Vikan - 27.09.1962, Blaðsíða 7
Algeng sjón um helgar á Þingvöllum: Bílalestirnar fikrast áfram á alltof mjóum vegi. Þegar þessi mynd var tekin var allt í vilpu,
en þegar þornar til, leggur rykmökkinn hátt til lofts.
NEGRAKONGASAGA
FRÁISLANDI
Við íslendingar búum í landi fremur óblíðr-
ar náttúru og þess vegna er okkur gjarnt á að
reyna að bæta það upp á einhvern hátt. Að
okkar eigin áliti stöndum við mjög framarlega
á flestum sviðum og í fremstu röð á mörgum.
Því miðum við venjulega við mannfjölda, þeg-
ar við höfum orð á ágæti okkar. Á íslandi er
hreint ævintýralegur grúi of þvottavélum, ís-
skápum og símum, —■ miðað við mannfjölda.
Miðað við mannfjölda eigum við slíkan sæg af
bílum, að þjóðin hlýtur að vera elskuð og dáð
af bílaframleiðendum.
YEGAMÁL ER SÁ ÞÁTTUR MENNINGARINNAR, SEM ÍS-
LENDINGAR STANDA LENGST AÐ BAKI ÖÐRUM ÞJÓÐ-
UM í. NÚ HAFA Á ÞRIÐJA ÞÚSUND NÝIR BÍLAR KOMIÐ
TIL LANDSINS Á ÁRINU, EN EKKERT BÓLAR Á MERK-
UM AÐGERÐUM í VEGAMÁLUNUM.
— Já, vel á minnzt, bílar. Við skulum ekki
gleyma því, að trúlega eigum við þá langverstu
vegi, sem um getur í heiminum og boðlegir
þykja góðum bílum. Á því sviði þarf ekki að
miða við mannfjölda. Hundruðum og þúsund-
um saman er fallegum bílum hrúgað inn í land-
ið án þess að vegir séu bættir. Þessi fögru farar-
tæki verða á skömmum tíma að skröltandi járna-
rusli, ef þeim er að ráði ekið um íslenzka þjóð-
Skipin koma fullhlaðin nýjum og fallegum bílum, enda eðlilegur hlutur að menn vilji eiga bíla. En landsfeðurnir standa ekki í stöðu
sinni í vegamálunum og nýju bílarnir verða ónýtir löngu fyrir tímann á ófærum þjóðvegum.
VIKAN 7