Vikan


Vikan - 23.11.1961, Page 18

Vikan - 23.11.1961, Page 18
SKUGGI FORTÍÐARINNAR. Sagt er, að hláturinn lengi lífið, en sú fullyrðing hlýtur að teijast vafasöm. Minnsta kosti verða Is- lendingar eins gamlir og aðrir, þó að hér sé ósköp lítið um fyndni. Kannski finnst einhverjum ómaks- ins vert að íhuga stundarkorn or- sakir þeirrar vöntunar? Landið mótar þjóðina, og íslenzk h'fsbarátta var löngum svo ströng og miskunnar’aus, að alvaran ein festi rætur. Ríkisbændur fyrri alda voru svo öiinum kafnir að afla fanga á sjó og 'andi, að þeim stökk naumast bros. Fátæklingarnir drúptu höfði í nábýlinu við dauð- ann og djöfulinn. Jarðneskur veru- leiki var íslendingum linnulaust strit mvrkranna milli, og nrest-rnir sáu svo um, að heimvonin hinum ntegin væri ekki á marga fiska. Þeir hræddu safnaðabörn’n með eldi og brennisteini sérhvern helgidag, básúnuðu syndina, en gleymdu náð- inni. Nú er öldin önnur, en samt breyt- ast ekki viðhorfin að ka’la í því efni, að fslendin.gar komast s»int og illa upp á það lag að vera fvndnir og gamansamir. Skuggi fortíðarinn- ar hvílir enn á landi og þjóð. Nú- tfmamaðurinn er furðulega háður örlögum forfeðranna. Vestmannaey- ingar eru til dæmis enn í dag for- lagatrúar af kvíða við að týnast á sjó eða í bjargi, þó að nýtízku véT- bátar séu komnir til sögunnar, höfn- in orðin ein sú bezta við strendur landsins og b’argsigið var’a annað en sýningaratriði á þjóðhátíð. Svo mikils má sín reynsla kynslóðanna í fari einstrklinganna. HELZT TIL MIKIL ALVARA. Þó er íslenzk fvndni til í orði kveðnu, en hún hefur aldrei mótað þjóðareðli ís’endinga að ráði. A1- menningur þ-kist komast ágætlega af án hennar. Kver með gamansög- um hefur að sönnu f'rekzt á jóla- markaðinn nokkurt áraskeið, en aldrci talizt bókmenntaviðburður. Kímnibiað hefur einnig lengi verið hér mánaðarlega á ferðinni, en mun nú dáið úr leiðindum. íslendingar stytta sér stundir við flest annað en gamansemi. Þeir skemmta sér við ölteiti og dans, en hlæja annars sjaldan í hópi. Samkomur þeirra bera flestar jarðarfararsvip, ef þær einkennast ekki af frumstæðri gleði, sem bezt á heima í réttum til sveita eða á lokadegi við sjó, en hún er harla lítið í ætt við sanna fyndni. fslendingar gleðjast af óförum ná- ungans og hrýggjast af slysum sjálfra sín, en þekkja naumast kímni. Þess vegna er hversdagslíf þeirra snautt af þeim skemmtilegu litbrigðum, sem gamansemin bregð- ur á menn og málefni. Það er til dæmis svo sjaldgæft, að íslenzkir stjórnmálamenn geri að gamni sínu í opinberum umræðum, að áheyr- endur fara hjá sér af undrun og vita varla, hvaðan á þá stendur veðrið, ef eitthvað þvilíkt ber við. Og sú stétt er engin undantekning heldur táknrrent dæmi um þá, sem hugsa og tala í helzt til mikilli alvöru. Samt eru margir stjórnmálamenn okkar skemmtilegir í viðræðu og sremi'ega léttlyndir á góðu dægri eins og raunar aðrir landsmenn, en sú hlið snýr ekki að almenningi. Slíkt. þykir ekki hæfa á fslandi. SKILNINGARVITIÐ VANTAR. En hvað þá um kímnina í íslenzk- um bókmenntum? Eigum við ekki skáld og rithöfunda, sem skjóti á loft, flugeldum orðheppni og gaman- semi? Ekki er því að neita, að þetta komi fvrir, en þó einkennast íslenzkar bókmenntir af flestu öðru en kímni. Meistaraverk eins og Heljarslóðan- orusta Gröndals liggur í láginni vegna bess, að almenningur skilur ekki táknræna og listilega gaman- semi þessa hugkvæma skálds, sem ver háðfugl á heimsvísu í stað þess eð skopast að þeim náunga sínum, er næstur honum stóð hverju sinni. Og íslenzkur almenningur nýtur en.fnn veginn fyndni Þórbergs Þórð- arsonar, þegar hann gerir að gamni sínu á kostnað sjálfs sín. Það eru fíflalæti að dómi fs'endinga af því að þá vantar skilningarvit glettn- innar. I-Iitt finnst fslendingum mikið í varið, ef hnoðnð er saman skömm- im og klámi f vísum, því að þær f'júga iðu’ega landshornanna milli, þó rð ská'dskapurinn hafi gleymzt eða farið forgörðum. Gamankveð- skapur hérlendis er yfirleitt þess- arar ónáttúnu. Af því Teiðir, að kímniljóð, sem eiga að vera hátíða- matur 17. júní eða á gamlárskvöld, reynast oftast bragðlaust samsull eða alger óþverri. Sökin er ekki ein- vörðungu höfundanna. Þetta er hins

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.