Vikan


Vikan - 27.09.1962, Blaðsíða 17

Vikan - 27.09.1962, Blaðsíða 17
Hann hamaðist við að höggva, þótt hann sárverkjaði í allan skrokkinn, hamaðist af ótta við að hann mundi gefast upp, ef hann léti undan við sjálfan sig og hægði á sér. Hann hlaut að venjast erfiðinu smám sam- an, og það mundi ekki líða á löngu, áður en það hefði brennt síðustu á- hrif margra ára áfengisnautnar úr blóði hans. Þótt Það væru í rauninni ekki nema fáeinir dagar síðan hann hafði leitað á náðir ölvímunnar, þótti honum sem það skipti vikum, og ekki hafði hann Þorað að inna Alison eft- ir því, hvað orðið hefði af flöskunum tveim, sem hann átti að eiga eftir í. flakinu, en voru nú horfnar þaðanr — hvort hún hefði brotið þær líka. Án þess að hann rétti sig upp eða hætti að höggva, renndi hann augun- um öðru hverju út yfir vatnið — Það var eins og það drægi athyglina sem snöggvast frá þreytunni og erfiðinu. Og allt I einu kipptist hann við; það var eitthvað á hreyfingu úti á vatn- inu. Hann hélt Þó áfram að höggva, og næst Þegar hann renndi augunum út yfir vatnið, sá hann ekki neitt. Það hlaut að hafa verið einhver mis- sýn, hugsaði hann, og hamaðist enn. Nokkrum andartökum siðar gat hann þó ekki stillt sig um að renna aug- unum þangað enn. Að þessu sinni rétti hann skyndilega út sér og varp- aði öxinni frá sér. ,,Hvað er að, Lincoln?" spurði Ali- son. Hann heyrði spurningu hennar, en gaf sér ekki tíma til að svara henni. I einu hendingskasti var hann kominn þangað, sem fjölskotariffillinn lá. hafði þrifið hann upp, gætt að því að skothylkjahólfið væri fullhlaðið og stungið á sig nokkrum skotum ti) vonar og vara. Þegar hann var að taka á rás niður að vatninu, sá hann, að Prowse benti Þeim Alison og Grea- torex út yfir vatnið, Þangað sem greinamikil horn tveggja hreindýrs- tarfa á sundi upp að ströndinni, har yfir flöt þess. „Þeir eru tveir.... Hamingjan góða....“ heyrði hann Prowse hrópa. Og Prowse hafði varla sleppt orðinu, þegar Dahl stóð við hlið honum með riffilinn undir annarri hendinni, en greip hinni snöggt og fast um arm honum, um ieið og hann hvæsti lágt og reiðilega milli samanbitinna tann- anna; „Steinþegiðu ... ef þú verður til að fæla þá frá, skaltu að mér heil- um og lifandi hitta sjálfan þig fyr- ir....“ , Prowse leit á hann hatursaugum. Beit á vörina og hrifsaði sig úr tak- inu. en svaraði honum engu. „Leggizt niður!" sagði Dahl lágt og skipandi við hau hin um leið og hann tók á rás, eins boginn og hann mátt.i: gætti Þess vandlega að stíga hvergi á lausan stein og láta kjarrið skýla sér. Andartaki síðar var hann kominn niður að vatninu, þar sem tarfarnir virtust ætla að taka land. og lagztur þar flatur í mosann bak við lágar viðarhríslur. Enn voru tarfarnir fimmtiu til sex- tiu metra undan iandi, en nálguðust ströndina jafnt og þétt. Þeir voru mjög grunnsyndir, svámu hlið við hlið, teygðu upp hausinn við og við eins og þeir væru að svipast um, hnusuðu. Til allrar hamingju stóð vindurinn á land, svo þeir gátu ekki fengið neinn þef af Dahl, þar sem hann lá í leyni. Dahl hafði lyft rifflinum í mið, hafði ekki augun af hreindýrunum og endurtók í sífellu í huga sér, að hann mætti ekki fyrir nokkurn mun verða of veiðibráður. Hann þrýsti skeftinu fast að öxl sér og vanga og hendur hans voru stöðugar, þótt hann fyndi hverja taug í sér titra eins og þan- inn streng, og hann gerði sér það einu sinni ljóst, að honum var ger- samlega horfin öll þreyta, og ekki fann hann heldur til kulda þótt hann lægi í frosnum mosanum, og svalur stormurinn utan af vatninu næddi um hann. Bíða, biða, biða, endurtók hann í sifellu í huga sér, með fingurinn krepptan að gikknum og augun fest á hina tvo hornprúðu tarfa, sem svámu að landi. Þeir stefndu beint á hann. Nú voru Sflþeir komnir svo nálægt, að þeir kenndu grunns, slöngruðu dálítið til um leið og þeir leituðu stórum klauf- unum festu á stórgrýttum botninum. Nú ösluðu Þeir upp að ströndinni, reistu hálsinn, og eftir nokkur skref tók vatnið þeim ekki í síður. Dahl beindi riffilhlaupinu að bringunni á öðrum þeirra, rétt innan við vinstri bóginn, hugðist hæfa hann í hjarta- stað um leið og hann væri kominn í dauðafæri. Biða, bíða.... Allt í einu heyrði hann kallað spöl- korn fyrir aftan sig.. . .Prowse gat ekki lengur haft hemil á sér.... Tarfarnir snarstönzuðu og annar þeirra reyndi að snúa við en hálfhnaut á grjótinu á botninum. Nú synda þeir til baka, hugsaði Dahl og hleypti af skotinu, og um leið og tarfurinn, sem hann hafði miðað á, hneig niður á hnén, miðaði Dahl rifflinum á hinn, sem snúið hafði við til hálfs; miðaði á síðuna aftanvert við bóginn og skaut. Um leið spratt hann á fætur, tók undir sig stökk niður að vatninu og miðaði rifflinum á haus tarfsins, neðanvert við rót eyrans, skaut enn og að þessu sinni á aðeins tuttugu feta færi. Nú lágu báðir tarfarnir i vatninu, hreyfingarlausir. Hvernig má það vera? hugsaði Dahl um leið og hann gekk örugglega frá rifflinum upp við stein og óð út í vatnið, að ég skuli ekki hafa heyrt skothvellina? Isskænið við ströndina ruddist frá fótum hans; vitanlega var vatnið sárkalt, en hann fann það ekki, varð þess ekki einu hornum hans og reyndi að snúa skrokknum svo hausinn vissi að landi, tók vatnið honum í mjaðmir. Vél- rænt og án þess að gera sér grein fyrir þvl, sparn hann dofnum og til- finningalausum fótunum við grjótið í botninum, tók á án þess að verða átaksins var, og innan skamms hafði hann líka dregið þann tarfinn á grunn. Um leið var eins og hann ætti sér ekki neinn tilgang lengur, vissi hvorki í þennan. heim né annan, vissi ekki einu sinni af sjálfum sér, þegar hann óð í land eins og svefngengill, og án þess að gera sér grein fyrir þvi. Hann hornprúðir, lágu á grynningunum.... Hann heyrði kallað á sig með nafni einhvers staðar órafjarri, fann að tek- ið var undir hendur sér, og jafnvel snertingin var honum fjarlæg. Hann fann sig lyftast upp ú vatninu, það var eins og myndin af hreintörfunum á grynningunum dofnaði smám sam- an fyrir annarri mynd, andliti Ali- son.... eins og einbeitt augnaráð hennar hrekti hina myndina á brott og hann fengi aftur vitund sína. „Hlauptu!" mælti hún skipandi röddu, um leið og hún tók undir arm honum og dró hann með sér „Hlauptu .... hlauptu.... “ sinni var, þegar hann rann til á steini á botninum og skall kylliflatur í kaf, brölti á fætur aftur og öslaði í gegn- um Isskænið unz hann náði taki á hinum miklu hornum tarfsins, sem hann hafði fellt I fyrsta skoti, og tók að draga hann upp á grunnið. Vatnið tók Dahl í mitt læri, og á meðan skrokkurinn hálfflaut, þurfti ekki mikið átak til að draga hann, en bot'ninn var stórgrýttur, Dahl óð mik- ið til aftur á bak og tvívegis var það einungis takið á hornum tarfsins, sem bjargaði honum frá að skella aftur yfir sig i vatnið. Um leið og skrokkur- inn tók niðri, þyngdist drátturinn, en Dahl sparn fótum við botnsteinana og hætti ekki fyrr en hann þóttist Þess fullviss, að skrokkinn gæti ekki rekið út aftur. Það var fyrst þegar hann öslaði enn af stað eftir hinum tarfinum, að hann tók eftir því, að hann fann ekki lengur til fóta sinna; Þeir voru orðnir svo dofnir af kulda, að hann gat ekki með neinu móti vitað hvar hann steig og skall tví- vegis í kaf og nú hafði veiðiæðið runn- ið það af honum, að kuldinn sagði til sín, og það svo um munaði. Tennurn- ar glömruðu í munni hans og likami hans nötraði og skalf eins og í krampaflogi, en engu að siður ösl- aði hann og brölti eins og ósjálfrátt út að tarfinum, sem síðar féll og lá utar, og Þegar hann loks náði taki á FRAMHALDSSAGAN 6. HLUTI EFTIR LAWRENCE EARL skalf og nötraði frá hvirfli til ilja, tennurnar skullu saman í munni hans, en hann fann það hvorki né vissi. Tveir hornprúðir og feitir hreintarfar lágu hreyfingarlausir á grynningun- um, þar sá hann Þá, eins eftir að hann hafði snúið við þeim baki, það var eins og öll vitund hans hefði rýmt fyrir þessari mynd, eins og hann hefði sjálfur þokað úr tilverunni fyrir henni. Þar sá hann þá enn, þegar hann féll flatur um stein. Vatnið var ekki dýpra en svo, að herðar hans stóðu upp úr, en hann reyndi samt ekki að brölta á fætur eða skríða síðasta spöl- inn, því að hann vissi ekki að hann lá í vatninu, varð þess ekki einu sinni var, þegar það leitaði í vit hans, níst- andi kalt. Tveir hreintarfar, feitir og Hann hlýddi skipun hennar, án þess að gera sér grein fyrir því, hreyfði fæturna eins og svefngengill, án þess að finna til þeirra. „Hraðara....“ skipaði hún og dró hann með sér. „Hraðara, Lincoln, hraðara....“ Eins og í draumi fann hann það, án þess að hann sæi það eða heyrði, að hann var allt í einu kominn inn í nælontjaldið; fann að Ailson færði hann, skjótum og öruggum handtök- um, úr úlpunni, utanyfirbuxunum og skyrtunni. „Færðu hann úr nærbrókunum", sagði hún við Greatorex og hvarf út úr tjaldinu. Greatorex lauk við að afklæða hann, tók handklæði og þurrkaði og neri Framhald á bls. 42. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.