Vikan


Vikan - 19.10.1961, Blaðsíða 38

Vikan - 19.10.1961, Blaðsíða 38
Fallegur stíll Góð vinna Gott verð Kjörorðið er: „ÁVALLT ÞAÐ BEZTA“ LAUGAVEGX 66 SÍMI — 19170 — Marty ... hlífðu mér ... — Þú samdir pottþétta áætlun í því skyni að myrða hann þannig, að það liti út sem slys. Svo pottþétta, að hún næstum heppnaðist. Wyndham hafði sýnt af sér eitt óróleikamerki. Hann hafði látið drep- ast í pípunni. Nú tók hann hana úr munninum og sagði: — Hefur þú í hyggju að segja sériffanum frá þessu? — Já, sannarlega. Sú ákvörðun jafngildir iíklega spurningu um Það hvort erfiðara sé að skýra tilkomu tveggja líka en eins. Þú hefur byss- una innan seilingarvíddar. Wyndham hló þvinguðum hlátri. ■— Drottinn minn, hver heldur þú að ég sé? En ég er hræddur um að þér veitist ekki auðvelt að fá lögregluna á þitt mál •— með svona vafasömum rökum. — Ekki skil ég í því. — Pardusinn er dauður. Og yfir- völdin vilja gjarnan fá að hlusta á einhver vitni, þegar um svona óvænt- ar uppljóstranir er að ræða. Og auðvitað hafði hann á réttu að standn Ég fór að skilja hve mikið hann hafði til síns máls, þegar ég talaði við Henderson sériffa, Hann var lít- ill maður með hatt og stigvél, sem virtust af stór. Eftir að hafa litið sem snöggvast á líkið, fór hann í símann og hringdi á likskoðara lög- reglunnar. Síðan tók hann sér stöðu í vinnustofunni og talaði i einrúmi við Cozenku og síðan við Wyndham. Að lokum kallaði hann á mig. Ég sagði alla harmsöguna, byrjaði á grunsemdum Benders og endaði á ákæru minni. Hann hlustaði hæversklega og skaut öðru hvoru spurningum inn í frásögnina. Er ég hafði lokið máli mínu, sagði hann: — Þér berið fram alvarlega ákæru, herra Payne. — Það geri ég mér ljóst. — Hafið þér hugleitt, hvort ekk- ert það sé til, sem rekist á fullyrð- ingar yðar? — Ég hef orð fyrir að vera til- tölulega heiðvirður borgari. Hann horfði lengi á mig. — Og þar á ofan fréttamaður. — Afsakið? — Ég sagði að þér væruð frétta- maður. — Hvað kemur það málinu við? spurði ég. — Ef til vill ekkert. En auðvitað komuð þér hingað til að viða að yður efni. Þetta vesalings fólk hérna hefur aldrei fengið að vera í friði í tiu mínútur samfleytt síðan þau gengu í hjónaband. Blaðasnápar og frétta- veiðarar hafa allsstaðar verið snuðr- andi kringum þau, jafnvel legið á gægjum á svefnherbergisglugganum þeirra, bókstaflega sagt. — Ég skil ekki hvað það kemur málinu við, endurtók ég. — Ef til vill eruð þér einungis á höttunum eftir áhrifamikilli og æs- andi frétt. Við skulum taka pardus- inn til dæmis. Hvernig vitið þér að hann var taminn? Þekkið þér í sund- ur urr og mal? Var dýrið nokkurn- tíma hér inni, þegar allt kemur til alls? Mér rann í skap. — Eigið þér við að þér ætlið að hylma yfir með þeim? Hann hrukkaði ennið. — Ég hylma ekki yfir með neinum. Frú Bender og Wyndham hljóta sömu meðferð og hver annar af íbúum skírisins. En þér vitið sjálfur að þér hafið enga haldgóða sönnun. Og eitt ennþá, herra Payne. Gleymið ekki lögunum um ærumeiðingar. Þau gætu orðið yður dýr. Hann hafði auðvitað rétt að mæla. E'f ég héldi ákærunni til streitu, gæti ég komizt í bölvaða klípu. Á hinn bóginn lá fyrir sú stað- reynd, að Ken Bender hafði verið myrtur af tveimur slungnum þorp- urum. Hann var ágætur náungi og verðskuldaði ekki þvílik örlög. Þetta vissi ég. En ég gat ekkert gert. Ekkert, nema að hugsa og hugsa, og hugsa mig um aftur. Fullkomin morö eru ekki til. Morðinginn gerir alltaf einhver smávegis mistök, — sem þó nægja til að koma 'honum i gálgann. Ég starði niður á gólfábreiðuna og braut heilann. Einmitt hérna hafði pardusinn velt sér í glensfullum leik og nuddað sér upp við buxnaskálm- ina mína, pardusinn, sem átti engan sinn líka í blóðþorsta, ef trúa mátti orðum Wyndhams. Og skyndilega laut ég niður, safnaði saman nokkrum svörtum, gljáandi hárum, er loddu við skálmina, og rétti höndina í áttina til sériffans. — Herra Henderson, sagði ég. Eftir að hafa íhugað málið nánar, held ég að rétturinn fái samt sem áður að hlusta á framburð minn. -fa SKÆRULIÐAR NÆTURINNAR Framhald af bls. 21. greiðslustofunni. Síðan gekk hún inn í íbúðina, þar sem systur hennar sátu við nám og móðir hennar sat við eld- húsborðið. Og þegar Neeve sá Donal bróður sinn þar ekki, varð hún skyndilega gripin þeim grun, að ef til vill væri hann kominn i tygi við þá í þjóðfrelsishernum og ákvað að skreppa til Hannafin og spyrja eftir honum þar. Hún fór í kápu og lét á sig trefil; kvaðst ekki verða í burtu lengur en hálftíma. Hannafin sat við vinnu sína, leit upp þegar hún kom inn og svaraði án þess hún spyrði: — Hann situr inni í eidhúsi. — Hvernig veiztu að hverjum ég leita? spurði hún. — Það er ekkl um nema tvo að gera, Donal og Dermot, og þeir sitja þar báðir, svaraði Hannafin. Hvenær fáum við svo veizluna, bætti hann við. Neeve hló fyrst, en svaraði í alvöru. — Fengi ég ráðið, mundi þess ekki langt að bíða. Það eru ekki allir jafn- snarir í þeim snúningum og þú, því miður. —- Ég átti ekki annars úrkosta. Ég var einskis virði áður en ég kvænt- ist, er raunar lítils virði enn, en konan heldur að hún hafi gert mann úr mér og Það er hennar hamingja. Og svo fór Hannafin að segja Neeve frá því, hvernig hann gæti gerþekkt eigendurna af skónum, sem þeir kæmu með til viðgerðar; gæti ekki aðeins ráðið starfa þeirra af því hvernig þeir slitu skóm sínum, held- ur skapgerð þeirra. — Það er dásam- legt starf að vera skósmiður, sagði hann; dásamlegt starf. Ungur maður opnaði dyrnar og gekk inn í vinnustofuna. — Þið hafið kannski heyrt það, að Anna Reedy í Cornamaddy er látin, sagði hann. Hún lézt í kvöld fyrir um það bil klukkustund síðan. — Guð veri sál hennar líknsamur, varð Hannafin að orði .Hún var merkiskona. — Hún hlýtur að hafa verið kom- in yfir áttrætt, sagði ungi maður- inn. —• Já, og þangað til í vetur gekk hún tvær mílur hingað til bæjarins á hverjum föstudegi til að sækja ellistyrkinn sinn. Nei, það fara ekki allir I fötin hennar. — Viltu segja Dermot, að mig langi til að tala við hann, sagði Neeve, Þegar ungi maðurinn gekk í átt- ina að eldhúsdyrunum. Ungi maðurinn glotti og kallaði inn í eldhúsið: — Dermot; hún Neeve á eitthvert áríðandi erindi við þig... Þá heyrðist hlegið dátt þar inni, en Neeve stokkroðnaði. Dermot kom 3B VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.