Vikan


Vikan - 27.09.1962, Blaðsíða 30

Vikan - 27.09.1962, Blaðsíða 30
r n TBMttlM ' HYHD VIKUNNAR Innrömmunarverkstæði, málverk, tveir menn að tala saman í mesta grandaleysi. Þá vildi svo til, að ljósmyndari nokkur, sem Við því mið- ur getum ekki upplýst hvað heitir, gekk þar inn og mætti þessari furðulegu sýn. Eða var það kannski einungis vegna þess að ljósmynd- arinn hefur verið húmoristi í bezta lagi, að hann kom auga á mótívið. Húmoristinn sér broslega hluti livar sem vera skal, þar sem sá alvöru- gefni og húmorsnauði sér ekki neitt utan hversdagsleikann. Og sann- leikurinn er sá, að það skiptir minnstu máli, hvað menn hafa i hönd- unum, ef svo mætti segja, ef þeir á annað borð hafa auga fyrir því broslega. Þið sjáið það bara hér: Ljósmyndarinn hafði að sjálfsögðu myndavélina og festi það á filmunni, sem hann vildi sagt hafa. Árni heitinn Pálsson hefði sjálfsagt getað komið saman meinlegri skrýtlu um þessa sýn og Egill Jónasson, Þura í Garði eða ILN hefðu látið ferskeytlur fjúka. 30 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.