Vikan - 19.10.1961, Síða 23
The Shadows
Það byrjaði allt á kaffihúsi í London. Þá kom Cliff Richard sem ennþá var
óþekktur söngvari, þar fram í skemmtiþætti ásamt þremur gítarleikurum
og einum trommuleikara. Cliff átti að fara í söngferðalag um England, en
hljómlistarmennirnir sem áttu að fara með honum vildu ekki fara. Þess
vegna fengu fjórir úr kaffihúsinu tækifæri, og Þeir kunnu að notfæra sér
það, þvi ferðin varð stórkostleg sigurför. Hljómplötufélagið Columbia gerði
samning við þá og sjónvarsstjórnandinn Jack Good fékk þá til að koma
reglulega fram í sjónvarpinu.
Þessir ungu piltar, sem höfðu séræft sig í rockhljómlist kölluðu sig The
Drifters í fyrstu. Nafnið var Þó ekki sjaldgæfara en það að skömmu seinna
fóru að koma út í Bandaríkjunum plötur með söngvurum, sem kölluðu sig
The Drifters. Þess vegna ákváðu hinir ensku Drifters að skipta um nafn
og kölluðu sig The Shadows, skuggana.
Nú ætlum við að kynna meðlimina í The Shadows hvern fyrir sig:
Jet Harris er 22 ára og fæddur í London. Þegar hann var búinn í skóla,
byrjaði hann að læra málmsmíði, en jafnframt þvi lærði hann á gítar. Jet
hefur mjög gaman af kappakstri og langar mjög til að taka einhvern tíma
þátt í kappaksturskeppninni í Monte Carlo. Hann hefur einnig reynt fyrir
sér sem rithöfundur og ásamt Royston Ellis skrifaði hann bókina „Driftin,"
sem seidist í 30.00 eintökum, og er það ekki merkilegt, þegar tekið er tillit
til þess, að hún fjallar um Cliff Richard.
Hank Marvin er 20 ára og ættaður frá Newcastle. Hann var nýbúinn í
skóla þegar hann fékk stöðu í hljómsveit. Hank á stórt og glæsilegt vopnasafn.
Hann hefur samið mörg af lögunum, sem The Shadows spila. Eitt af þeim,
„Midnight Rock“ var samið ásamt skólafélaga.
Bruce Welch er 22 ára og ættaður frá bænum Bognor. Bruce og Hank fóru
saman til London í atvinnuleit sem hljómlistarmenn. Það gekk mjög erfið-
lega og Bruce segir, að þeir hafi oft verið svo hungraðir, að þeir hafi orðið
að liggja í rúminu til að reyna ekki á sig.
Trommuleikarinn og hljómsveitarstjórinn, Tony Meehan er frá London.
Hann er ekki nema 19 ára og Því yngsti meðlimur hljómsveitarinnar. Hann
varð að sækja um leyfi hjá skólayfirvöldunum, til að skrifa undir fyrsta
samning sinn, Þvi hann var aðeins 15 ára, þegar honum voru boðin 25 pund
á viku (3000 kr. ísl.) fyrir að ferðast um með skemmtiþætti.
The Shadows eru mjög vinsælir og ekki aðeins vegna þess að Þeir spila
undir hjá Cliff Richard. Þeir geta einnig staðið á eigin fótum og það sýnir
fjöldi af plötum, sem gefnar eru út af Columbia félaginu, með nöfnum eins
og t. d.: Feelin'Fine, Saturday Dance, Lonesome Fella, Man of Mystery og
Bongo Blues.
22 VIKAN
Gömul hugmynd
!^J\t^cy_yU f- 'ífe'
Siw ferðast auðvitað mikið, í þetta skipti er hún
að fara til Hamborgar, Genéve, Amsterdam* París,
Kaupmannahafnar, Stockholms, allt á einni viku.
Það er ekki að undra þó hún segi öðru hverju
við sjálfa sig: Það vildi ég að ég væri gift, ætti
þrjú börn og sæti bara heima í stofu.
VIKAN 23
UM&U'á
ki"
Islendingar hafa enn einu sinni
eignazt nýjan Norðurlandaskákmeist-
ara! Ingi R. Jóhannsson bar sigur úr
býtum á Skákmóti Norðurlanda, sem
að þessu sinni var haldið hér á landi,
hlaut 7% vinning af 8 mögulegum,
gerði einungis eitt jafntefli, við Jón
Pálsson, sem varð þriðji en annar
varð Jón Þorsteinsson. E'kki gátu þeir
að þessu sinni heiðrað þetta skákmót
með nærveru sinni Þeir félagar
Friðrik Ólafsson og Bent Larsen og
ekki heldur t. d. Stáhlberg eða Svein
Johannessen fyrrverandi Norður-
landameistari, en þessir menn hefðu
sett annan og meiri svip á þetta mót
heldur en raun varð á.
Ingi er vel að þessum sigri sínum
kominn, en vonandi fær hann meiri
og verðugri mótspyrnu næst þegar
hann þarf að verja titilinn eftir 2 ár,
en þá verður teflt i Odense í Dan-
mörku.
Eftirfarandi staða kom upp i skák
þeirra Inga — K. Gannholm, Sví-
Þjóð.
Tveir appelsínukassar eru settir ofan á
hvorn annan og hengi sett utan um þá.
Þessa uppskrift á ódýru húsgagni í herbergi
ungu stúikunnar þekkja víst flestir, en
hvers vegna ekki að bæta nokkrum auka-
atriðum við, Þannig að húsgagnið verði
reglulegt snyrtiborð?
Það þarf ekki mikið til. Dökkmálaður
stallurinn má vera úr fjölum, sem standa
þá lóðréttar. Stallurinn á að vera minni
um sig en appelsínu kassarnir, svo þeir
komi dálitið út yfir. Nú geíur hengið skýlt
án þess að strjúkast við gplfið. Hengið er
fest á flata trélista að oían, sem þaktir
eru efni. Á hliðunum erJ þeir negldir í
kassana, en þeir tveir bifar, sem eru á
framhliðinni eru festir með hjörum á horn-
unum, svo hægt sé að opna borðið, án þess
að færa hengið til.
Venjulegur járn-
krókur lokar báð-
um helmingunum.
Innan á hengið
(það má ekki vera
úr of þunnu efni)
eru saumuð nokk-
ur hólf, í þeim er
gott að geyma
smámuni, sem
annars týnast eða
flækjast um allt. Á
listanum er svo
sérsttaklega plast-
fóðrað hólf, sem
notað er undir alls
kyns úrgang eins
og notaðar andlits-
þurrkur og fleira.
Sams konar hólf
undir baðmull er
einnig gagnlegt.
Tréplata eða bara
sterk pappaplata
þakin contactpapp-
ír gegnir hlutverki
borðplötu.
ABCDE FGH
Hvítt: Ingi R. Jóhannsson.
Kgl, Dc!2, Hbl, Hfl, Re5, Bg2, Bf4,
peð a4, b4, c5, d4, e2, ‘f2, g3, h2.
Svart: Karl E. Gannholm, Svíþjóð ,i
Kg8, Dd8, Ila8, Hf8, Bd7, Be7, Re4,
peð a6, b7, c6, d5, eG, f5, g4, h7.
Svartur hefur teflt hina svokölluðu
Grjótgarðs-vörn: d5—e6—f5— og c6,
en Gannholm notaði þessa uppbygg-
ingu jöfnum höndum bæði á svart og
hvitt. Ingi hefur aftur á móti miklu
eðlilegra ta.fl; hann hefur sterkan
riddara á miðborðinu sem ekki verður
hrakinn burtu með peði, andstætt
svarta riddaranum, hann hefur rýmri
peðastöðu og betur staðsetta menn.
En það er ekki öllum jafnvel gefið
og Inga að notfæra sér slíka yfir-
burði á jafn einfaldan og snotran hátt.
Ingi á leik og lék: 1. BxReJf! dxek
2. Dd2 Bf6 3. Rclt Be8 //. Rd6 Dd7
5. b5 axb 6. axb Be7 7. bxc6 Dxc6
8. Be5 BxR 9. Dg5 Bg6 10. cxd6 Hff
11. Hf—cl Dak 12. Hxb7H HxH 13.
Df6 Da7 H. Hc7! Gefið.
Þessi ungi piltur þarna á mynd-
inni er ekki nema 20 ára, en á Rolls
Royce bíl og þrjá unglingaklúbba
með tilheyrandi danshljómsveitum.
Harrn stofnaði fyrsta unglingaklúbb
sinn þegar hann var 17 ára í leigu-
húsnæði i London. Frain til þess var
hann á bílaverkstæði í London
að iæia vélvirkjun. Næsta klúbb
stofnaði hann þegar hann var átján
ára og nú liefur hann stofnað þann
þriðja. Allir eru klúbbarnir eiin-
göngu fyrir unglinga. Faðir hans,
sem er símaverkfræðingur liætti
vinnu sinid til að geta aðstoðað son
sinn. Meðlimir klúbbanna eru sam-
tals 15.000. Aðgangseyrir er sjö kr.
og eitthvað aukalega fyrir að dansa.
Þessi framtakssami ungi inaður heit-
ir Brian Bentley og síðasta uppá-
tæki hans er að gefa út plötur með
lögum eftir sjálfan sig. Hann bæði
syngur og spilar á píanó, trompet
og saxofón. Á myndinni rétt sést í
Brian fyrir aðdáendum.
Vinsælasta dægurlagasöngkonan í
Svíþjóð sem stendur heitir Siw Malm-
kvist. Og það er ekki nóg með það hún
er þar að auki á toppnum í Danmörku,
Noregi og Þýzkalandi. Hún kom fyrst
fram sem söngkona árið 1953 og vann
þá söngkeppni, sem sænska útvarpið
hélt í heimabæ hbnnar Landkrona.
Skömmu seinna sigraði hún einnig í
landskeppninni í Malmö og nú var hjól-
ið byrjað að snúast. Við útvarpssam-
keppni í Stockholm hlaut hún fyrstu
verðlaun og söng skömmu síðar inn á
fyrstu plötu sina hjá félaginu Metron-
ome.
Það kom ekki til mála að fara aftur
heim til Landkrona. Hinir þekktu söng-
stjórar, Arne Domnerus og Gharlie
Norman komu auga á liæfileika hennar
og næsta árið á eftir ferðaðist þessi
17 ára stúlka um alla Svíþjóð og alls
staðar var hún jafnvinsæl. Þetta var
mikil frægð, en licnni fylgdu þreytandi
ferðalög og erfið vinna. Og einn dag-
inn lokaði hún augunum og hoppaði
út úr lestinni. Rétt eins og hún hafði
stigið inn i hana i'yrir ári siðan. Mót-
mæli og hótanir hafði hún að engu.
Hún var búin að fá nóg.
Stuttu seinna var hún komin um
600 km. burt frá Stokkholmi og bjó í
hinum lappneska bæ, Umeá. Hún vann
á skrifstofu í litlu fyrirtæki, vann sér
inn einn fjórða af því, sem hún hafði
gert sem söngkona og hún var hamingjusöm. Aðeins fáeinar manneskjur vissu
hvar hún var. Meðal þeirra var hinn ungi forstjóri Metronome, ToTsten Ekberg.
Torsten vissi að aðeins ein söngkona var til eins og Siw, en aftur á móti voru
nokkrar milljónir af skrifstofustúlkum eins og henni. Nokkrum máinuðum eftir að
hún kom til Umea hringdi hann og bauð henni fínan samning, ef liún kfeemi aftur
til Stockholms. Siw neitaði henni leið ágætlega þarna í kuldanum og snjónum og
þar að auki var hlýtt á milli hennar og ungs pilts í bænum. Hún vildi ekkert með
Ekberg hafa að gera og hans freistandi tilboð. Viku seinna hringdi hann aftur og
sama svar. En Ek-
Siw elskar dýr og dag nokkurn stakk hún
af á milli tveggja flugferða og fór í dýra-
garðinn. Þessi Iitli bangsi var alveg ómót-
stæðilegur og Siw varð að fá hann út úr
búrinu.
berg var ekki einn af
þeim, sem gefast upp
þegar blæs á móti.
Hann hafði e-kki til
einskis stofnað
heimsfrægt plötufé-
lag aðeins 19 ára,
ekið um á hjóli í
snjónum til að selja fyrstu plöturnar sinar og komið þvi inn i fólkið mieð mikilli
þolinmæði að það væri hjá Metronome, sem eitthvað skeði. Hann var maður sem
vissi nákvæmlega hvað hann vildi. M.a. vildi hann gera Siw Malmkvist að alþjó'ð-
legri söngstjörnu. í tvö ár hélt hann áfram sínum reglulegu símahringingum. Og
svo dag nokkurn, í því að hann ætlaði að leggja tólið á kom frá Siw: Allt í lagi,
ég kem til Stockholms á morgun . . . Ekberg missti tólið á gólfið.
Siw var loksins orðin þreytt á ritvélinni og kuldanum. Og þau persónuleglu
bönd, sem höfðu bundið hana við Uméá voru löngu slitin. f staðinn beið hennar
álitlegur samningur og lúxusíbúð í Stockhólmi og hún gat heldur ekki án söngsins
verið þegar til kastanna kom. Svo byrjaði hún i annað skipti á framabraUtinni.
Endurkoma liennar var það stórkostlegasta í sænska skemmtanalífinu. Hún varð
undir eins hin ókrýnda drottning dægurlagasöngsins. Á næstu mánuðum sýndi
hún óvenjulega mikla hæfileika og kom jafnvel hinum ánægða framkvæmdastjóra
sínum á óvart með því að læra að syngja á lireinni dönsku, norsku, ensku og
þýzku, þannig að enginn gat heyrt að liún var útlendingur. Með því ruddi hún
braut að hinni alþjóðlegu frægð sinni. Kaupmannahöfn hefur smátt og smátt
orðið miðstöð í hinni umfangsmiklu starfsemi hennar í Evrópu. Þar finnst henni
hún eiga heima. Siw hefur leikið i fleiri kvikmyndum og vinsældir hennar fara
stöðugt vaxandi þó halda mætti að þær gætu ekki
verið meiri. Nýlega varð hún að hætta að syngja
vegna áreynslu, hún veiktist i hálsinum, en það
var aðeins um tima, nú er hún byrjuð af fullum
krafti aftur.
Siw Malmkvist