Veðrið - 01.04.1960, Page 20

Veðrið - 01.04.1960, Page 20
Strontíum 90 í úrkomu á Rjúpnahæð Á síðustu árum hefur mikið verið rætt og ritað um hættu, sem mannkyninu kynni að stafa af geislavirkum efnum, er myndast við kjarnorkusprengingar. Sérstaklega hefur mörgum orðið tíðrætt um strontíum 90, en það er geisla- virkt afbrigði af frumefninu strontíum. Strontíum getur sem kunnugt er borizt í bein manna og dýra og valdið skaða og jafnvel fjörtjóni með langvarandi geislun. Nýlega hafa borizt niðurstöður rannsókna á magni strontíum 90 í úrkomu, sem safnað hefur verið á vegum Veðurstofunnar á Rjúpnahæð við Reykjavík, en rannsóknirnar hafa farið frani í Harwell í Englandi. Þar sem ýmsum lesend- um VEÐURSINS kann að þykja fróðlegt að kynna sér niðurstöðurnar, verða þær raktar hér á eftir. Mælieiningin er picocurie í lítra, þ. e. biljónasti hluti úr curie í lítra, en curie er það magn geislavirkra efna, sem sendir frá sér 37 miljarða beta-agna á sekúndu. Söfnunartímabil Strontium 90 í úrkomu, picocurie i litra 2. ársfjórðungur 1958 7.38 3. — — 4.32 4. — — 5.25 1. — 1959 13.5 2. — — 15.6 3. — — 3.38 4. — — 1.18 Tölurnar bera með sér, að mest hefur verið af strontíum 90 í hverjum lítra úrkomu á öðruni ársfjórðungi 1959, en síðan hefur magnið minnkað ört, og það var orðið 13 sinnum minna á síðasta ársfjórðungi 1959. Magn geislavirkra efna, sem berast með úrkomu á hvern fermetra lands, er ekki eingöngu háð því, live mikið er af þessum efnum í hverjum lítra úrkomu, heldur einnig hinu, hve mikil úrkoman er. Þegar tekið er tillit til þess, að úrkoma var miklu meiri á Rjúpnahæð á fjórða en öðrum ársfjórðungi 1959, kemur í ljós, að fimm sinnum minna strontíum 90 barst með úrkomu á hvern fermetra í árslok en á öðrum ársfjórðungi. Það verður að teljast gleðiefni, að magnið af strontíum 90 og öðrum geislavirk- um efnum í úrkomu og andrúmslofti hefur farið ört minnkandi undanfarið, en orsakirnar má að sjálfsögðu rekja til þess, að tilraunum með kjarnorkuspreng- ingar hefur verið hætt að mestu. Flosi Hrafn Sigurðsson. 20 VEÐRIÐ

x

Veðrið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.