Vikan


Vikan - 27.09.1962, Blaðsíða 3

Vikan - 27.09.1962, Blaðsíða 3
VIKAN ogtæknin Á götu er vatnabíll þessi hinn glæsilegasti. ílentust hér á landi eftir styrjöldina, en bandaríska setuliðið hafði komið með þá hingað. Nú er bílaverksmiðja ein í Vestur-Berlín tekin að framleiða fjögurra manna bíla, sem fara bæði láð og lög. Hafa þeir þegar getið'sér þann orðstír, að öll framleiðsla verksmiðjunnar næstu þrjú árin kvað fyrirfram seld — til Bandaríkjanna. Fyrir bragðið verða farartæki þessi víst ekki fáanleg hér í Evrópu á næstunni. Bílar þessir eru sérlega fallegir á vegi, og kváðu fara mjög vel á vatni og sjó. Ganghraðinn er 125 km á landi en 13 km á klst. á sjó. Hreyfillinn er skutfestur, fjögurra strokka, 42 hestafla, með fjórum gangskiptum, altengdum. Skrúfurnar eru tvær, og þarf ekki nema eitt handtak til að skipta orkunni af hjólum á skrúfur, eða öfugt. Bílnum er stýrt á vatni eins og á landi, og má stýra honum beint af landi í vatnið — aftur á móti verður að aka honum aftur á bak upp úr vatninu, ef svo djúpt er við bakkann, að afturhjólin ná ekki spyrnu við botninn. Og lendi bíllinn í ágjöf, þarf ekki annars við en þrýsta á rofa til þess að dælan sjái um austurinn. HEINKEL AFTUR Á LOFTI. Sú var tíðin, að Heinkel flugvélaverksmiðj- urnar þýzku gegndu að mörgu leyti forystuhlut- verki á sínu sviði. Eftir síðari heimsstyrjöldina hefur þeirra lítt verið getið. Nú heyrist þó aftur á þær minnzt. Eru þær í þann veginn að senda á markaðinn þotur af minni gerð — 22 til 23 farþega — „Heinkel 211 B-l“. Þær verða knúnar tveim þotuhreyflum, sem komið er fyrir aftast á skrokknum, en slíkt er algert nýmæli, þegar um þetta stórar þotur er að ræða — þó hreyflarnir séu aftarlega á Cometunni og fleiri tegundum, eru þeir fyrir framan stél. Aftur á móti hefur þetta fyrirkomu- lag verið reynt á einhreyfla herþotum, og munu SAAB verksmiðjurnar sænsku hafa orðið einna íyrstar til þess, en þar unnu einmitt þýzkir verk- fræðingar, sem áður höfðu starfað hjá Heinkel, hvort sem nokkurt samband er þarna á milli eða ekki. Þessar Heinkelþotur verða einkum ætlaðar til flutninga á skemmri leiðum. Er talið, að þær verði mjög sparneytnar á eldsneyti, miðað við þotur almennt, og þurfi tiltölulega stutta braut, eða um 500 m til flugtaks og 400 m til lending- ar, en meðalflughraðinn verður 453 hnútar, mið- að við 26.000 feta hæð. Framhald á bls. 42. „HE 211“ - talsvert frábrugðin eldri þotugerðum. Reynslusigling á innanhúss „skipaskurði“. UM LÁÐ OG LÖG. Margar tilraunir hafa verið gerðar til þess á undanförnum árum, að smíða farartæki, sem nota mætti jöfnum höndum á láði og legi. Þrátt fyrir alla tækniþróunina virðist þetta hafa vaf- izt eitthvað fyrir mönnum — að minnsta kosti hefur ekkert slíkt farartæki komið á markaðinn til þessa, sem náð hefur almenningshylli. Að vísu framleiddu Bandaríkjamenn eins konar láðs og lagar jeppa á styrjaldarárunum, sem mun hafa reynzt vel, og ekki verður efazt um, að hann hafi verið sjófær vel, því að skozk hjónakorn unnu það afrek, skömmu eftir að styrjöldinni lauk, að sigla einum slíkum jeppa yfir Norður-Atlantshaf -—■ en þó munu einhverj- ar smáendurbætur hafa verið gerðar á honum fyrir þá siglingu. Þessi jeppagerð hlaut þó ekki neina útbreiðslu, einhverra hluta vegna, hefur að öllum líkindum verið helzt til dýr. Þess má geta að nokkrir slíkir jeppar, af minni gerðinni, VIKAHI • .• •.' •. . - ’kr?Z- ú;y;'•.«■.••*.••'.ifc.*;- ..••• . Útgefandi: Hílmir h.f. Kitsljórji og atigJýsiugur: JSlíijJliult 33. Sítnuis 35320. 35321, 35322, 35323. Póstliólf 149. Afgreiösla dreifing: Ritstjóri: Blaðtidreifing, l.auguveí-'i 133, slmi Gísli Sigurðsson (ábm.) 3(5720. Dreifingarstjóri Óskar Karls- son. Vi rð i iiiiisasftlu kr, 15. Askrift- arvefð er 200 kr. úrsþriðjungslegn. Framkvaemdastjúri: greiðist fyrirfram. Prentun: llilmir Hilroar A. Kristjánsson. h.f. Myndaúiót: Kaígraí h.f. FORSÍÐAN Á þessari árstíð er sjálfsagður hlutur að minnast réttanna. Þær halda að talsverðu leyti sínum gamla svip þrátt fyrir allar framfarir, því það er svo erfitt að koma nokkurri tækni við í réttum — og líklega finnst engum það æskilegt heldur. Réttirnar eru aðeins einu sinni á ári og enginn sér eftir degi í þá samkomu. Það eru Vatnsdalsréttir, sem þið sjáið á forsíðu. Myndina tók Þorsteinn Jósefsson. I næsta blaði verður m. a.: ð Sumarleyfi á fönnum Kerlingarfjalla. Vikan hefur brugðið sér upp í Kerlingarfjöll og dvalið með sumarleyfisfólki, sem stundar skíðasport í sumarsól undir góðri leiðsögn. Fimm síður með myndum og grein. • Ólánið. — Saga eftir Victor Wolfson. • Ekki er allt gull sem glóir. — GK. ræðir við íslenzka fjöl- skyldu, sem búsett er í New York, um kaup, vcrðlag og af- komu þar og hér heima. • íþróttir: Fall er fararheill. Grein um brezka hlauparann Chataway, sem nú er orðinn brezkur ráðhcrra og sá yngsti í stjórninni. • Svarta rúðan. — Smásaga eftir Guðlaugu Benediktsdóttur. • Ungt fólk á uppleið: Einkaritarinn, sem liafnaði í Land- brotinu. • Snilligáfa og geðveiki. — Grein eftir dr. Matthías Jónasson. • Verðlaunagetraun Vikunnar. Verðlaun NSU Prinz 4. Það er þriðji hluti. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.