Vikan - 27.09.1962, Blaðsíða 15
HÚN HAFÐI ALLTAF YERIÐ SANNFÆRÐ UM, AÐ AUÐVELT VÆRI
AÐ RÁÐA VIÐ TILFINNINGAR. ÞESS VEGNA KENNDI
HÚN EKKI í BRJÓSTI UM MÁGKONU SÍNA.
ÞEIR, SEM HÖGUÐU SÉR EINS OG HÚN, URÐU SJÁLFIR AÐ TAKA
AFLEIÐINGUM GERÐA SINNA. — SMÁSAGA: HONORIA TIRBUTT.
Hann hafði grannt, viðkvæmt andlit og var hár og dökkur, og hana
minnti að hann hefði verið frekar kuldalegur, þessa stuttu stund, sem
hún hafði séð hann.
Hann reis á fætur, begar hún kom inn í skrifstofuna og heilsaði
henni kurteislega með handabandi.
En þegar hendur þeirra mættust varð hún vör við einhverja undar-
lega öryggisleysistilfinningu. Tilfinningu, sem hún hafði aldrei kynnzt
áður. Það var einhver æsingur og óstyrkur, sem truflaði hina venju-
legu sálarró hennar.
Svolitla stund var eins og hún ætti erfitt með að ná andanum. Hávað-
inn frá umferðinni fyrir utan hljóðnaði, eins og hún hefði skyndilega
misst heyrnina. Svo byrjaði allt á nýjan leik — allt varð aftur á hreyf-
ineu í kringum hana og öll hin velþekktu hljóð skrifstofunnar hljóm-
uðu aftur í 'eyrum hennar.
En þessi einkennilega tilfinning hvarf ekki. Hún reyndi að kæfa
hana, en hún lifnaði alltaf aftur, sterkari og áleitnari.
Þetta er einkennilegt, hugsaði hún meðan hún gekk heim, í gegnum
skemmtigarðinn í mjúku, bláu kvöldhúminu. Hann er mér einskis
virði. Ég ætla ekki að láta hann trufla hugarró mína.
En Davíð Hamilton sagði eða gerði aldrei neitt, sem gaf til kynna
neinn áhuga á henni. Hann borðaði hádegisverð aleinn og talaði aldrei
um einkamál sín. Hann var kurteis og vingjarnlegur í samstarfinu, en
það var allt og sumt.
EFTIR VIKTJ hafði hún náð fullu valdi á vinnunni, og
dagarnir liðu jafn árekstralaust og í gömlu skrifstof-
unni. Öðru hverju hafði hún tíma til að horfa í kring-
um sig — á blómin á gljáfægðu skrifborðinu og til að
finna ilminn af vorinu inn um gluggann. — Hún keypti
sér nýia dragt og vorhatt, ekki látlausan eins og venju-
lega, heldur íburðarmikinn og léttúðugan hatt, gerðan
fyrir unga konu.
—• Liturinn fer þér vel, sagði Richard, þegar hann
sá hana setia hann á sig frammi fyrir speglinum. — Þú ættir að nota
meira af sterkum og glaðlegum litum. Mér finnst að þú gangir of langt
í að klæða þig látlaust.
Hún fór í hanzkana — dýra, mjúka hanzka — og leit á Richard.
Ást og vinátta skein úr svip hennar. Hún hafði þekkt Richard frá
því að þau voru bæði börn. Kæri tryggi og staðfasti Richard, sem
var eins og hluti af sjálfri henni, sá eini, sem hún hafði nokkru sinni
elskað.
Frú Fletcher kom fram í ganginn, til þess að fylgja þeim til dyra,
eins og hún gerði á hverjum morgni. — Þetta er fallegur hattur! sagði
hún. Isabel sá, að hún var undrandi á svipinn, undrandi og hugsandi.
Eins og hún hefði uppgötvað eitthvað nýtt, sem aldrei hefði verið
þarna áður.
Þegar hún tók ofan hattinn í fatageymslunni, varð hún sér þess
meðvitandi, hve óviðeigandi hann var hér á skrifstofunni. Ég skil
hann eftir heima á morgun, hugsaði hún. Ég verð að fá mér annan
minna áberandi.
Klukkan ellefu voru skjölin tilbúin, sem að þau þurftu að fara
sameiginlega yfir, hún og Davíð Hamilton. Einu sinni í viku þurftu
þau að vinna saman að skýrslugerð.
»
JARTA hennar hagaði sér undarlega þegar hún gekk
með skjölin yfir að borði hans. Síðan sat hún við
hlið hans í klukkutíma — svo nærri honum, að varir
hennar hefðu getað snert kinn hans. Þessi hugsun
hneykslaði hana og hræddi. Hvernig getur mér dottið
slíkt í hug? hugsaði hún. Ég haga mér eins og
skólastelpa.
Hendur hennar titruðu, þegar hún stóð upp. Hún
fann að hann horfði á hana og þorði ekki að mæta
augum hans. Ef ég lít á hann, roðna ég, hugsaði hún.
Hún lagði skjölin á skrifborðið og fór svo fram í veitingasöluna að
drekka kaffi. Hún settist í hom, þar sem engin hætta var á að neinn
truflaði hana og horfði út um gluggann.
Ég vil ekki verða ástfangin af honum, hugsaði hún. Það má ekki
koma fyrir. Richard er sá eini, sem ég hef nokkru sinni elskað og
mun alltaf elska. Það er ekki til ósjálfráð ást.
Þú hefur rangt fyrir þér, sagði innri rödd hennar, þú hefur algjör-
lef»a rangt fyrir þér.
Þegar hún gekk inn aftur og opnaði dyrnar, rakst hún næstum á
Davíð Hamilton, sem var á leið út. Hann brosti til hennar og baðst
afsökunar — og var horfinn.
Hún féll í stól við skrifborðið, titrandi og máttfarin. Þegar hún
mætti honum svo óvænt í dyrunum, var eins og hver taug í líkama
hennar hrópaði af þrá til hans. Um að hann tæki hana í fang sér og
héldi henni fast að sér. Aðeins stutta stund — sem hún gæti átt
mmninguna um allt lífið.
Ég verð að taka mér frí, hugsaði hún. Ég verð að fara eitthvað burt.
Umhverfisbreyting mundi hafa góð áhrif á mig.
En daginn eftir lá Tom Cruikshank í inflúenzu og hún gat ekki
tekið sér frí.
í fimm daga sat hún eins og stjörf við skrifborðið og þorði ekki að
líta upp. Hún vann meira en nokkru sinni áður. Hún var ákveðin
í að beina öllum sínum hugsunum að vinnunni.
Hamilton yrti ekki á hana, nema þegar nauðsyn bar til.
Tilfinningar hans eru þær sömu og mínar, hugsaði hún. Andrúms-
loftið var hlaðið spennu.
Síðdegis á föstudegi var haldin veizla á neðri hæðinni fyrir eina af
stúlkunum, sem var að hætta vegna giftingar.
Tsabel og Hamilton gengu saman niður stigann.
Herbergið var fullt af fólki þegar þau komu inn. Einhver hrópaði:
— Nei, Hamilton, þú kemur alveg mátulega til þess að kyssa brúðina.
Stúlkan var ung og fersk og hrífandi. Hún minnti hana svolítið á
Angelu, þar sem hún stóð þarna brosandi og rjóð. Hamilton hikaði,
en kyssti hana svo laust á vangann. Svo leit hann á Isabel og henni
fannst sem væru þau ein í herberginu — tvö alein — og að það hefði
verið hún, sem hann kyssti. Hún komst í svo mikið uppnám, að hún
varð að taka á miklu til þess að komast aftur í jafnvægi.
Einhver fékk henni glas. — Þetta getur maður nú kallað kaldlyndan
Framhald á bls. 31.
VIKAN 15