Vikan - 27.09.1962, Blaðsíða 38
hliðar, að hún kastaðist fram. Og ör-
stutt andartak störðu þau hvort á
annað.
Þótt frú Drover hefði opnað munn-
inn leið drykklöng stund áður en
hún kom un^ hljóði. Svo æpti hún af
öllum lífs og sálar kröftum og barði
hnefanum í rennirúðuna og hliðar-
glugga bílsins
En það var eins og bílstjórinn
heyrði það hvorki né vissi. Hann jók
hraðann stöðugt og bíllinn æddi um
mannlausar götur auðra og yfirgef-
inna hverfa, þar sem enginn var til
frásagnar. ★
Góðmeti.
Framhald af bls. 25.
til þannig að skipta deiginu í tvennt,
láta helminginn á botn og upp með
börmum mótsins þar yfir koma svo
afgangarnir (eða einhvers konar
fylling) og síðan það sem eftir er
af deiginu, sem lok. Pikkað og bgk-
að við meðalhita.
Brauð og kökur sem bakað er með
pressugeri eða þurrgeri (perlugeri)
er ljúffengt, drjúgt og hollara en
brauð bakað er með efnafræðilegum
lyftiefnum svo sem lyftidufti, hjart-
arsalti og natroni, þar er gerið er
ein af okkar B vítamínríkustu fæðu-
tegundum. Nú hefur það nýlega ver-
ið gefið frjálst til sölu, þ. e. þurr-
gerið.
Ath. að í staðinn fyrir 10 gr af
pressugeri er hæfilegt að nota 1 tesk.
af þurrgeri.
Brauð og kökur sem bakað er með
þessum lífrænu lyftiefnum geymist
verr nema það sé hraðfryst. Þegar
það hefur verið kælt eftir bakstur-
inn er það látið í loftþétta plastpoka
eða önnur heppileg ílát og síðan
hraðfryst. Þegar það s’ðan er tekið
til notkunar er það látið í volgan
ofn og ef rétt er að farið, á litur,
bragð og gæði að haldast óbreytt frá
nýbökuðu brauði. Sé brauð, sem
ekki hefur verið fryst farið að
harðna er einnig sjálfsagt að hita
það upp rétt áður en þess er neytt.
Ath. að flestar brauðtegundir hafa
verið frystar með góðum árangri svo
sem jólakökur, sódakökur, margs-
konar tertur og smákökur (þó er
ekki eins nauðsynlegt að frysta þær
þar sem geymsluþol þeirra er yfir-
leitt betra en annarra brauðtegunda.
HVEITI- EÐA HEIL-
HVEITIBRAUÐ MEÐ
PRESSUGERI
1 kg hveiti, 2 tesk. salt, 2 tesk.
sykur, 50 gr smjörlíki, 50 gr
pressuger eða 5 tesk. þurrger, 6
dl mjólk.
Gerið er hrært út með volgu vatni.
(Ath. að ef þið notið þurrger þarf
það að leysast vel upp og er því
betra að það bíði dálítinn tíma).
Miólkin er velgd. Hveitið sáldrað
í skál, dálítið tekið frá, sykri, salti
og smjörlíki blandað saman við og
vætt í með helmingnum af mjólk-
inni, síðan gerinu og því næst af-
ganginum af mjólkinni. Hnoðað og
dálitlu hveiti stráð yfir það, síðan
er stykki látið yfir skálina og hún
látin bíða á volgum stað þar til
deigið hefur lyft sér um helming,
ca. 30 mín. Þá er það hnoðað með
því sem eftir er af hveitinu og mótað
í brauð sem látin eru í mót eða á
plötu. Þrír skurðir skornir í hvert
brauð og þau síðan smurð með
eggi, mjólk eða vatni og bökuð við
meðalhita í 40—50 mínútur þar til
brauðið hefur lyft sér vel, er fallega
gulbrúnt og gegnumbakað. í staðinn
fyrir hveiti er hollara að hafa heil-
hveiti (það er B vítamínríkara) en
brauðið verður sundurlausara og er
því sneiðþéttara sé hveiti og heil-
hveiti blandað saman. Einnig er gott
að blanda hveitihýði saman við
hveitið.
Það er ágætt að væta í deigi með
áðurnefndu geri kvöldið áður en
baka á en þá er vökvinn hafður kald-
ur. Annars búið til á sama hátt.
RÚSÍNUBOLLUR
500 gr hveiti, 75 gr smjörlíki, 50
gr sykur, 50 gr pressuger. 50 gr
rúsínur, 1 tesk. salt, 1% tesk.
kardemommur, 1 egg, 2% dl
mjólk.
Deigið er búið til á sama hátt og
hveitibrauðsdeigið nema eggið kem-
ur í stað nokkurs hluta mjólkurinn-
ar. (Kardemommunum og rúsínun-
um er blandað saman við hveitið
áður en vætt er í deiginu.
Þegar deigið hefur lyft sér er það
hnoðað aflangt og skipt í 30 stk.
og mótað í kúlur, sem er raðað með
jöfnu millibili á smurða plötu. Látn-
ar lyfta sér á plötunni nokkra stund
áður en þær eru smurðar með mjólk
TERTLEKE
Austurstræti 17 - Sími 13620.
Verð frá kr. 1608
Tevvy-f mUktnn |
er fisléttur. )i
hrindir vel f rá sér vatni. i
krumpast ekki.
ir er mest seldi frakkinn
í ár.
Terrg-frakkino
er 65% terylene og
35% bómull. |
(
@ >=ös=C»=öl^5=ö>^=ð>^5=ös«=9V=ö>T=C>>=ö>*=9>=ö©.
88 TIKAM
í
í
1
|
I
I
)
í
J
l
I
'ýéieAeíim
Höfum ávallt fyrirliggjandi hið heimsþekkta
þýzka fóðurefni.
J
f
i
J
t
Einkaumboð:
l
|
i
I
l
|
I
Í
Xr. ‘þorvaldsson & Co.
Grettisgötu 6. Símar 24478 og 24730.
eða eggi og dyfið í grófan sykur
eða sykur og saxaðar möndlur. Bak-
aðar við meðalhita um það bil 15
mínútur.
FLJÓTLEGAR BOLLUR
(15-20 stk.)
200 gr hveiti, 125 gr. smjör, 50 gr.
pressuger, 1 msk. sykur, 1 egg,
1 dl vatn.
Hveitið er sáldrað, smjör, sykur og
pressuger mulið saman við. Eggið
og vatnið þeytt saman og vætt í
deiginu með því. Látið í toppa með
skeið á vel smurða plötu og síðan
látnar lyfta sér nokkra stund áður
en þær eru bakaðar við um það bil
250 gráður í 10—15 mín.
Þessar bollur eru góðar og fljót-
legar t. d. ef við eigum ekkert með
kaffinu og óvænta gesti ber að garði.
Til bragðbætis er gott að strá flór-
sykri yfir bollurnar eða hylja þær
með flórsykurbráð.
Sé þurrger notað í bollurnar er
betra er að hræra það út með vatni
og láta deigið bíða áður en það er
sett á pönnuna.
SNÚÐAR
1 kg hveiti, 125 gr smjörlíki, 125
gr sykur, 75 gr pressuger, % líter
mjólk, 1 tesk. sítrónudropar.
Búið til á sama hátt og hveitibrauðs-
degið. Droparnir eru látnir í um leið
og mjólkin.
Eftir að deigið hefur lyft sér, er
það flatt út með kefli í stóra fer-
hyrnda köku sem pensluð er með
bræddu smjörlíki og blöndu af kanel
og sykri stáð yfir. Vafin upp á sama
hátt og slöngukaka, síðan skorin í
fingurþykkar sneiðar, sem síðan er
raðað á smurða plötu og látnar lyfta
sér áður en þær eru bakaðar við
góðan hita. Um leið og platan er
tekin út úr ofninum er fallegt að
smyrja snúðana með sykurvatni.
1 dl vatn hitað með 1 msk. af sykri
og kælt. Einnig er gott að strá ofur-
litlum sykri yfir snúðana, þá áður
en platan er sett inn í ofninn.
Þjóösaga vikunnar.
Framhald af bls. 11.
ur ekkert meðferðis, og vísar hann
þeim aftur til sins staðar. Siðan
tekur hann til frá sextíu árum til
niutiu ára og fara þeir allir að tín-
ast inn í kirkjuna, en seinast kem-
ur einhver mannskepna og prestur
sér aö hun heiur eitthvao undir
hendinni. ±iun iærist ínn ao presu.
Prestur gnpur til og sér þao er boit
og nær í eitt btao, en hinn viiui
eKki sieppa, og svo áttust peir
nokkra stund viö svo bokin aatt
niöur, en sira Eirikur hélt a blaðrnu.
Maöurinn greip bókina og íór strax
út með hana svo síra Eirikur fékk
aidrei nema þetta eina biað úr
henni. Prestur sagði á eftir að af
þessu eina biaði hefði hann haft
meiri visdóm en af öllum sinum
lærdómi, en hann hélt að öll bókin
— þó hann hefði fengið hana — þá
heföi hún orðið sitt ofurefli.
HÓLGANGAN.
Einu sinni bað unglingsmaður
séra Eirík að lofa sér að fara með
honum eitt laugardagskvöld (er
prestur hvarf frá bænum). Prestur
skoraöist lengi undan þvi og sagði
hann mundi ekki hafa mikil not af
því. Maðurinn sótti því fastar á og
hét Eiríkur loksins að verða við
bón hans einhvern tima.
Nokkru síðar fer prestur og tek-
ur manninn með sér. Þá var veður
fagurt og bjart. Þeir gengu út á
tún að hól einum. Prestur slær
sprota á hólinn. Lýkst hann þá upp
og kemur þar út kona roskin. Hún
heilsaði Eiríki kompanlega og bauð
honum inn. Þar kom og út stúlka
ungleg og bauð hún fylgdarmanni
prests inn. Þeir gjörðu svo og komu
í baðstofu. Hún var byggð á palli
og sat þar fjöldi manna allt í kring.
Þeir Eiríkur sátu yztir við dyr öðru-
megin og Eiríkur þó innar. Enginn
talaði hér orð frá munni og þótti
fylgdarmanni prests það kynlegt.
Konurnar gengu út báðar og komu
inn aftur að lítilli stundu liðinni.
Höfðu þær þá hníf og trog í hendi
sér og gengu að hinum yzta manni
hinumegin við dyrnar. Tóku þær
hann og lögðu niður við trogið og
skáru hann í það eins og kind. Síð-
an tóku þær þann næsta og svo
hvern að öðrum eftir röðinni og
fór allt á sömu leið. Enginn reyndi
til að verja sig og allir þögðu. Ekki
sást það á Eiríki að hann kippti
sér upp við þetta, en nóg þótti
fylgdarmanni hans um. Sá hann að
þær mundu ekki ætla að hætta,
kvensurnar, fyrr en allir væru
skornir því þegar þær komu að
Eiríki tóku þær hann og skáru eins
og hina. Þá æpti maðurinn upp, tók
til fótanna, hljóp á dyr og komst
út. Hljóp hann þá heim til bæjar-
ins og þóttist eiga fótum fjör að
launa. En þegar hann kom að bæj-
ardyrum stóð Eiríkur prestur í dyr-
unum og studdi höndum á dyra-
dróttina. Hann brosti við þegar hann
sá manninn og segir: „Því hleypur
þú svona ákaflega heillin?" Mað-
urinn vissi ekkert hvað hann átti
að segja því nú skammaðist hann
sín af því hann sá nú að prestur
mundi hafa gjört sér sjónhverfingu.
Þá segir Eiríkur: „Ég hugsaði það
alténd heillin góð að þú mundir
ekki mega sjá neitt.“
FÖRUKERLINGIN.
Einu sinni sem oftar komu tveir
menn til Vogsósa-Eiríks og báðu
hann að kenna sér galdur. Hann
segist ekki kunna galdur, en vera
megi þeir hjá sér um nóttina. Þeir
þágu það. Um morguninn biður
Eiríkur gestina að ríða með sér út
á túnið kringum bæinn sér til
skemmtunar. Þeir gjöra svo. En
þegar þeir voru skamfnt komnir frá
bænum mætir þeim kerling ein
gömul. Hún hafði barn á brjósti
og bað Eirík að greiða eitthvað fyr-
ir sér. Eiríkur brást reiður við og
sagðist ekki bera við að gefa henni
neitt. Kerling sagðist vera ekkja og
eiga mikið bágt og bar sig mjög
aumkunarlega. Eiríkur varð því
byrstari við hana og sagði að sér
væri farið að leiðast að heyra jarm-
inn í þessum bónkjálkum, „og væri
réttast að drepa ykkur, ólukku hús-
gangarnir.“ Þetta og fleira sagði
Eiríkur við konuna, en hún bað
hann því innilegar. Þá segir Eirík-
ur við mennina: „Þið, verðið að
drepa fyrir mig kerlinguna þá arna
ef ég á að kenna ykkur.“ Þá segir
annar gesturinn: „Aldrei hugsaði
ég það Eiríkur að þú værir svona
guðlaus maður og mun ég aldrei
vinna slíkt ódæði hvað sem í boði
væri.“ „Ekki held ég að ég geti
látið þetta fæla mig frá honum séra
Eiríki," segir hinn gesturinn, „og
er ég fús á að drepa kerlinguna því
það er öldungis rétt gjört að drepa
þá, húsgangana þá arna. Ég held
að þeir megi þakka fyrir, aumingj-
arnir þeir, að fá að losast við lífið.“
Eiríkur rak þenna mann frá sér
og sagðist ófáanlegur til að kenna
slíkum illmennum, en hinn tók hann
og kenndi. Eiríkur hafði gjört
mönnunum sjónhverfingu til að
reyna þá því í rauninni sáu þeir
enga kerlingu.
HESTASTULDURINN.
Séra Eiríkur varaði bæði smala
og aðra stráka í Selvogi við því
að taka hesta sína í leyfisleysi og
kvað þeim mundi gefast það illa.
Enda vöruðust allir smalar að snerta
reiðhesta hans. Tveir drengir brugðu
þó út af þessu. En jafnskjótt og
þeir voru komnir á bak tóku hest-
arnir undir sig sprett og stefndu
rakleiðis heim að Vogsósum og réðu
drengir ekkert við þá. Þeir ætluðu
þá að fleygja sér af baki er þeir
gátu ekki stillt hestana, en þess var
ekki heldur kostur því brækur
þeirra voru fastar við hestbökin.
„Þetta tjáir ekki,“ sagði annar
þeirra, „við verðum að losa okkur
af hestunum; annars komumst við
í hendurnar á honum séra Eiríki
og af því verðum við ekki öfunds-
verðir." Síðan tekur hann upp kníf
hjá sér og sker alla klofbótina úr
brókum sínum og komst við það af
baki. En hinn hafði annaðhvort ekki
lag til að koma þessu bragði við
eða hann þorði ekki að skemma
brækur sínar.
Hestarnir hlupu heim að Vogs-
ósum, annar með strákinn æpandi,
en hinn með bókina fasta á sér.
Prestur var úti er hestarnir komu
í hlaðið; strauk hann þá bótina af
baki hins lausa hests, en sagði við
drenginn er reið honum: „Það er
ekki gott að stela hestunum hans
Eiríks í Vogsósum. En farðu af
baki og taktu aldrei oftar hesta
mína leyfislaust. Lagsmaður þinn
var úrræðabetri en þú og ætti hann
skilið að honum væri sýndur staf-
VIKAN 39