Vikan


Vikan - 23.11.1961, Page 22

Vikan - 23.11.1961, Page 22
Guðbjörg Þorbjarn- ardóttir er búin að koma sér fyrir í strompinum áður en sýning hefst, og bíð- ur þar, þar til hún skríður fram úr sirompinum fram á sviðið. BAK VI Kerlingin hún Gunna lá á golfmu þar sem skugga bar á — steindauð og bundin á höndurn og fótum. Það var ósköp að sjá hana, kerlingar- anginn var gömul og skorpin í framan eins og norn frá miðöldum með grátt og skítugt hárið úfið eins og strákúst, og kjóllinn, sem einu sinni hafði verið ljós að lit, nú orðinn dökkgrár og sums- staðar svartur af sóti. Það var kannske ekki nein furða, þótt kerling- arræksnið liti þannig út, eftir að búið var að hala hana upp i skorsteininn ótal sinnum og láta hana siðan detta niður á gólf. Það voru skuggalegir náungar í kolsvörtum kuflum með hettu dregna yfir höfuð, sem læddust að gömlu konunni os bundu reipi um háls hennar, drógu hana síðan i snörunni upp í skorsteininn, þar sem hún hélck góða stund þar til hún datt niður á gólf aftur — steindauð. Guðni Bjarnason leiksviðsstjori.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.