Vikan


Vikan - 23.11.1961, Síða 23

Vikan - 23.11.1961, Síða 23
„Líkið“ af Gunnu gömlu bíður á gólf- inu að tjaldabaki, þangað til það verð- ur halað upp í strompinn — og lát- ið detta fram á sviðið. Jón gengur um á hálfum öðrum fæti. Nei — fót- urinn var ekki sagaður af honum, og það er leynd- armál hvar hann er. Og þá hlógu allir, sem mest þeir máttu. Það er annars skrýtið, sem raunar skeður oft á leikhúsum, að áhorfendur eiga það til að stein- þegja yfir beztu bröndurunum, þegar leikararnir þegja og halda niðri í sér andanum til að gefa áhorfendum tóm til hláturs. Svo, þegar alvarlegir eða jafnvel sorglegir atburðir eru látnir gerast á leiksviðinu, rekur skarinn frammi í sal upp roknahlátur og ruglar leikarana alveg i ríminu. „Já, það er ekki ávallt gott að reikna út við- brögð áhorfenda fyrirfram,“ sagði Guðni Bjarna- son leiksviðsstjóri Þjóðleikhússins, þar sem hann stóð að tjaldabaki og stjórnaði „skuggunum“ — mönnunum í svörtu hettukuflunum, sem læddust um og sáu um að hver hlutur væri á sínum stað, hvcrt tjald í réttum fellingum, hvert ljós með réttum litbrigðum. „Annars er það nokkuð föst regla, að leikur missir dálítið marks á frumsýn- ingum, þegar leikarar eru taugaspeuntir og ieik- urinn hefur eklci „slípazt af“. Frumsýningargestir eru líka stundum krítískari og stundum í annar- legum hugleiðingum. Það er líka dálítið einkenni- legt, að hvernig sem á því stendur, virðist fólk ekki hlægja eins mikið og innilega, þegar forset- inn er viðstaddur. Kannske er þetta bara „fiks idé“ hjá mér, en einhvernveginn finnst okkur þetta.“ Það er í rauninni ævintýri líkast, að fá að rápa um á bak við tjöldin, á meðan leiksýning stendur yfir, og kannske ekki óskemmtilegra ævintýri en það, sem framleitt er frammi á sviðinu, — ævin- týrið sem þið sjáið, þegar þið sitjið í sætum ykkar og horfið á hve létt og leikandi þetta gengur allt fyrir sig. Kannske þú komir með mér snöggvast að tjaldabaki og skoðir þig um undir leiðsögn Guðna, — núna á meðan hinir sitja frammi og horfa á Strompleikinn hans Iíiljans. Guðni fer fyrst með okkur inn á skrifstofu sína, þar sem hann undirbýr alla vinnu, sem framkvæma þarf við hvert leikrit, sem áformað er að sýna. Þar sjáum við uppi á skáp tvö lítil módel af leik- Framhald á bls. 32.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.