Veðrið - 01.04.1960, Síða 29

Veðrið - 01.04.1960, Síða 29
Sandmökkur yfir Skeiðarársandi Hinn 19. febrúar í vetur sást geysihár sandmökkur yfir Skeiðarársandi. Guð- jón Jónsson flugstjóri á flugvél landhelgisgæzlunnar skýrir svo frá þessu fyrir- bæri. „Ég var á gæzluflugi austur með landi þennan dag. Við flugum í 400 m hæð. Út af Meðallandi sáum við mikinn rykmökk leggja út á haf í áttina frá Skeið- arársandi. Virtist okkur mökkurinn ná þarna 1200 m hæð. Meðan við flugum gegnunt hann var vindurinn norðaustlægur, um 25 hnútar, en skyggnið áætla ég að hafi þar verið um 5 kílómetrar. Dró þá úr birtu í flugvélinni. Út úr mekk- inuni komum við um 30 sjómílur frá fngólfsliöfða, en flugum síðan austur undir Hornafjörð. A þeirri leið var vindurinn af austnorðaustri, 35—40 hnút- ar. Yfir Hornafirði snerum við svo við og hækkuðum flugið. Þá sást mökkurinn rísa eins og strókur upp af sandinum, nálægt jöklinum. Þaðan lagði hann út á hal og virtist fara lækkandi í þá áttina. Við flugum nú yfir mökkinn í 2400 m hæð, og Jrá var hann rétt fyrir neðan okkur. Efra borð hans var fremur skýrt afmarkað. Eftir flugið var vélin þakin ryklagi, sem var líkast fíngerðu moldar- ryki.“ Þess ber að geta, að þetta var skömmu eftir Skeiðarárhlaupið, og hefur því verið óvenju mikið af fíngerðum leir á sandinum. En ljóst er, að þarna hefur verið geysimikið uppstreymi. P. B. Fyrir nokkru hringdi kunningi minn til mín og sagði sínar farir ekki sléttar. Hann kvaðst hafa séð regnboga í tunglsljósi, og fólk vildi ekki leggja trúnað á frásögn hans, en léti liggja að því, að um ofsjónir væri að ræða. Mér var ánægja að segja honum, að allar líkur væru á, að athygli hans hefði verið í fyllsta lagi. Regnbogar sjást alloft í tunglsskini, við sömu skilyrði og þeir myndu verða bjartastir í sólskini. Afstaða Jreirra til tunglsins er að sjálfsögðu hin sama og venjulegra regnboga til sólarinnar, geislar tunglsljóssins brotna í regndropun- um nákvæmlega eins og sólargeislarnir. í tunglsljósi eru þó litir regnbogans mjög daufir, eða sjást alls ekki. Þegar tunglið er fullt, er birtan aðeins 1/150000 af sólarljósinu að mig minnir, og sama birtuhlutfall er að sjálfsögðu milli regn- boganna í tunglsljósi og sólskini. En Iitarskynjun augnanna er mjög lítil, þeg- ar birtan er svo dauf, og því dofna litir regnbogans svo mjög í tunglsljósi. Ég vona, að í næsta hcfti Veðurs geti ég sagt meira frá regnboganum og öðrum skemmtilegum ljósfyrirbrigðum. H. S. ATHS. Þann 20. október 1959 kl. 21.40 var greinilegur tunglskinsregnbogi á vesturlofti séð frá Reykjavikurflugvelli. P. B. VEÐRIÐ 29

x

Veðrið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.