Vikan - 27.09.1962, Blaðsíða 14
ISABEL MEREDITH braut saman bréfið frá Angelu, stakk
því í umslagið og rétti manni sínum það. — Mér finnst það
ákaflega leiðinlegt, Richard, sagði hún með fallegu, mjúku
röddinni sinni, en það er ekki vegna þess að ég vilji vera
ógreiðvikin, að ég get ekki tekið á móti Angelu. Hvemig
sem á þetta er litið, er það hneyksli, og þar að auki verður
það mjög óþægilegt fyrir okkur. Hvernig eigum við að kynna
hana fyrir vinum okkar? Þú hlýtur að sjá það sjálfur. „Þetta
er Angela Meredith, systir mannsins míns.“ Síðan munu allir
láta eins og þeir taki ekki eftir því, að hún á von á barni. Það kemur
alls ekki til greina.
Richard Meredith stóð upp og fór að ganga um gólf í stórri og glæsi-
legri stofunni.
— En Angela er aðeins átján ára — hún er varla meira en bam.
Ég veit að það var ekki rétt af henni að flækja sér inn í þetta ásta-
samband við kvæntan mann, en hún á engan að nema okkur.
— Hún var nógu gömul til þess að vita hvað hún gerði, svaraði
hún. Sjálf var hún þrjátíu og þriggja ára og gat horft aftur til sinna
æskuára án sjálfsásakana, því að hún hafði ávallt beitt sjálfa sig aga
og haft ábyrgðartilfinningu.
— Þú hefur ekki mikinn skilning á freistingum annarra. Rödd Ric-
hards varð hörkuleg. Það eru til stúlkur, sem missa taumhald á sér,
þegar þær elska. Það er kannski erfitt fyrir þig að skilja það, en það
eru mörg dæmi þess. Geturðu ekki sýnt svolítið umburðarlyndi?
— Það er ekki það, sem um er að ræða, svaraði hún dálítið ergileg.
Reyndar erum við ekki þau einu, sem hún getur leitað aðstoðar hjá.
Þú veizt vel að þjóðfélagið hjálpar stúlkum, sem hafa lent í slíku. Ef
hana vantar peninga, þá er ég ekki síður fús að hjálpa henni en þú.
Isabel hafði vel borgaða atvinnu hjá útgerðarfélagi, og brátt átti
hún von á því að fá betri stöðu hjá fyrirtækinu. Hún hafði efni á
því að vera gjafmild.
Frú Fletcher kom inn með kaffibakkann. — Ég bakaði nokkrar
möndlukökur, sagði hún. Ég hélt að þær væru góðar með kaffinu.
— Isabel leit fast á mann sinn, og hann skildi hvað hún átti við.
„Hvað heldurðu að frú Fletcher mundi segja? Hún mundi áreiðan-
lega segja upp, og það er ekki auðvelt að fá góða hjálparstúlku.
Hann tók bakkann og setti hann varlega á borðið.
— Takk, frú Fletcher, sagði hann. Þær eru mjög freistandi.
Þau töluðu ekki meira um Angelu, en þótt Richard orðaði það ekki
aftur, var eins og nafn hennar lægi í loftinu. Spurningin í augum
hans var þar líka enn: Hefurðu ekki skipt um skoðun? Ætlarðu að
skrifa henni og bjóða henni að koma?
Tveim dögum síðar fékk Isabel tilkynninguna um, að hún hefði
fengið stöðuna, sem hún hafði sótt um. Hún átti að flytja yfir í aðal-
bygginguna, þar sem hún var orðin deildarstjóri. Þau áttu að vera
tvö í skrifstofuherbergi saman, hún og annar deildarstjóri.
Ég ætla að skrifa ávísun fyrir hárri upphæð, sem Richard getur svo
sent Angelu, hugsaði hún meðan hún tæmdi gamla skrifborðið sitt.
En það var ekki mikið verk, því að þar ríkti röð og regla, eins og alls
staðar í kringum hana.
Hugsunin um Angelu olli henni svolitlum óróa. Þetta var það eina,
sem varpaði skugga á tilveru hennar, þar sem hún hafði komið öllu
X4 VIKAN
öðru svo vel fyrir. Hvernig gat Angela verið svo vitlaus að fara að
vera með kvæntum manni? Það var heimskulegt að beygja sig ekki
fyrir viðurkenndum samfélagssiðum. Sjálfsagi og ábyrgðartilfinning
voru ekki gamlir hleypidómar, heldur mjög mikilvægir eiginleikar.
Sá, sem ekki vildi viðurkenna það, varð að læra af biturri reynslu.
Það varð auðvitað að gefa barnið. Allt annað var algjörlega óhugs-
andi. Litla systir varð að læra að verða fullorðin. Hún gat ferðazt
til útlanda og gleymt þessu frumhlaupi.
Ávísunin varð að vera há, það var eina ráðið. Þar að auki létti það
á samvizku hennar sjálfrar.
Aðalbyggingin var stórt og íburðarmikið hús, og Isabel var stolt og
glöð, þegar hún gekk upp breiðar marmaratröppumar. Hún var stolt
af hæfileikum sínum og glöð yfir, að hún var falleg og glæsileg. Hún
fann að margir horfðu á hana, þegar hún gekk í átt að nýju skrifstof-
unni sinni. Hún þekkti aðaldeildarstjórann vel. Tom Cruikshank hafði
verið í þessari stöðu í mörg ár og virtist ekki sækjast eftir meiru.
En hún hafði aðeins einu sinni áður hitt Davíð Hamilton, sem nú
átti að verða samstarfsmaður hennar. Það hafði verið fyrir löngu og
þau höfðu ekki talazt við. Hún mundi óljóst eftir, hvernig hann leit
út, en ekki öðru.