Veðrið - 01.04.1960, Side 27

Veðrið - 01.04.1960, Side 27
vatns frá rótunum. Er þetta lögmál lilið- stætt því, að hlutur kólnar því örar sent hitamunurinn á honum og umhverfi hans er meiri. Hér verður þó a. m. k. lil bráðabirgða að reikna með, að ekki sé skortur á vatni í jarðveginum. í þess- ari formúlu höfum við reiknað með, að á þrern klukkustundum bæti aðstreymið upp 2/7 af því, sem á skortir að tréð sé rakaþrungið á miðju tímabilinu. Þessi tala, 2/7, er því tákn um það, hve ört aðstreymið bætir upp tapið vegna útguf- unarinnar. Talan hlýtur að vera breyti- leg eftir plöntutegundum, til dæmis er ekki ólíklegt, að aðstreymið fylgi útguf- uninni örar eítir í grasi en í liáum trjám. Hér er talan áætluð eftir þeirri reynslu, sem fékkst af þvermálsmælingunum á sitkagreni í Fossvogi sumarið 1959, en einnig eftir ársprotamælingum Mork’s í Noregi. Með þeirri aðferð, sem hér hefur verið lýst, höfum við reiknað út, hver er samanlögð útgufun og samanlagt aðstreymi á hverjum tíma sólarhringsins. Mun- urinn á þessum tveint tölum sýnir þurrkinn í trénu (T), en samanlagt aðstreymi (A) má hins vegar nota sem tákn um það, hve mikið hefur borizt af vaxtarefnum til vaxtarstaða. Vegið meðaltal af þessum tveim stærðum, T og A, ætti því að vera mælikvarði á lengd árssprota og þykkt árhringa á hverjum tíma sólarhringsins. Til þess að gera reikningana einfaldari, hefur hér ekki verið reiknað með áhrifum hitans, en vitanlega eru þau mjög þýðingarmikil. Þvermálsmælingarnar í Fossvogi sýna nú, að þvermál sitkagrenis á hverjum tíma verður bezt táknað með formúlunni: 12 7 af sólarbringsútgufun 8 /Reiknuð \ 8 7 j ' útgufun \ a klst. \ 4 30 He/k\st,cm2 30' 20 /Sólskm\. 20 10 y 10' 3°C 3' 2 /Rurrkur h 12 18 3. mynd. 0.21A H- T Á 2. mynd sýnir brotna línuritið livernig þessi stærð 0.21A -t- T breytist eftir tíma sólarhringsins. Sést, að daglega sveiflan verður þannig mjög lik og mæl- ingarnar í Fossvogi benda til, en krossarnir tveir á teikningunni sýna hvc mikið árhringarnir drógust saman frá kl. 7yí>— 16i/i, miðað við sólarhringsvöxt að jafnaði. Á sama hátt og hér var gert, má auðvitað finna hvernig vega skuli A og T til þess að fá sem beztan mælikvarða á lengd árssprotanna. En þetta má líka gera á annan hátt, sem um leið sýnir, hvort þessi skýring á áhrifum veðurs á trjágróðurinn er sennileg. Eins og áður var sagt, eru nefnilega áhrif raka á tré þau, að það þrútnar tiltölulega miklu meira á þverveginn en langveginn. Fyrir sitkagreni er þetta lilutfall 10:1. Samkvæmt því ætti aðstreymið A að vera VEÐRIÐ -- 27

x

Veðrið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.