Vikan


Vikan - 27.09.1962, Blaðsíða 16

Vikan - 27.09.1962, Blaðsíða 16
„Stattu upp", sagCi hún. Brosið dó á vörum hans. Hann hélt enn á flöskunni, og nú skrúfaði hann af henni stúthettuna. Án þess að mæla orð, þreif hún flöskuna af honum með þeirri hend- inni, sem henni var laus, lyfti henni hátt og grýtti siðan á klöppina, svo glerbrotin þeyttust i allar áttir, en bleyturák myndaðist á steininum. „Stattu upp. En ekki styð ég þig á fætur". „Já, Alison", mælti hann auðmjúk- ur og miður sin. „Mér þykir fyrir því, ef....“ En hún var þegar lögð af stað, og hann hélt á eftir henni, reik- andi í spori. Á heimleiðinni hrasaði hann og datt hvað eftir annað. Hann reyndi af öilum mætti að halda í við hana, en hún gekk hratt og leit aldrei um öxi til hans. Það var grýtt meðfram vatninu. hann hljóp við fót og sveifl- aði örmunum ankannalega til að halda .iafnvæginu. datt og hruflaði sig á hnúum, en brölti óðara á fætur aft- ur. Þeear að bálinu kom. biðu þeir þar. Greatorex gamli og Prowse. „Fullur?" spurði Greatorex. ,.Já,“ svaraði Alison og kenndi hvorki afsökunar né samúðar í rödd- inni ..Við skulum láta Surrev segja hon- um fréttirnar", mælti Prowse. „Þá fær hann þó ástæðu til að drekka sig fullan". Og Surrey sagði þeim fréttirnar. Burd hafði notfært sér að bau fóru að leita Dahls, búið sig tU ferðar og lagt af stað fótgangandi austur á bóginn með bakpoka sinn. áttavitann og marghleypuna. ..Mér var ekki nokkuð leið að koma í veg fvrir það". mælti Surrey þung- lega. ,.Hann kvaðst ætla að reyna að komast til Knob-stöðvarinnar og sæk.ia okkur hjálp. Það væri skylda sín.... “ Nú voru fuliar tvær stundir siðan hann laeði af stað og senn orðið mvrkt, af nótt . Ouð mínn góður". saeði Surrev h^iri röddu ne beindi orðum sínum t'l AHson. ..Það eru ekki einu sinni minnstu likur til að hann hafi það af“. ..Þú ert vonandi ánægður. Dahl", m'nlti Prov'se illeirnislega. en skotr- aði augunum til Alison um leið. eins og honum væri mest i mun að sjá h'mða áhrif orð hans hefðu S hana. Og þegar hún tók afst.öðu með Dahl. brá fvrir kaldhæðnislegu sigurglotti ttm varir honum. ■fevaður". mælti hún ákveðinni röddu. ..Fvrst Burd var búinn að taka bessa ákvörðun. mundi hann áreið- anlega hafa séð sér færi á að fram- kvæma hana á næst.unni. bótt þet.ta hefði ekki komið fvrir". Hún rétti út höndina og snart hand- legg Dahls. Þótt Dahl væri brugðið eftir að hafa heyrt þessar uggvæniogu fréttír. kom snerting hennar og málsvörn rót.i á tilfiningar hans. Hann varð bess óbægilega fullviss. að bvermóðskan, sem hún vakti með honnm. var ein- ungis eðlislægt. varnarviðbragð gegn því afli, sem hann gat bó ekki veitt viðnám eða hindrað, frekar en komu næt.urinnar. Áhrif áfengisins voru runnin af honum. Og hann gat ekki va.rizt þeirri sektarmeðvitund, sem illkvittnisorð Prowse höfðu vakið, i sambandi við hið fífldjarfa tiltæki Burds. Þarna, hugsaði hann með sér, sló ógæfan þriðja sinni.... SJÖTTI KAFLI VEIÐIHEPPNI Dahls gerði hann sjálfkjörinn til að afla þeim viður- væris. Og hann, sem alltaf hafði haft mestu andúð á veiðum. En þannig er það; oft virðist auðveldast að ná við- urkenningu á röngum forsendum, og svo virtist einnig ætla að verða i þessu frumstæða og fámenna þjóðfé- lagi, sem þau voru að mynda með sér. Þau áttu einungis um tvennt að velja — líf eða dauða. Að sjálfsögðu var sérhverju Því tekið með fegin- leik, sem styrkti lífsvonina. Það var á fimmta degi eftir brott- för Burds, að sá atburður gerðist, sem batt honum þessa ábyrgðarmiklu kvöð óafturkallanlega, hvort sem hann vildi eða ekki. Þau voru tekin til við byggingu bjálkakofans, og Ali- son stjórnaði öllum framkvæmdum á sinn hlédræga, en ákveðna hátt, enda hafði hún ein nauðsynlega kunnáttu og þekkingu til að bera. Dahl neri saman lófunum til að draga úr eymsl- unum af takinu á axarskaftinu. Nái Burd ekki til Knob, hugsaði hann með sér, verðum við að horfast í augu við miskunnarleysi og hörku vetrarins á þessum slóðum. Það fór hrollur um hann, næðingskaldur norðvestanvind- urinn blés meðfram skógarásnum, og svitinn af erfiðinu varð að kaldri storku á hörundinu, innan undir föt- unum, ef maður var ekki stöðugt á hreyfingu. Og Burd kemst þangað aldrei, hugsaði hann enn. Hann greip aftur báðum höndum um axarskaftiö og hjó setgróp í bjálkann af sliku kappi, til að hafa úr sér hrollinn, að spænirnir flugu i allar áttir. Hann hafði þegar náð þeirri þjálfun, að hann gat séð nokk- urn veginn nákvæmlega mælingar- laust hversu breitt og djúpt grópið þurfti að vera til Þess að bjálkinn, sem lagður var hornrétt í það, fengi þar fast og þétt sæti. En áreynslan var honum enn framandleg; hann hafði fengið sigg í lófana, sáran stirð- leika I úlnliðina og þreytuverki í arma og axlir, en mjóhryggurinn var orðinn dofinn og annarlega tilfinningalaus. En eitt duldist honum ekki ;— hann var ekki einh um það að viðurkenna þegar þá staðreynd með sjálfum sér, að Burd gæti ekki unnið það afrek, sem hann hafði einsett sér, og gera sér Ijósar afleiðingarnar. Það ieyndi sér ekki, aö þannig var með þau öll hin, þótt þau létu það ekki uppskátt, frekar en sjálfur hann. Meira að segja Surrey komst ekki hjá því, hversu feginn sem hann vildi. Og það var einmitt þessi viðurkenning, sem knúði þau til að leggja allt kapp á að koma sér upp viðunandi skýli fyr- ir veturinn, og afla sér matarforða, að þau mættu lífi halda. Og fyrst og fremst urðu þau að leggja áherzlu á að koma upp kofanum, því að frost- ið jókst með hverjum degi og storm- næðingurinn gerðist stöðugt áleitn- ari. Samkvæmt tillögum Alison var kofinn talsvert niðurgrafinn, svo hann yrði skjólbetri og heitari, og þeim greftri var lokið, og þrjú bjálkalög þegar komin í veggina allt i kring. Jafnvel Prowse vann af kappi, og þótt hann sýndist fara stirðbusalega að hverjum hlut og langir, grannir útlimirnir stöðugt flækjast fyrir hon- um, var furða hve undan honum gekk þegar hann vildi það við hafa. Ein- kennilegur náungi, hugsaði Dahl. Yf- irleitt mótast ytri maðurinn eins og hýði utan um hinn innri mann og í samræmi við hann. Þannig var það ekki með Prowse. Það var eins og innri manni hans hefði verið troðið inn í þetta ankannalega hýði, og þótt hann virtist hversdagslega sætta sig við fjötrana, átti hann það til, þegar minnst varði, að finna sér einhverja smugu á hýðinu, sem hann gæti teygt einhvern anga sinn út um, og gert þeim skráveifu, sem betur kunnu við sig í sínu hýði. Það er þetta, sem er hættulegagt við Prowse, hugsaði Dahl. Og það getur átt eftir að valda manni vandræðum. Þau notuðu allt, sem nokkur tök voru á að nota, til húsbyggingarinar. Hurðirnar úr Norseman-flugvélinni áttu að verða í dyrum, og gervigler- rúðurnar úr henni í gluggum. Vatns- þétti segldúkurinn, sem bolur vélar- innar var klæddur að utan, mundi koma í góðar þarflr til að gera bjálka- þakið vatnshelt. Aftur á móti mundu þau ekki þurfa að hafa neinar áhyggj- ur af loftrásinni í kofanum — hún yrði áreiðanlega meiri en nóg. Og þótt öll væru þau slíkri smíði óvön — Ali- son vissi að vísu í stórum dráttum, hvernig henni skyldi hagað •— mátti furðulegt heita, hve þvi miðaði á- fram, enda áttu þau lífsvon sína und- ir því. Surrey hresstist með hverjum degi sem leið, en var þó ekki enn til neinna átaka. Engu að síður lagði hann fram krafta sína sem hann mátti. Greatorex hafði fundið árkvísl þarna skammt frá, þar sem mikið var af silungi, og lagt netið, sem heyrði til neyðarútbúnaði flugvélarinnar, í ár- myrinið. Hann vitjaði um það á hverj- um morgni; kom oft aftur með tíu til tólf urriða, væna og feita, jafn- vel fleiri, en Surrey gerði að veiðinni og hengdi hana síðan yfir bálið til reykingar, og gat þetta orðið þeim góður forði til vetrarins. Þau Dahl og Alison höfðu lagt snörur i kjarrinu, og það kom fyrir að þau fundu í þeim rjúpu eða héra. Surrey hafði tek- ið að sér matreiðslustörfin í bili, svo að þau þyrftu ekki að tefja Alison frá byggingunni. Dahl heyrði Alison vekja athygli Greatorex á einhverju, og sá að Þau störðu bæði upp í loftið. Hann rétti úr sér snöggvast og leit einnig upp .... villigæsir, sem héldu oddaflugi suður á bóginn bar við kaldgráan him- inn Dahl. hlustaði eftir þunglyndis- legu gaggi þeirra, en annað hvort flugu þær þegjandi, eða vindgnýrinn yfirgnæfði það. Dahl tók aftur til við vinnuna. Kynlegt hvernig afstaða manns mótast af aðstæðunum, hugs- aði hann. Ótal sinnum áður hafði hann séð gæsir halda í suður í odda- flugi, en þá hafði sú sjón eingöngu minnt hann á þá tregablöndnu stað- reynd, að sumarið væri á enda og vetur framundan. Nú varð honum fyrst hugsað til þess, að þarna færu matarbirgðir út úr höndunum á þeim, án þess þau fengju nokkuð að gert. Og nú vakti oddaflug gæsanna ekki með honum óljósa tregakennd, held- ur einfaldlega gremju. DAHL BEINDI RIFFILHLAUPINU AÐ BRINGUNNI Á ÖÐRUM HREINTARFINUM ... INNANVERT VIÐ VINSTRI BÓGINN, HUGÐIST HÆFA HANN í HJARTASTAÐ ÞEGAR HANN KÆMI í DAUÐAFÆRI. BÍÐA ... BÍÐA ... 16 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.