Veðrið - 01.04.1960, Side 23

Veðrið - 01.04.1960, Side 23
Ragnnrssonar skógfræðings. Notaður var nákvæmur mælir, sem greina má á 1/100 mm. Mælingar voru gerðar kl. 7/4 og 16/4 (sóltimi). Það kom í ljós, að frá kl. 7/4 til 16/4 drógust árhringarnir saman um nærri 130% af sólarhringsvextinum, eins og hann var til jafnaðar. Frá kl. 16/4 7/4 næsta morgun gildnuðu Jreir svo aftur um 230% af sólarhringsvexti. Á 2. mynd sýna krossarnir tveir þessa daglegu sveiflu. Dagana 11. og 12. júlí mældum við mun oftar, og skal hér sýnt, hvernig meðalþykkt árhringanna á þessum tveim trjám breyttist þá. Miðað er við, að þykktin sé 0.00 mm kl. 13/4 Þ- U- júlí. 11. jtilí: 12. júlí: Kl. Þykkt Kl. Þykkt (sóltimi) ( mm ) (sóltimi) (mm) 7/4 0.07 4/4 0.11 10/4 0.04 7/4 0.08 13/4 0.00 10/4 0.05 16/4 0.00 13/4 0.04 19/4 0.02 16/4 0.04 23/4 0.07 19/4 0.06 Þessa daga var bjart og gott veður, og þess vegna var líka dagssveiflan í Jrykkt- inni mun meiri en að jafnaði yfir sumarið. Samt sjáum við hér í stórum drátt- um gott samræmi við þá lýsingu á erlendum athugunum, sem áður var getið. Við sjáum á þessu, að dagleg sveifla er yfirleitt stærri en daglegur heildar- vöxtur. Þar sem hin daglega þrútnun og rýrnun trésins er auk þess mjög breyti- leg eftir veðri, er skiljanlegt, að hún trufli mjög mælinguna á raunverulegum vexti árhringsins frá degi til dags, og Jrá því fremur frá einni klukkustund til annarrar. En auk þeirrar þrútnunar, sem varð á nóttunni, sýndu mælingarnar í Fossvogi, að í hvert sinn, sem trjábolirnir urðu votir af regni, gildnuðu þeir, og virtist sú gildnun geta numið 0.10 mm, þegar mest rigndi. HVAÐ VELDUR? Menn hafa nokkuð reynt að skýra Jiessi merkilegu einkenni á vexti árssprota og árhringa. Mork taldi, að raunverulega væri framleiðsla vaxtarefnanna (kol- sýrunámið) mest, þegar hlýjast væri, um kl. 14, en Jjað tæki þau svo langan tíma að berast til vaxtarstaðanna, svo sem árssprotanna, að lenging þeirra næði ekki hámarki fyrr en 6 klukkustundum síðar. Þykktarbreytingar árhringa hafa hins vegar verið skýrðar með því, að þeir drægjust saman, þegar vatnsmagnið í trénu minnkaði vegna útgufunar að deginum. Hvort tveggja er þetta sennilegt. Eðlilegast finnst mér þó að álykta, að þetta hvort tveggja hafi áhrif bæði á árhringana og árssprotana, aðeins í misjöfnum mæli. Skal nú gerð nánari grein fyrir þessari ályktun. Lengd árssprota og þykkt árhringa ætti samkvæmt þessu að stjórnast af tveim þáttum, annars vegar raunverulegum vexti, þ. e. þurrefnisaukningu, en að auki af vatnsmagninu, sem í trénu er, en á það hefur útgufunin mikil áhrif. Vatns- VEÐRIÐ 23

x

Veðrið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.