Vikan


Vikan - 23.11.1961, Síða 31

Vikan - 23.11.1961, Síða 31
húöin finnur ekki fyrir t*að verðið pér að gera! Raksturinn sem það gefur er alveg ótrúlega mjúkur og pægilegur. Skeggið hverfur án pess að niaður viti af pvi. Þó húð yðar sé viðkvæm, er varla hægt að trúa pví að rakblað hafi verið i vélinni, ef notað er Blátt Gillette Extra. 5 blöð aðeins Kr, 20.50. Pað er þess virði að reyna það Skæruliðar næturinnar. Framhald af bls. 17. hann. Hann starði á Crawley haturs þrungnú augnaráði og reyndi að hrinda honum frá sér. . . En við skul- um losa okkur við þá! Byssan er það eina, sem Bretinn skilur. En um leið og hann nefndi byssuna, minntist hann Bellu. Heilaga guðsmóðir, misk- unnaðu mér, kveinaði hann yfirkom- inn af sjálfsmeðaumkun. — Komdu, sagði Crawley Iðgreglu- stjóri og leiddi hann til dyra. Faðir Sheehy kraup á bæn úti I kirkjunni. Ásakanir Kathleenar hljómuðu enn í eyrum hans. Hann minntist þess hve eldheitar hvatning- arræður hann hafði haldið í Irska þjóðræknisfélaginu og Geliska æsku- lýðssambandinu. Höfðu þær átt sinn þátt í því, að Bella var vegin? Hann laut höfði og spurði sjálfan sig hvers- vegna hann hefði ekki haldið þrum- andi ræðu og lýst bölvun yfir þvi grimmdarlega ofbeldi, sem haft hafði verið í frammi. Hversvegna hann hefði ekki reynzt meiri prestur og minni þjóðernissinni. Hversvegna hann hefði farið villur vegar. Það var kalt og rakt I kirkjunnl. Regnið buldi á brenndu litglerinu I gluggunum í kórnum. Ljós logaði á litlum lampa, sem hékk 1 langri keöju og varpaði fölvum flöktbjarma á róðukrossinn og andlit hins keltneska orðnum manni, að standa úti í umferðinni með allskonar handa- pati!!! — Viltu láta mömmu fá teygjubyss- una — strax! Krists, mótað djúpum dráttum hljóðr- ar þjáningar. Faðir McCory sat I lesstofunni heima á prestsetrinu, og furðaði sig á brottvist föður Sheehy, sem hafði farið um áttaleytið I heimsókn til læknisins, og var ekkl komlnn til baka, Þótt komið væri fram yfir lág- nætti. Hann fletti við íþróttablaðinu, og las um kappleikinn milli Cork og Dyflinar. Liðið frá Duncrana átti að keppa næstkomandi sunnudag, og nú var ekkert líklegra en að það yrði að keppa án Dermots O'Neill. Hann vonaði að Dermot liti að minnsta kosti við, áður en hann færi. Það var annars einkennilegt, þótti honum, hve hann var ófróðari um allt sem var að gerast í sókninni, heldur en faðir Sheehy, og reyndi hann þó eftir megni að blanda geði við bæjarbúa; til dæm- is með því að taka Þátt í knattspyrn- unni — en svona var það' sennilega alltaf, Þegar ungir prestar áttu hlut að máli, fólk treysti þeim ekki til fulls fyrr en Þeir voru farnir að reskj- ast. Hannafin stóð frammi fyrir útvarps- viðtækinu með blýant fyrlr tónsprota og stjómaði tónverki eftlr Ravel. Kona hans horfði á hann; Það var ekki neinum vafa bundið, að einhver skrúfa var laus í kolli hans, en hug- rekki brast hann ekki þegar á reyndi og hún unni honum hugástum. Þessi einkennilegi, bersköllótti og lágvaxni maður fór það, sem hann ætlaði sér, hvað sem hver sagði — þegar honum bauð svo við að horfa. Það var eins og hún gerði sér það nú fyrst ljóst hve mjög hún unni honum. Og hún gekk til hans, strauk vanga hans mjúklega og hvíslaði, að Það væri kominn háttatími. — Hljómsveitin er alls ekki svo slæm, sagði hann, en blásturhljóð- færin mættu hljóma eilitið sterkara undir lokin. Reilly bylti sér á bálki sínum I dyflissu hans hátignar við Crumlin og haföi erfiða drauma. Hann þóttist ganga um akra nokkra, þar sem kettir höfðu fest sig í kanínusnörum, og reyndu að bíta hann og klóra, þegar hann vildi losa þá. Einkum var einn kötturinn grimmur mjög, hvæsti og blés svo Reilly þorði ekki að nálgast hann. Þá bar Dermot þar að með kvísl í hendi; hann leysti vandann með því að stinga köttinn til bana, en þegar Reilly ávitaði hann harðlega, reiddist hann, hóf upp kvíslina og lagði til hans. Við Það vaknaði Reilly, en svo sterk voru áhrif draumsins, að hann bjóst helzt við að sjá Dermot standa þar i klef- anum með uppreidda kvíslina. Hann lá andvaka um hrið og starði út I myrkrið. Ef hann gæti aðeins hitt Dermot að máli; sagt honum að ekk- ert væri þess virði að fórna fyrir það frelsi sinu i fullan áratug. Svo bylU hann sér til og reyndi að sofna. Neeve lá andvaka í rekkju sinni og reikaði í huganum við hlið Dermot meðfram járnbrautinni til Rathgiven. Og Dermot reikaði meðfram járn- brautinni, gegnblautur af regni og þungur í spori. Loks náði hann til bæjarins. Mjólkurbíllinn stóð mann- laus á torginu, hann reyndi að komast inn en hurðirnar voru læstar, svo hann kleif upp á pallinn og skreið inn undir segldúkinn, sem breiddur var yfir mjólkurbrúsana. Hann lelt á úrið og sá, að enn var klukku- stundar bið. Haiyi heyrði óljóst að einhversstaðar langt í burtu var leik- ið á hljóðfæri, sennilega voru ein- hverjir að skemmta sér; regnið buldi án afláts á segldúkinn og hann barð- ist við svefninn. ENDIR. VIKAN 3X

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.