum árum. Fór bygging þeirra og tiiraunaflug að mestu frám á Spáni. Var þetta vegna þess, að Þjóðverjar höfðu skömmu áður staðið í hernaði en- verið sigraðir, og máttu þeir ekki gera neinar tæknitilraunir í heimalandinu. Með þvi að nota sér (jamla sjálfspilandi píanóið, hefur maður nokkur í Texas, Ed Lardum að nafni, yert nýja teyund af slíku hljóðfæri. Hér er um að ræða rafeindapíanó með afar hvellum tónum. Sjálfspilandi píanóið yaf frá sér tóna, þeyar lofti var blásið gegnum röð af götum á pappírsrúllu. sem snerist á hraða í hlutfalli við hraða lagsins. Eitt gat einhvers staðar ,í breidd pappírsins átti við eina sér- staka nótu, sem tónaði fagurlega, þegar loft lék um gatið. Nú er þetta hljóðfæri útdautt að mestu, enda fann Lardum sitt lijóðfæri á fornsölu, og ákveða að breyta hljóðum þess með einhverjum ráðum. UIVI ELDSPÝTUftlA Haustdag einn árið 1832 gerði lyf- sali nokkur, John Walker að nafni. mikið galdraverk á götu úti í Lond- on. Vegfarendur sáu hann taka tveggja þumlunga langa spýtu og troða henni inn á milli sandpappirs- blaða. Síðan dró hann spýtuna snöggt út aftur, en við það átti kraftaverk- ið sér stað, hún logaði fjörlega. Walkei' hafði með þessari tilraun sinni gert fyrstu eldspýtuna, sem kveikt var á við að nugga henni við grófan flöt. Níu árum áður hafði fyrsta efna- fræðilega eldspýtan verið gerð í Austurríki, en hún var mun lengri en Walkers, og á enda hennar var kalcium klórat, brennisteinn og resin, en þessi efnablanda logaði, þegar henni var dýft í aðra. Hausinn á Walkereldspýtunni var einfaldari, og innan fárra ára var búið að endur- bæta hana svo mjög, að sandpappírs- ins var ekki þörf lengur, þar sem allir grófir fletir voru nægilegir til að tendra hana. Um þetta leyti tóku menn að dýfa trékubbum í brennistein til að glæða logann, en síðar tók olían við hlut- verkinu. Árið 1835 var fyrsta eldspýtna- verksmiðjan stofnsett i Vinarborg, og fjöldaframleiðsla þessa varnings var þar með hafin. Það var árið 1848, að Böttger fann upp öryggiseldspýtuna, en hann kom henni ekki á framfæri fyrr en árið 1855. Þá kynntist hann Lundström, sem, ásamt tveimur bræðrum sín- um, stofnaði fyrsta öryggiseldspýtu- fyrirtækið. Eldspýtur þeirra voru styttri en áður, eða að nútíma lengd. Þetta varð ekki einungis til þess að spara viðinn, heldur líka til þess, að þægilegra var að bera þær á sér. "Jsr VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.