Vikan


Vikan - 27.09.1962, Blaðsíða 40

Vikan - 27.09.1962, Blaðsíða 40
ur því hann er laglegt mannsefni.“ Nokkru síðar kom hann og til prests. Sýndi hann honum þá bót- ina og spurði hvort hann þekkti hana. Pilturinn lét sér ekki bilt við verða og sagði presti eins og farið hafði. Prestur brosti og bauð honum til sín. Það þá hinn með þökkum. Var hann lengi hjá presti síðan og honum mjög fylgisamur enda er sagt að prestur hafi kennt honum margt í fornum fræðum. í frásögn séra Magnúsar Gríms- sonar sál. er þess getið að dreng- urinn sem losaði sig hafi ekki vilj- að yfirgefa lagsmann sinn og teymt hestinn með bótina á bakinu heim á hlaðið. Eiríkur hafi þá ávarpað þá og sagt: „Hvernig þykir ykkur að ríða Vogsósaklárunum piltar?“ „Dágott,“ segir sá sem laus var, en hinn bar sig illa og bað prest að losa sig og gjörði prestur það. Hann tók og drenginn úrræðagóða og kenndi honum. Þær sagnir eru og sem segja að drengurinn hafi ekki verið nema einn, er stal hestinum frá Eiríki presti og losaði sig af honum eins og fyrr er sagt. En séra Sveinbjörn Guðmundsson í Móum hefur sagt að drengirnir hafi verið þrír og allir stolið hestum Eiríks. Um tvo þeirra fór sem fyrr er getið, en hinn þriðji reið þar sem klettar skúttu fram yfir veginn; hann tók því það ráð er hann gat ekki fleygt sér af baki að hann grípur í klett- inn, lyftir sér upp af hestinum til að frelsa sig og lætur hestinn fara leið sína. Þegar Eiríkur prestur komst að þessu bragði sagði hann að hægt mundi að kenna þessum pilti því hann kvaðst hafa búið svo um að hann gæti ekki komizt ofan af hest- inum, en ekki hefði sér hugsazt að hamla því að hann skyldi ekki heldur komast upp af honum. SNJÓBRÚIN. Einu sinni komu lestarmenn að Vogsósum. Þeir komu úr kaupstað, en gátu ei komizt áfram því ósinn var ófær svo þeir urðu að taka af um miðjan dag. Eiríki þótti góður sopinn. Hann kemur til ferðamann- anna og spyr hvort þeir geti ekki gefið sér hressingu. Þeir segja allir nei nema einn; hann tekur upp hjá sér flösku og gefur presti að súpa á. Þá segir Eiríkur við hann: „Þú skalt taka af rétt við ósinn, fara þér seint og spretta ekki af. En þegar hinir eru búnir að spretta af og hefta hestana þá skaltu láta upp í snatri og skal ég þá reyna að koma þér yfir um.“ Maðurinn gjörir þetta. Og þegar hann er að enda við að láta upp kemur Eiríkur, því hann hafði farið heim á milli. Fer hann þá undan manninum og segir að hann skuli koma á eftir sér. Þeir koma þá að ósnum þar sem snjóbrú er á hon- um. Eiríkur segir að óhætt muni að fara á snjóbrúna þó hún sé ekki þykk. Fer hann á undan, en mað- urinn á eftir, og gekk þeim vel yfir. Snýr þá Eiríkur aftur. Þegar hinir ferðamennirnir sáu þetta taka þeir hestana, leggja á og láta upp og ætla að nota snjóbrúna. En þegar þeir koma að ósnum er þar engin snjóbrú og ósinn bráðófær eins og áður svo þeir máttu snúa við aftur, taka ofan, spretta af, flytja hest- ana og hefta, reisa tjald og liggja kyrrir. En fyrir þá sök gjörði Eiríkur þeim þenna grikk að hann vissi að þeir neituðu sér um brennivín af nízku, en ekki af getuleysi. BRENNIVÍNSKÚXURINN. Einu sinni komu vermenn til Eiriks. Þá var kalt veður og frost mikið. Þeir báðu prest að gefa sér í staupinu, en hann sagðist ekkert vin eiga. Þeir báðu hann því ákafar og sögðu að ekki mundi vínlaust í Vogsósum ef vel væri leitað. Eiriki leiddist nauðið í þeim og sagðist ekki muna hvort hann ætti svolít- inn laggadreitil í kútnum sem hann hefði fengið inn daginn. Fór hann þá og sótti kútinn og fékk þeim. Hann bað þá vita hvort nokkuð væri í kútholunni og kúga hana. Þeir tóku við og heyrðu að dálítið gutlaði á kútnum. Glöddust þeir við og supu á allir, en einatt gutlaði viðlíka mikið í kútnum og það eftir aö allir höfðu þó sopið á honum eitir vild sinni. Eiríkur spurði hvort þeir vildu ekki ljúka þessum seytli, en þeir sögðust ekki geta það svona allt í einu. Hann spurði þá hvort þeir vildu ekki hafa kútinn með sér. Það þágu þeir og þökkuðu presti mikillega fyrir. Þar næst héldu þeir af stað. Drukku þeir úr kútnum þegar þá lysti og þó var ekki að heyra að neitt minnkaði á honum. Þegar þetta hafði lengi gengið segir einn þeirra að þetta sé ekki einleikið og muni Eiríkur nú hafa haft brögð í tafli við þá. Hann þrífur þá kútinn og kastar honum niður á stein. Brotn- aði þá kúturinn sundur og var hvít- ur innan af myglu. Var ekki að sjá að neinn deigur dropi hefði í hann komið langalengi. S ALTK J ÖTSKIRN AN. Einu sinni sem oftar komu ver- menn að Vogsósum til Eiríks prests eftir að vinnumenn hans voru farnir til sjóar. Saltkjötskirna hafði gleymzt eftir í Vogsósum sem einn af vinnumönnum prests hafði átt að hafa með sér. Eiríkur biður nú einn af ferðamönnunum að reiða fyrir sig kirnuna. Hann gjörir það, tekur kirnuna, bindur hana ofan á milli á hestinn sinn og fer á stað með lagsmönnum sínum. Hann var aftastur í lestinni og hugsar með sér að það sé jafngott þó hann skoði í kirnuna. Tekur hann þá af henni lokið, nær upp hníf úr vasa sínum og sker sér bita, en kemur honum ekki upp í sig; því stundum varð hnífurinn fastur við kirnuna, stund- um höndin við hnífinn. Rekur hann svo hestinn og gengur sjálfur með honum og er alltaf að reyna að losa sig þangað til hann er kominn aft- ur á hlaðið á Vogsósum óafvitandi. Stóð þá prestur úti og sagði: „Þú ert þá svona gjörður heillin. Gjörðu þetta aldrei framar heillin. Vittu að það er frá honum Eiríki gamla og far þú nú leiðar þinnar.“ EIRÍKUR BORGAR HESTLÁN. Annað sinn gistu vermenn á Vogsósum og komu þar á laugar- dagskvöldi. Á sunnudagsmorguninn mælti Eiríkur prestur til þeirra: „Piltar mínir, vill nú enginn ykkar gjöra svo vel og ljá mér hest til að ríða út að Krýsuvík í dag og bíða á meðan?“ Þeim þótti það mik- il töf og neita allir nema einn. Það var ungur maður. Þeir hlógu að honum og fóru burt að morgni og út að Krýsuvík. Prestur reið á und- 40 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.