Vikan


Vikan - 27.09.1962, Blaðsíða 13

Vikan - 27.09.1962, Blaðsíða 13
 **/& Það hefði verið gaman að sjá framan í Carlsen, þegar hann horfði á parið klifra yfir girðinguna ... Sumir eru mannvinir aðrir dýravinir, og enn aðrir bara kæruvinir. Já, mennirnir eru misjafnir, — sagði kerlingin, þegar presturinn villtist upp í bólið hjá henni. Annars er ég eiginlega aldrei öruggur á því hvernig maður getur bezt þekkt þessar mis- munandi manngerðir í sundur. Mér finnst t. d. allt kvenfólk í rauninni vera mannvinir ... dýravinir eru ... ja, það er kannski dálítið verra með þá ... ég og þú, við erum bara kæruvinir, en dýravinir ... jú, nú man ég það ... Carl Carlsen. Hann er dýravinur og í rauninni dýraóvinur líka. Það er allt eftir því hvers konar dýr það er. Hann sér sig t. d. aldrei úr færi að drepa fiska, refi eða mink. Þess vegna er hann líka stundum kallaður minkabani, — af því hann er svo drjúgur við að drepa minka. Og til þess nýtur hann aðstoðar sinna beztu vina, hundanna. Hann er vinur margra hunda, reglulegur hundavinur. Hann hefur þá alla heima hjá sér, allt í kring um sig, nótt og dag. Þar eru litlir hundar og stórir hundar, svartir hundar og hvítir hundar, grimmir hundar og gæfir hundar, grænir hundar og rauðir hundar. Alls konar himdar. Venjulega kem ég til Carlsens svona einu sinni á ári í smá-heimsókn. Það er oft ágætt ef maður er í slæmu skapi og óánægður með allt og alla, hundóánægður eins og sagt er. Þá er fyrirtak að renna uppeftir til Carlsens og horfa á hundana hans og sjá hvers konar hundalífi þeir lifa ... HUNDA LÍF Steypibaðið. Ef þú kemur við vírinn, þá færðu allar föturnar yfir þig ... ... og þakkar þínum sæla að það skyldi bara vera vatn í þeim. Og samt eru þeir ánægðir, greyin. Það er líka vegna þess að þeir eiga allir einn sam- eiginlegan og tryggan vin, þar sem Carlsen er. Hann ber hag þeirra fyrir brjósti dag og nótt, aflar þeim fæðu, sér þeim fyrir húsnæði, ver þá fyrir óvinum o. fl. Vel á minnzt, óvinir. Verstu óvinir hundanna hans Carlsens eru raunar þeir, sem vilja vera þeirra beztu vinir, en kunna bara ekki aðferðina við það. Það er ýmislegt fólk, sem kemur þarna upp eftir, sumir að vísu aðeins til að forvitnast, en aðrir til að kynnast hundunum dálítið betur, kannski tala við þá smástund og segja: Hvutti karlinn, hvutti karlinn, ojojojojojojo, hvútti karlinn, — eða eitthvað svoleiðis. En slíkar heimsóknir eru satt að segja ekki vel þegnar þar uppfrá. Það kemst rót á allan „mannskapinn" og allt ætlar í rauninni af göflum að ganga af voffum, urrum, hvæsi og slíku. Þó er það nú sök sér þegar slíkar héimsóknir eru framkvæmdar að degi til. Verra er það þegar gestir koma á næturnar og vekja upp allt heila gillið án þess að biðjast af- sökunar einu sinni. Og sumir .eru jafnvel svo óforskammaðir að þeir klifra yfir girðingar og svoleiðis og eyðileggja og skemma ... Carlsen og hundunum hans er illa við slíkar heimsóknir. Þess vegna hefur hann sett þar upp ýmsar gildrur, sem mig mundi sannarlega ekki langa til að detta í. Það er t. d. steypibaðið. A einum stað, þar sem gangvegur er milli tveggja skúra, er Carlsen er líka með kanínur, en þær notar hann aðallega til að kenna hundunum ýmsar veiðibrellur. Þær ku líka vera lúxusfæða. Þar eru litlir hundar og stórir hundar, grænir hundar og rauðir hundar ... . .. og lika grimmir hundar! / //X komið fyrir nokkrum vatnsfötum og dunk- um á nokkurs konar hillu á öðrum skúr- veggnum. Þegar einhver ókunnugur gengur þar framhjá — án þess að vera aðvaraður — kemst hann varla hjá því að ganga á ör- mjóan þráð, sem er strengdur þvert yfir gangveginn alveg við jörðu. Og á sömu stundu fær hann allar vatnsföturnar yfir sig ... Annars staðar er gryfja mikil en svo grunn að enginn gæti farið sér þar að voða. Gryfjan er full af vatni, og yfir hana byrgt svo að engan grunar gryfju þar. Það hefur komið fyrir oftar en einu sinni, að Carlsen hefur vaknað við skvamp í gryfjunni, og heyrt andköf, blót og formælingar og síðan hratt fótatak hverfa í fjarska ... Eða skothríðin! Á einum stað, rétt fyrir innan girðingu, þar sem flestir klifra yfir, hefur Carlsen komið fyrir nokkrum hvellhettum — sára- meinlausum. Þær eru þannig útbúnar að þær springa hver á eftir annarri, með dálitlu millibili, ef stigið er á vissan stað. Á girð- ingunni sjálfri eru vinsamleg en alvarleg aðvörun um að fara ekki yfir, ... slíkar að- varanir eru raunar víða. Einu sinni var Carlsen við gluggann hjá sér, þegar hann sá ungt par koma að girð- ingunni. Þau stóðu þar dálitla stund, lásu aðvörunina, en fóru síðan að klifra yfir. Herrann var ákaflega hjálpsamur við dömuna og aðstoðaði hana eftir megni að komast yfir, en síðan vatt hann sér léttilega yfir girðinguna — og steig á hvellhettuna. Það kom dálítill hvellur og þau snarstönz- uðu, litu í allar áttir, en ypptu síðan öxlum þegar þau sáu engan og hugðust halda áfram. Þá sprakk önnur og stærri hvellhetta. Afleiðingarnar voru ótrúlegar. Þau kipptust við, gripu hvort í annað og angistin skein úr andlitunum. Skyndilega tók herrann mikinn kipp, hrinti dömunni frá sér og hún datt kylliflöt á jörðina, en hann stakk sér á hvínandi hausinn yfir girð- inguna, reis á fætur eins og kólfi væri skot- Framhald á bls. 42. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.