Vikan


Vikan - 23.11.1961, Blaðsíða 32

Vikan - 23.11.1961, Blaðsíða 32
VI U N I Ð Suzanne André PLACENTA CREME ínuiheldur náttúrleg efni, sem hörundið drekkur I sig. Styrkið eðlilega starfsemi húðvefjanna, eykur blóðsóknina tii hörundsins, og gerir |)að þannig ungiegra og mýkra. Hrukkur og drættir hverfa. Notkunarreglur á íslenzku með liverri túbu. Fssst f snyrtivöruverzlunum. H. A. TULINIUS. REYNIÐ Aéaddiru rTTTBrtniairj-nmm mnmwmr HITUN BIALADDIN GEISLAOFN Gefur skjótan, öruggan og þægilegan hita. Gljábrenndur í kaffibrúnúni lit. LÝSING ALADDIN BORÐ-LAMPI Mjög öruggur og gefur góða og þægilega birtu. Fallegt útlit. SILCROM x) húðaður. Borð, vegg og hengilampar fáanlegir. x) Vörumerkí ALADDIN INDUSTRIES LTD., ALADDIN BULDING, . GREENFORD, ENGLAND Á BAK Vlf) STROMPLNN. Framhald af bls. 23. sviði, smíðuð af mikilli nákvæmni og natni. Annað þeirra könnuinst við við úr Strompleiknum -— bragginn, scm meirililuti leiksins gerist í. Hitt cr af svipaðri stærð, og sýnir ein- hverskonar ruslakompu, og þar er hver smálilutur á sinum stað. Litil trappa liggur á liliðinni, upprúllað gólfteppi á góii'inu, blaðabunkar kyrfilega samanbundnir, plankar og spýtur hingað og þangað ... „Hvað í ósköpunnm er þetta, Guðni . . . ?“ „Þetta er lílcan af sviði næsta leikrits, sem sýna á hér. Það lieit- ir ,,Húsvörðurinn“ eða The Care- talver" á Ensku og er eftir Harold Pinter. Hitt líkanið kannizt þið vð, það er sama sviðið og verið er að nota núna frammi.“ „Til hvers ... ég meina . . . eru slík likön ávallt búin til af hverju sviði?“ „Ávallt. Leiktjaldamálarinn smíð- ar líkanið í hlutföliunum 1 á móti 20. Likanið fæ ég svo og teikna vinnuteikningar eftir þvi, i sömu stærð. Vinnuteikningarnar fá smið- irnir síðan og smíða leiktjöldin og annað, sem til þarf, eftir þeim. Hérna niðri í kjallara eru fullkomn- ar vinnustofur með öllum vélum, og þar vinna margir menn á hverj- um degi alveg frá því kl. 9 á morgn- ana til 12 á kvöldin. Þar er alltafgj nóg að gera.“ ® „Eru þetta útlærðir trésmiðir?“ „Nei, ég vil helzt ekki hafa út- lærða menn. Það er fyrst og fremst vegna þess að þeir eru yfirleitt of vandvirkir, Þeir hafa lært það og láta ekki af því. Að sjálfsögðu ber ekki að iasta það, en ég legg meira uppúr flýtinum og hugkvæmninni. Það sést hvort sem er aldrei liversu fágaður eða vandaður liluturinn er, þvi minnsta fjarlægð frá senunni til áhorfenda er 7 metrar.“ „Að spjálfsögðu þarf þó oft að vanda til slikra hluta, er það ekki?“ „Þeir þurfa að vera traustir, það er fyrsta skilyrðið. Þú sérð t. d. hve mikið reynir á strompinn í þessu stykki. Þar þurfa menn að klifra upp og niður meðan á sýningu stendur, enda er hann trausthyggður fré grunni.“ „Hvernig er svo t. d. með eld- hættu af slíkum hlutum?“ „Hver einasti lrlutur, sem kemur fram á senu, og sem getur brunnið, er sprautaður eða íborinn sérstakri eldvarnarblöndu, sem við búum til sjálfir eftir erlendum forskriftum, enda er það skylda víðast hvar annarsstaðar." „Er það ekki skylda líka hér?“ „Jú, það er ófrávikjanleg skylda hér f húsinu, en ég held ég megj segja það, að þetta sé hvergi ann- arsstaðar gert.“ „Kannske menn kunni þetta hara ekki. tJr því að þið eruð sérfræð- ingar í svona bráðnauðsynlegum hlutum — segðu mér — munduð þið taka að ykkur að sprauta þessu efni í eldfima hluti fyrir aðra, ef þeir kæmu með þá til þín . . . að sjálf- sögðu gegn hæfilegu gjaldi?“ „Já, það mundi ég fúslega gera, og það er óhætt að taka fram, ef þú skrifar eitthvað um þetta.“ „Nú, það er fleira en trésmiði, sem kemur til, er það ekki ...“ „Mikil ósköp, jú. Sjáðu t. d. hann Jón Sigurbjörnsson, þar sem hann lioppai' iiin á öði'iim fieli þarna frammi á senu. Hann er einfættur. og hoppar um á tréfæti. Nú vita það allir. að Jón hefur sína tvo fætur eins og aðrir fullfrískir menn. En við þurftum að finna upp út- húnað og smiða hann, sem gerði honum kleift að sýnast vera ein- fætlur. Jón er einmitt núna að koma af sviðinu. Við skulum tala við hann og fá að sjá útbúnaðinn, þó hann eigi í rauninni að vera leyndar- mál.“ Við göngum frain og bíðurn þar á bak við tjöldin þangað til Jón kemur fram. „Viltu lofa mér að taka inynd af þér, Jón, og þá sérstaklega af út- búnaðinum á fætinum?" „Mynd af mér er þér velkomið að taka, hvort sem þú vilt á einni löpp eða tveim, en útbúnaðinn færðu aldrei á mynd. Hvorki þú né nokkur annar. Það er leyndarmál, sem eng- inn má sjá. Fólk hættir nefnilega að hafa gaman af slikum sjónhverf- ingum, ef það veit hvernig um er búið.“ — Og Jón stillti sér upp, á meðan ég smeilti af. Svo pakka ég vélinni niður, og nú er Jón ófeiminn við að taka af sér „græjurnar“, enda farinn að þreytast í fætinum. Utan um hann iniðjan er spennt leðuról, og aftan á henni er poki, sem lafir niður aftanvert við vinstra læri. Ofan í þennan poka hefur hann stungið tánum á hægra fæti, ^sem hann kengbeygir aftur fyrir 'sig. Utan um þverbeygt hnéð hefur hann spennt nokkurskonar striga- polca með rammgerðum ólum, og fremst á pokanum — á hnénu — er svamppúði. Staurfótinn festir hann svo á svamppúðann og geng- ur siðan á hnénu. „Er þetta ekki óþægilegt, Jón?“ ,,0-jú, ekki er hægt að segja ann- að. En maður venst þessu með æf- ingunni. Það er verst að sitja, þvf þá verð ég að sitja á fætinum." „Færðu aldrei krampa eða sina- drátt í fótinn?" „Nei, sem betur fer hefi ég alveg losnað við það.“ — Og við gefum Jóni fri til að fara fram i setustofu leikaranna og hvíla sig milli atriða. Við missum líka áhugann fyrir honum, því nú kemur til okkar þjónn með bakka fullan af kokkteilglösum og i hinni hendinni rúmlega hálffulla könnu ineð þessum sama ljúffenglega drykk. (Nú, það er aldeilis. Það á bara að fara að traktera mannskap- inn. Bezt að fela sig ekki úti i horni á meðan.) En „þjónninn“ strunsar framhjá okkur og virðist ekki taka eftir útréttri hendinni. „Þetta er bara sykurvatn,“ segir Guðni og brosir hæglátlega. „Það er aldrei borið annað fram á leik- sviðinu en einhverskonar óáfeng blanda. Stundum Coca-cola eða aðr- ir gosdrykkir, tevatn eða eitthvað þvílíkt.“ „Er það satt? Og þetta kemur munnvatninu til að renna hjá leik- húsgestum. Þetta er alltaf þann- ig ?“ „Já — með einni undantekningu.*' „Nú ... ?“ „Það er einn af okkar góðu gömlu leikurum, sem lætur aldrei bjóða sér neina gervidrykki né gervimat. Honum finnst hann ekki geta lifað sig nógu vel inn í hlutverkið, nema hann fái að eta og drekka það, sem tilheyrir hlutverkinu. Hann heldur fast við þetta, hvað sem aðrir segja. og honum er ekki úr að aka. Þjóð- leikhúsið lætur þetta viðgangast, en 32 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.