Veðrið - 01.04.1960, Qupperneq 30

Veðrið - 01.04.1960, Qupperneq 30
Fannir í Esju Allir Reykvíkingar kannast við sumarfannirnar í Esju. í Kerhólahamri, upp af Esjuhergi, helzt jafnan kringlótt fönn í kvos nokkurri langt fram eftir sumri. Oftast hverfur hún fyrir haustið, en stundum lifir hún af sumarleysinguna. í öðru lagi er langi skaflinn í Gunnlaugsskarði upp af Kollafirði. Hann er mjög lífseigur og hverfur ekki nema í lilýjum sumrum. Ég hef oft skrifað hjá rncr, livenær fannirnar liverfa úr Esju síðustu 30 árin. Ekki er þessi skrá svo heilleg sem æskilegt væri, en e. t. v. geta einhverjir góðir Reykvíkingar bætt það, sem á skortir hjá mér, því að ég hef grun um, að til séu þeir, sem fylgjast með snjóalögum í Esju og geta þeirra í dagbókum sínum. Einnig var um mörg ár skrifað í sérstaka dagbók á Veðurstofunni, hvenær ýms- ar fannir hurfu úr Esju, en ekki hefur tekizt að finna þessa bók nú, þrátt fyrir tafsverða leit. Hér er það, sem ég hef skráð um Esjufannir. 1929. 5. ágúst: Fönn í Kerhólakambi horfin. Þrír örsmáir dílar sjást ofan við Gunnlaugsskarð. (Hurfu síðar með öllu). í öðrum og þriðja kambi Skarðs- heiðar tveir smádílar. 1930. 22. ágúst: Vottar aðeins fyrir fönn í Kerlhólakambi. Þrír smádílar neðan við Gunnlaugsskarð, einn stór díll og þrír smáir í skálinni ofan við. 1931. 31. ágúst: Díll vestan í Esjukambi liorfinn, 3—4 smádílar í Gunnlaugs- skarði. 1932. Esja snjólaus með öllu í byrjun ágústmánaðar. 1933. Snemma snjólaust í Esju. (Dagsetningu vantar að öðru leyti). 1934. Snjólaust að kalla í ágústbyrjun, aðeins lítill díll vestan í Kambinum og í Gunnlaugsskarði. Hurfu alveg í ágúst. 4. okt. var enn snjólaust við öllu. 1935. Snjór alveg horfinn úr Gunnlaugsskarði í júlíbyrjun. Díllinn vestan í kambinum hvarf rétt eftir miðjan júlí. 1936. Varð snjólaust við öllu í júlímánuði. Óvenjulítill snjór um vorið og sumar hlýtt. 1937. Um höfuðdag var talsverður skafl í Gunnlaugsskarði (ein fönn í efra botni og díll vestan í Kambinum. 1938. 6. sept.: Fönn alveg horfin úr Kerhólakambi. Lítill díll í Gunnlaugs- skarði. Stöku smádílar í Skarðsheiði. 1939. Fannir liurfu í júlímánuði. 1940. Fannir hurfu í lok ágústmánaðar nema tveir örsmáir dílar í Gunnlaugs- skarði. Þá kom snjógráð í sept, en hvarf því nær alveg í mánaðarlokin. 24. okt. var snjólaust á Esju nema lítil rönd af nýsnævi í Gunnlaugs- skarði. Norðan í brúninni, fyrir botni Eilífsdals var dálítil fönn frá fyrra ári, ca 100 X 100 m. 30 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.