Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 23.11.1961, Qupperneq 19

Vikan - 23.11.1961, Qupperneq 19
Þetta er nóvember vegar afleiðing þess, að almenning- ur kann ekki að meta listræna kímni. Niðurlæging íslenzkrar fyndni sannast bezt á þeim svokallaða leik- ritaskáldskap, sem á að heita gam- ansemi eða ádeila. Hann er jafnað- arlega bull og þvaður, sein verður að túlkast af skringilegum trúðum. fslendingar hlæja dátt í leikhúsi að því, sem vitlausast er. En sé þeim boðið þar upp á alvarlega gaman- semi eða táknræna ádeilu, þá hrista þeir höfuðið eða öskra af reiði eins og uppáhaldsfélagið þeirra væri að tapa knattspyrnukappleik á íþrótta- vellinum. YOPN OG UNAÐSSEMD. Danir og Bretar munu fyndnastir þeirra þjóða, sem íslendingar þekkja skást og umgangast helzt. Dönsk og brezk gamansemi einkenn- ist af skemmtilega fjölbreytilegum orðaleikjum, en Dani eða Breti, sem ætlaði að verða fyndinn af skömm- um eða klámi, þætti heimskur og leiðinlegur dóni. Fyndni þeirra er menningarleg, gæðir mál og hugsun lífi og lit og fer með sama hlutverk í samræðum og bókmennlium og krydd í mat. En hún kostar andlega fyrirhöfn. Og gamansemi Dana og Breta er sprottin úr þjóðareðli. Hún getur meira að segja orðið biturt vopn á háskatímum þjóðanna. Skal lengi í minni, hvað Dönum beit það vel í baráttunni við Þjóðverja heims- styrjaldarárin síðari. Virtist engu líkara en ósýnilegt sverð væri á lofti, og nazistarnir vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Mestu skipti þó, að gamansemin var Dönum sjálfum ómetanleg unaðssemd í fangelsi her- námsins. Og ætli það sé ekki fyndni Breta að þakka samfara þrautseigj- unni, að þeir vinna síðustu orust- una í sérhverri styrjöld, nema þeir geri áður samkomulag eins og við okkur íslendinga í landhelgisdeil- unni? fslendingar kunna ekki að meta þessa eðliskosti Dana og Breta. Skemmtilegustu bækur danskrar og brezkrar tungu hafa aldrei náð hylli íslenzkra lesenda. Hins vegar eru þess dæmi, að íslendingum þyki Svíar og Norðmenn skemmtilegir, enda gæti fyndni þeirra verið úr Húnaþingi eða Þingeyjarsýslum. Og víst er það til, að íslendingur geri sér glaðan dag í Þýzkalandi, en ó- sennilega er sá fögnuður náskyldur kímnigáfu. grein Helga Sæm- undssonar. Hún fjall- UMHVERFI OG ÖRLÖG. Liindin móta þjóðirnar. Norðmenn bjuggu lengi við þá ógæfu að ráða ekki málum sínum sjálfir, og lífs- barátta þeirra var ár og aldir sams konar og okkar íslendinga. Svíar eru hátíðlegir og guðhræddir heima fyrir, og kynni þeirra við Dani mót- ast af Nýhöfninni, en fyndni Iíaup- mannahafnarbúa kennist sízt þar. Þjóðverjum hefur verið það svo mikil alvara að leggja undir sig heiminn eftir að Napoleon mikla mistókst að gera út af við þá, að þeim getur ekki liðið vel ódrukkn- um. Og svo er það skáldalygi, að mennirnir breytist með tímunum. Til þess þarf minnsta kosti margar kynslóðir eins og sannast á nefnd- um þjóðum — að viðbættum okkur fslendingum. Umhverfið hefur þvílík áhrif á örlög fólksins, að engum fær dulizt. Þessu til sönnunar vík ég máli mínu til Suðurlands, en Sunnlendingar eru tvímælalaust skemmtilegastir þeirra karla og kvenna, sem landið byggja. Þó er greinilegur munur á þessu austan og vestan Þjórsár. Árnesingar eru kátir og hressir í dagfari eins og þeir væru að koma af ungmenna- félagsfundi upp úr fyrri heimS- styrjöld, á leið í brúðkaup eða boðn- ir í merkisafmæli. Rangæingar þurfa aftur á móti mikils með til að gleðjast. Þeir eru þéttir í lund hvers- dagslega, fámálir og vinnusamir, harka af sér við jarðarfarir og láta sér ekki detta í hug að taka lagið, þó að þrír eða fjórir hittist á förn- um vegi. Getur skeð, að þetta stafi af fallvötnunum og söndunum í Rangárþingi, þar sem lífshætta var á annarri hverri bæjarleið fram á okkar daga? Einhver kann að spyrja, hvort Árnesingar hafi ekki stundum komizt í hann krappan við Hvítá eða á Hellisheiði. Satt er orð- ið, en hvað var þó það í samanburði við hitt, þegar sundríða varð Mark- arfljót, Þverá og Þjórsá í sandbleytu sama daginn? Og svo hafa Hekla og Katla látið skapsmuni sína bitna ó- líkt meira á Rangæingum en Árnes- ingum. FYRIR NORÐAN FJÖLL. Ég held sögunni áfram heima á íslandi: Áreiðanlega eru Skagfirð- ingar mestir gleðimenn norðan fjalla, enda elskir að söng, víni, hestum og konum. Mér er ekki grun- ar um íslenzka fyndni laust um, að andríkrar fyndni verði stundum vart í fari þeirra, og ó'- gleymanlegt var að lifa sæluviku á Sauðárkróki. Þar kunni fólk að skemmta sér og naut þess að vera til. Hitt má vera, að gleðibragur þess hafi verið eins og sparifötin í gamla daga. Svo mikið er víst, að lítið gætir fyndninnar í skáldskap Skagfirðinga. Það væru þá helzt lausavísurnar. Léttleiki margra þeirra bendir til þess, að höfund- arnir hafi verið í góðu skapi, þegar stökurnar urðu til. Og mér finnst ástæða að ætla, að Skagafjörður sé framtíðarhérað íslenzkrar fyndni. Afkoma fólks er þar bærileg, sam- göngur dágóðar og náttúruhamfarir sjaldgæfar. Auk þess virðast Skag- firðir.gar skynja lífsnautnina frjóu betur en til dæmis nágrannar þeirra í Húnaþingi og Eyjafirði. Þeir þora að gefa sjálfum sér lausan tauminn eins og gæðingunum. Snyrtileguslu Islendingar, sem ég þekki, eru hins vegar Eyfirðingar, þó að þeir séu dálítið seinteknir. Svarfdælingar eru mestir gleðimenn þess héraðs, kátir, orðheppnir og kumpánlegir, mig grunar, að þeir hafi oft.ar lagt leiðir sínar vestur í Skagafjörð en fram í Eyjafjörð, meðan farið var á tveimur jafnfljót- um milli sveita. En hvað þá um Akureyringa og stórmennsku þeirra blandaða minnimáttarkennd? Nú verður mér bágt að svara — og þó. Þrátt fyrir stéttaskiptinguna og bæj- arslúðrið í höfuðstað Norðurlands, temja Akureyringar sér stoltan en geðslegan tíguleik, sem mér finnst fara þeim vel af því að hann er í samræmi við eðli fólksins og lundar- far. Akureyringar geta líka verið fyndnir á sinn hátt, enda sýnu danskari en aðrir Islendingar. Þó er mikill munur á, hvað konur eru þar alúðlegri en karlar og umfram allt kurteisari. SKIPT f TVÖ HORN. Þingeyingar þykja mér ófyndnast- ir fslendinga, hvernig sem á því stendur. Kannski er ástæðan sú, að þeir hafi ætlað sér helzt til lengi að frelsa landið og jafnvel heiminn án þess að láta af því verða. Og svo eru allt of margir Þingeyingar í sama stjórnmálaflokknum. Þá er ærin hætta á, að fólkið verði eins og fé í réttum, enda þora fslending- ar naumast að láta flokksbróður sinn vita, að þeir hugsi um stjórn- mál öðru vísi en hann. Kímnigáfa Þingeyinga er eins og gömlu fræðsluritin um þjóðfélagsm’ál í bókasafninu á Húsavík, þar sem al t er gamalt og rykfallið. Fyndui þeirra gat raunar ekki orðið lang- lif. Hún var aldrei annað en ör- fáar vísur eftir Jón á Arnarvatni og broddurinn í ádeilu Guðmundar á Sandi og Þorgils gjallanda. Hér verður þó að geta þeirrar frábæru undantekningar, sem er Egill Jónasson og skáldskapur hans. Sá maður gæti verið Sunnlendingur. Austfirðingar og Vestfirðingar hafa lengi sagt og heyrt sögur af minnisstæðum atburðum og sér- kennilegu fólki. Þar er sú orðlist, sem átti heima í baðstofunum og verbúðunum forðum daga, og víst á hún rétt á sér í nútímaþjóðfélagi okkar íslendinga. Einkennilegt er, hvað Austfirðingar og Vestfirðing- ar hafa átt snjöll sagnaskáld á gamla og góða vísu. Fólk þessara lands- hluta hefur gert ævipistla sína og hrakningaþætti að hetjusögum. Og þar er sitthvað um skrýtna glettni, þó að hún flokkist ekki til þeirrar fyndni, sem ég sakna í lunderni og framkomu fslendinga. REYKJAVÍK OG FRAMTl'ÐIN. En hvað.um höfuðstað landsins? Því er fljótsvarað: Þar hefur enginn fyndinn maður fæðzt enn, svo að ég viti, nema séra Bjarni. Reykvíkingar kunna sízt ís- lendinga að gera að gamni sínu. Þeir eru svo duglegir að græða eða tapa, byggja hús og önnur mann- virki, reka viðskipti, aka bílum og vinna fyrir daglegu brauði, að þeim er allt alvara, líka dægrastyttingin og tilbreytingin. Þeir fáu háðfuglar, sem til eru í Reykjavík, hafa all- ir flogið hingað utan af landi. Er þá ekki framtíð þjóðarinnar i voða? Öðru nær! Fyndnin er ekki eina manndyggðin, þó að hún sé mikils virði þeirn, sem hafa smekk og tilfinningu fyrir lienni. Ég get ekki hugsað mér betra fólk en guð- hræddan Norðmann, hógværan Svía eða heiðarlegan íslending. Matur getur verið ætur, þó að eitthvert krydd vanti, og lífið er vissulega yndislegt í alvörunni, þó að nokkurs sé um vert, að maður líti öðru hvoru upp úr önn og áhyggju — til þess að brosa. HELGI SÆMUNDSSON. VIKAN 19

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.