Vikan - 04.12.1958, Síða 23
Einn fanginn geymir í klefa sínum lítið
búr með tveim fallegum kanarífuglum.
Þeir eru hans augnayndi í einverunni
og ef til vill finnur hann til samstöðu
með þeim.
til þess að vita. Einkum finnst mér
þetta slæmt vegna foreldra minna,
því ég hélt að þau hefðu nóg á sinni
könnu. Ég hefi einnig frétt að ekki
muni allt með felldu i hjónabandi
systur minnar. Ég vona þó að það
geti lagast því bæði eru þau hinar
beztu manneskjur og og hafa reynst
mér mjög vel. Allt veldur þetta mér
nokkrum áhyggjum og er þó tæpast
á þær bætandi, því ég er þessa dag-
ana mjög vondaufur um allt sem lýt-
ur að framtíð minni. Ég get varla í-
myndað mér að úr rætist fyrir mér
í bráð. Ég hef þó ekki gefist upp og
bið ávallt til Jesús, um hjálp mér til
handa og er sannfærður um að hann
heyrir bænir mínar og breytir á sin-
um tíma öllu mér i hag. Ég hugsa
nú títt til minnar elskuðu J .. og vona
að hún megi verða mín um alla fram-
tíð.
7/8 Veður er í dag mjög gott,
nær alveg logn og sterkju-
hiti daglangt. Nú i kvöld komum við
hér í klefa mínum saman þrír fang-
ar og lásum saman úr Biblíunni og
báðum til Jesús að hann mætti ávallt
vera með okkur og að viðleitni okkar
til bóta mætti bera sem mestan og
beztan árangur. Ég vona að fram-
hald geti orðið á þessu hjá okkur og
að það verði okkur styrkur og hvatn-
ing í okkar „innri baráttu“. Andlegt
ástand mitt er nú sæmilegt nema
hvað mér finnst leitt að heyra ekkert
að heiman né heldur frá J . . En vænt-
anlega fær þetta allt farsælan endi
með handleiðslu Jesús.
8/8 í dag er veður mjög gott
og allir fangar við hey-
skap. 1 dag fékk ég pakka að heim-
an og þótti mér mikið vænt um það,
með pakka þessum fékk ég og bréf
þar sem pabbi segir mér að P . . O . .
hafi boðist til þess að taka þessi mál
mín að sér og bind ég nú nokkrar
vonir við þann hinn mikla heiðurs
mann.
9/8 Sama veður er í dag,
logn og skafheiðríkt. 1 dag
komu hér í heimsókn til mín þeir Á . .
E . . og A . . K . . ásamt þriðja manni,
þeir ræddu hér við mig um tilgang og
gildi trúarinnar. Mér fannst mjög mik-
il ánægja að heimsókn þessara ágætu
inanna, og er athyglisvert hve mikið
þeir leggja á sig fyrir meðbræður
sína. Mér finnst nú að mér líði til
muna betur en áður og þakka ég það
einungis áhrifum frá kristindómnum.
Enn berast mér engar fréttir af minni
elskuðu J . ., ég geri mér stöðugt vonir
um að hún sé mér ekki með öllu af-
huga, því án hennar finnst mér næsta
tómlegt fram að líta.
10/8 I dag er sunnudagur og
fremur leiðinlegt veður.
Nokkuð var þó um heimsóknir hingað,
enda þótt engir komi til mín. Meðal
þeirra sem fengu heimsókn var J..
litli V . . og var það móðir hans sem
hingað kom, ég gladdist með honum
því hann á svo míklu sálarstríði bless-
aður. Dagur þessi var svo sem aðrir
sunnudagur hér, fremur leiðinlegur og
leið við hið vanalega rabb um dag-
inn og veginn.
P.S. 1 kvöld tókst J . . V . . að loka
fangaverðina inni á efri gangi húss-
ins, þannig að þeir voru þar bjargar-
lausir, þar til einum fanga af neðri
hæð tókst að brjótast út úr klefa sín-
um og opna fyrir þeim gæzlumönnum.
Hér var allt í uppnámi, barsmíðar og
allskyns háreysti var höfð í frammi,
þannig að líkast var vitfirringahæli.
Ef slíkt endurtekur sig mun ég krefj-
ast þess að verða fluttur burt úr þessu
fangelsi, því taugar mínar þola á eng-
an hátt slíkt uppnám. J. . tókst að
komast undan, og hélt hann lítt klædd-
ur út í náttmyrkur og rigningarsudda.
Ég gat ekki annað en vorkennt aum-
ingja drengnum. Þetta hlýtur að vera
meira en litil innri barátta og efast
ég um að J. . sé sjálfráður gjörða
sinna þegar þessi köst ná á honum
tökum. Nú fyrst um klukkan tólf er
hér komin sæmileg kyrrð og menn að
jafna sig á þessum látum.
11/8 Hingað bárust í dag þær
fréttir að J . . V. . hefði
verið handsamaður í Reykjavík I
morgun. Veður er í dag fremur slæmt
og ekkert unnið úti við.
12/8 Veður er í dag mjög sæmi-
legt og fangar flestir við
vinnu. Einn fangi gerði í dag tilraun
til stroks, en var fljótlega handsam-
aður og koma til nokkurra stympinga á
milli þessa fanga og svo fangavarða.
Hér er nú nokkur ólga á meðal fanga
og ekki ósennilega að draga kunni
til nokkurra tíðinda ef við svo búið
stendur. Enn frétti ég ekkert af minni
elskuðu J . . En vona þó og bið að
vel megi fara í því sem og öðru mér
aðlútandi.
13/8 Ég var veikur í dag og
svaf eins mikið og ég
frekast gat. Ekkert skeði hér mark-
vert, veður er fremur napurt, norðan
næðingur.
14/8 I dag komu hér í heim-
sókn til mín tveir góðir
vinir mínir, þeir Þ . . Ó . . og Þ . . J . .
Þeir færðu mér 1 karton af Camel svo
og nokkrar flöskur af Coca-Cola. Mér
þótti mjög vænt um heimsókn þessara
pilta og þann hug er henni fylgir. Hing-
að kom í dag einn nýr fangi og hefir
sá oft dvalið hér áður og er mér sagt
að hann sé fremur óskemmtilegur
maður. Ég frétti enn lítið af mínum
málum og er raunar hættur að hugsa
um losun, því mér þykir sýnt að ég
verði að taka út a. m. k. allan næsta
vetur. Og finnst mér fremur leitt
til þess að vita, enda þótt ekki þýði
þar um að sakast úr því sem komið
er.
15/8 Veður er í dag mjög fag-
urt og mikill hiti. Hér
vinna fangar nú dag hvern að hey-
skap og miðar þar all sæmilega. Hér
skeður fátt utan hins venjulega og
fasta þvaðurs um losun og náðanir.
Síðast nú í dag var mjög rætt um
að tveir fangar væru á förum og var
í því sambandi fullyrt að ég væri
annar þeirra. Ég marka lítt slíkan
söguburð, enda sjaldnast fótur fyrir
þesskonar fréttum. Mér líður þessa
dagana eins vel og unnt er að líðan
manna sé bezt í tugthúsi. Mér virðist
helzt svo sem menn staðni hér hvað allt
andlegt lif áhrærir, og verða menn
er framlíða stundir sljóir og öll vit-
und bundin þessum stað einum, allt
normalt líferni þokar fyrir föstu formi
þess er við áþján býr.
16/8 Bærilegt veður var í dag,
og var hér unnið að hey-
skap svo sem verið hefir undanfarið.
Ég er nú mjög í uppnámi, því ég hefi
fengið öruggar fréttir um að S . . J . .,
Hér sjást tveir ungir piltar á L,itla-Hrauni grúfa sig yfir bók. Bókakostur
er yfirleitt góður á liælinu og fangarnir margir bókelskir og fróðleiksfúsir.
sá er með mér var í afbroti, sé að
losna héðan nú næstu daga. Hann er
ekki búinn að dvelja hér nema mjög
stutt, en mun hafa sterka menn að
baki sér er vinna að málum hans af
miklum krafti. Ég læt mér detta í hug
að ekki muni ég þurfa að dvelja hér
lengi eftir að hann er farinn, því við
erum hér fyrir sameiginlegt afbrot.
Annars er ekkert hægt um þessi mál
að segja, maður er hér gjörsamlega án
sambands við umheiminn og því erfitt
að afla frétta af gangi mála.
17/8 1 dag' er sunnudagur og
hið fegursta veður. Hér var
í dag mikið um heimsóknir og fengu
allflestir fanganna einhvern í heim-
sókn og sumir heila hópa. Hingað kom
síðari hluta dags flokkur manna ög
kvþnna frá Fíladelfíu og fluttu okk-
ur boðskapinn um Jesú Krist. Mér
var mikil gleði og ánægja að komu
þessa fólks og kann þvi miklar þakk-
ir fyrir allar heimsóknir þess. Því
\ issulega sýnir það fagurt fordæmi
með komu sinni einmitt á slíkan stað
sem þennan, því þótt víða sé mönnum
þörf á Guðs orði er þörf þess óefað
hvergi meiri en einmitt hér. Ég frétti
enn lítið af málum minum og er hálf
vonlítill um að ég muni losna héðan
í bráð, enda þótt sífellt voni ég hið
bezta. Ég geri mér nú litlar vonir um
að frétta af minni elskuðu J. ., ég
vona bara að hún sé við góða heilsu
og ekkert illt hafi hent hana.
18/8 Hér er í dag bezta veð-
ur, og enn er unnið að
heyskap, og þykir mönnum sem þau
verk séu með nokkrum seinagangi.
því nú munu nær allir bændur hafa
lokið heyskap, en hér er hann tæp-
ast nema hálfnaður. Enn frétti ég
ekkert að heiman, hvað þá um losun
eða þessháttar. Ég finn nú, eftir að
hafa hætt að nota svefnmeðul, hversu
mjög ég er slappur á taugum, ég má
ekki við minnstu i'öskun því þá er sem
allt fari úr skorðum og ég tek að
skjáfla mjög, sérstaklega er þetta á-
berandi með hendur mínar. 1 dag
kviknaði í klefa mínum hér og var
sígaretta orsök þess. Gardínur og fleira
smátt brann hér hjá mér, en teljandi
tjón varð þó ekki. Oft verður mér á
ao hugsa til J . ., og finnst mér ég
tæpast geta hugsað til þess að tapa
henni fyrir fullt og allt. En hér verð-
ur maður að sætta sig við flest, hvort
sem manni líkar það betur eða ver.
Ég er þessa stundina í mesta uppnámi
og veit ekki hvað því veldur en senni-
lega er það einn af fylgikvillum tugt-
húsvistarinnar.
19/8 Afbragðsveður enn í dag
ekkert samt ég frétti.
Vona þó á vænni hag
og vistinni hér létti.
Hingað komu í heimsókn til min
þrír kunningjar mínir. Þeir færðu mér
bæði sígarettur og peninga. Mér þótti
Framhald d bls. 31.
í kjallara hússins er eldhús og nialsalur, sem jafnframt er eini samkomu-
staður fanganna. Fangarnir vinna sjálfir við matseld og ferst það prýðis-
vel úr hendi.
VIKAN
23