Vikan - 27.09.1962, Blaðsíða 4
0*009* í nkstrí
-hreinnr bílrúður-
Windus gluggaþvottalögur er hentugur og
fljótvirkur.
Windus fæst í mjög þægilegum umbúðum, og því
handhægur í hverjum bíl.
Windus þekkja allar húsmæður.
Windus fæst í næstu búð.
Einkaumboð:
H. A. Tulinius
Austurstræti 14 - Sími: 14523.
Hvað er hollt
að láta eftir börnunum ... ?
Kæri Póstur.
Mér datt í hug að skrifa þér nokk-
ur orð, út af bréfi, sem birtist í
Póstinum, þar sem ég veit, að þú
hefur leyst skynsamlega úr vanda
svo margra. Nú langar mig að
spyrja þig álits á nokkru, sem fyr-
ir skömmu ollu leiðindastríði á mínu
— annars — friðsæla heimili.
Við hjónin eigum tvaer dætur,
ellefu og fjórtán ára gamlar. Okk-
ur þykir öllum vænt hverju um
annað og höfum lifað hamingjusömu
heimilislífi, sem kryddað hefur ver-
ið með smáskærum og uppreisnum,
eins og gerist og gengur á hverju
venjulegu heimili.
Við erum svo heppin að búa við
sæmileg efni, þannig að við höfum
getað veitt okkur og dætrum okkar
allt það, sem við höfum talið hollt
og eðlilegt. Gallinn er bara sá, að
telpurnar eru ekki alltaf sammála
okkur um, hvað sjálfsagt sé í þess-
um efnum. Sízt af öllu hefur okkur
hjónunum dottið í hug að spara
fæði og klæði við dætur okkar, en
þó höfum við stöku sinnum fengið
orð í eyra fyrir óþarfa aðhalds-
semi hvað fatakaup snertir.
í þessu sambandi langar mig til
að minnast á ósið, sem mér finnst
vera að færast í aukana nú síðustu
árin, en það er hin sífellda löngun
í að herma eftir hinum, gera sama
og hinir, vera eins til fara og allir
hinir o. s. frv. (eins og þú minntist
lítillega á í téðum Pósti). Mér
finnst þessi ósiður vera farinn að
hrjá yngri dótturina meira en nokk-
urn tíma þá eldri. Ef einhver vin-
konan fær eitthvað nýtt, þurfa allar
hinar að fá það sama og linna ekki
látum, fyrr en nuddið hefur borið
árangur og foreldrarnir hafa látið
undan. Svo er viðkvæðið; „allar
hinar stelpurnar fá þetta, af hverju
á ég ein að vera útundan?“ Og
þetta er ekki tóm vitleysa. Krakk-
arnir virðast hafa furðulega gott
lag á því að fá vilja sinum fram-
gengt, jafnvel þótt um algjöran
óþarfa sé að ræða.
Ég var satt að segja orðin hálf-
þreytt á þessu, þegar síðasta dellan
reið yfir, týrólahattadellan. Allar
stelpur þurftu að eignast týrólahatt.
Sú yngri vildi eignast týrólahatt,
„eins og allar hinar“, en ég sagði
þvert nei. Dóttirin varð auðvitað
sár og reið yfir því, að ég skyldi
vera „verri“ við sig en hinar mömm-
urnar við dætur sínar, „halda ekki
jafnmikið upp á sig“ o. s. frv. Nú
er hins vegar komið í ljós, það sem
ég alltaf var viss um, að hattarnir
eru aðeins stundarfyrirbrigði og eru
nú komnir inn í skápa og upp á
hillur og verða sennilega aldrei not-
aðrir aftur. Svona fór líka fyr-
ir grænu sokkabuxunum, köfl-
óttu skotapilsunum, mokkasíunum,
skinnskónum, flugfélagstöskunum,
o. s. frv., o. s. frv. Nú langar mig
að spyrja þig, Póstur góður, var
þetta rangt hjá mér? Átti ég að
láta undan, „eins og allar hinar
mömmurnar"? Hvað á að ganga
langt í því að láta undan svona
tízkukenjum hjá litlu stúlkunum?
Að lokum vil ég taka það fram,
að ég hef alltaf kappkostað að hafa
dætur mínar snyrtilega og smekk-
lega klæddar og ég held, að okkur
mæðgunum hafi í sameiningu tek-
izt það vel.
Vonast ég svo eftir áliti þínu við
fyrsta tækifæri.
Reykvísk móðir.
-------Ég er anzi hræddur um,
að erfitt sé að setja nokkrar regl-
ur fyrir því, hvað á að láta eftir
börnum sínum — það fer auð-
vitað eftir efnum og ástæðum
— og ef bömin eru sæmilega
skynsöm, ættu þau að skilja sín
takmörk. Það er alls engin for-
senda fyrir því, að litlu dæturn-
ar verði að fá þetta og hitt, bara
vegna þess að einhver önnur fær
það. Hvað mynduð þið gera, ef
litla dóttirin í næsta húsi fengi
gíraffa? Ég held þið getið verið
sæl, meðan dellurnar krefjast
ekki stærri og dýrari hluta en
týrólahatta. Eins og ég sagði í
téðum Pósti, ættuð þið að reyna
að brýna fyrir dóttur ykkar, að
það er allt annað en meðmæli
með henni, að hún þurfi að apa
allt eftir hinum. Það er einmitt
aðdáunarvert að sjá unga stúlku,
sem fer sínar eigin leiðir og á sér
einhvern einstaklingssmekk en
lætur ekki stjórnast af múg-
smekk. Reynið umfram allt að
sýna þeirri stuttu fram á þetta.
Erlent bíófyrírkomulag...
Kæra Vika.
Geturðu sagt mér, hvers vegna
kvikmyndahúsin héma taka ekki
upp erlenda fyrirkomulagið, þannig
að maður geti komið inn í kvik-
myndahúsið og setið eins lengi og
maður vill og þurfi ekki að vera að
binda sig við að koma á einhverjum
vissum tíma? Þetta tíðkast alls stað-
ar erlendis. Hvers vegna þurfa ís-
lendingar alltaf að vera á eftir er-
lendum þjóðum í öllu? Viltu gjöra
svo vel að koma þessu á framfæri
fyrir mig. Jói.
— — — Það er mesti mis-
skilningur — þetta tíðkast engan
veginn alls staðar erlendis, nema
síður sé. Og ég er orðinn dauð-
þreyttur á að heyra þennan
gamla barlóm um okkur íslend-
inga, að við séum gamaldags og
á eftir nágrannaþjóðunum, ein-
ungis vegna þess að við hermum
ekki allt eftir þeim. Nágranna-
þjóðirnar eiga sér líka marga ó-
siði, sem við (guði sé lof) erum
ekki cnn farnir að temja okkur.
Auk þess er það mikið álitamál,
hvort koma eigi á þessu fyrir-
komulagi hjá kvikmyndahúsun-
um. Mín skoðun er sú, að íslenzka
fyrirkomulagið sé mun æskilegra.
Það er heldur hvimleitt að ramba
inn í kvikmyndahús og sjá endinn
á einhverri spennandi kvikmynd
og þurfa svo að horfa á uppliaf-
ið (sem er þá heldur lítið spenn-
andi, eftir að búið er að sýna,
hvemig myndin endar). Ég held
4 VIKAN