Veðrið - 01.04.1960, Síða 10

Veðrið - 01.04.1960, Síða 10
Strengur fyrir Straumnes A flugferðum sínum umhverfis landið hafa flugmenn landhelgisgæzlunnar gott tækifæri að kanna einkenni veðurlagsins. Guðjón Jónsson ffugstjóri hefur sagt mér frá því, að við Straumnes á Vestfjörðum, milli ísafjarðardjúps og Horn- standa, hafi hann oft orðið var við norðaustan-strekking, jafnvef þótt hæg suð- austanátt væri á, bæði suður af Djúpi og yfir Húnaflóa. Þessi frásögn Guðjóns minnti mig á það, að einmitt í suðaustanátt kemur Jjað oft fyrir, að tiltakanlega mikill munur er á loftþrýstingi á Hornbjargsvita og Gaitarvita, og þá hærri á Hotnbjargsvita. Á báðum stöðum er þó oftast hæg- ur vindur, þegar svona stendur á. En á strandlengjunni milli þessara stöðva er engin veðurstöð, og hafa því ekki verið tök á að vita, hvernig vindur væri Jrar, þegar þetLa ber við. Nú er það hins vegar kunnugt frá öðrum stöðum, að þegar þrýstingur er mun hærri öðrum megin við háan höfða, sem gengur í sjó fram, Kortið sýnir, hvernig algengt er, að lojtþrýstingurinn truflist hér á landi i suð- ■austanátt. Háþrýstihryggur teygist inn yfir Húnaflóa og annar yfir Suðaustur- land, en yfir Hunavatnssýslu er visir að lcegðarmyndun. Þrýstilinurnar verða þéttastar milli ísafjarðardjúþs og Húnaflóa. Má þvi telja líklegt, að í þetta skipti hafi verið norðaustanstrekkingur úti fyrir Straumnesi. — Vindur og hiti er sýndur á nokkrurn stöðum. 10 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.