Vikan


Vikan - 27.09.1962, Blaðsíða 31

Vikan - 27.09.1962, Blaðsíða 31
r. ' € } :<x, / i danskir skólakjólar og vinnukjólar úr ter/lene og ull. danskar og hollenskar heilsárskápur. tízkuverzlunin guðrún Óstýrilátt hjarta. Framhald af bls. 15. mann, kallaði ungur maður hlæj- andi. Honum er boðið að kyssa brúð- ina, og svo kyssti hann hana bara á kinnina! Skyndilega gat hún ekki lengur þagað. — Er Hamilton kvæntur? Henni fannst að hún mundi ekki ná andanum, meðan hún beið eftir svarinu. — Hann er ekkjumaður. Hann á átta eða níu ára gamlan son, held ég. Konan hans er löngu dáin, en það lítur ekki út fyrir, að hann hugsi til að gifta sig aftur. Hann var þá frjáls. Hann átti son, sem hann varð einn að sjá um uppeldið á. Hann var sjálfsagt góð- ur faðir. Hún varð skelfingu lostin yfir hugsumnn sínum og drakk í skyndi út úr glasinu. Ég verð að hætta þessu, hugsaði hún. Þetta er hræði- legt. Ég verð að segja upp. Ég ætla að tala við Cruikshank og segja honum að ég hafi nóg að gera heima. Ég fer í ferðalag, og svo fæ ég mér vinnu annars staðar. En hún nefndi það ekki við Ric- hard, að hún væri að hugsa um að segja upp vinnunni og heldur ekki, að hún væri að ráðgera ferðalag. Helgin leið eins og venjulega og hún þvingaði sig til að halda til- finningum sínum í skefjvun. Hún var glaðlegri og fjörlegri en hún átti að sér, og öðru hverju varð hún vör við að Richard horfði rannsakandi á hana. Á mánudagsmorgun setti hún á sig hattinn, sem hún hafði keypt. Hann var frúarlegur og fínlegur. Þegar hún kom inn í skrifstof- una, stóð Hamilton við gluggann og horfði út. Áður en hún gat sagt nokkuð, sneri hann sér við og sagði með rödd, sem hún hafði aldrei heyrt fyrr. Það var eins og þessi rödd snerti húð hennar. — Ég hef komið því þannig fyr- ir, að ég verð fluttur til. Ég talaði við útgerðarmanninn á föstudaginn. Eftirmaður minn tekur við starfinu seinni hluta vikunnar. Hann talaði hratt, eins og hann væri hræddur ufn að geta ekki byrj- að aftur, ef hann þagnaði. — Ég fer á skrifstofuna í Skot- landi. Eg var beðinn um það í haust, en þá afþakkaði ég það. Ég hef hugsað mér, að taka sumarfrí fyrst og fara í ferðalag með syni mínum, en tek svo við nýju stöðunni fyrsta júlí. Isabel fannst vikan enga stund að líða. Eftirmaður Hamiltons var allan daginn á skrifstofunni. Hann var greindur ungur maður, áhuga- samur og duglegur við að setja sig inn í verkið. Hamilton var önnum kafinn við að leiðbeina honum. Hann leit aldrei á Isabel. Síðasta daginn sagði hann síð- degis við nýja manninn: — Jæja, nú held ég að það hafi ekki verið fieira. Svo tæmdi hann skrifborðs- skúffurnar og fór um bygginguna til þess að kveðja fólkið. Þegar hann kom aftur, var kom- inn lokunartími. Hann gekk út með Cruikshank, án þess að segja orð við Isabel — án þess að líta á hana. í fatageymslunni setti hún á sig nýja, ljósa hattinn, fór í hanzkana og skoðaði spegilmynd sína. Ég skal ekki fara að gráta hér, hugsaði hún. Ég skal ekki gráta, alls ekki gráta. Hún gekk niður stigann og út. Hann stóð alveg við innganginn. Hann gekk við hlið hennar að bíln- um sínum, opnaði þögull dyrnar og settist hjá henni. Svo óku þau saman — hann þurfti ekki að spyrja um leiðina heim til hennar. Hún horfði á bílana þjóta fram hjá og hugsaði: Alla ævi mína verð- ur hann hér á jörðu og ég mim aldrei sjá hann. Lífið heldur áfram, ég eldist og dey, án þess að ég sjái hann nokkru sinni framar. — Ég verð að fara út hér við skemmtigarðinn, sagði hún og þekkti ekki aftur sína eigin rödd. Bíllinn hægði á sér og nam stað- ar. Hann hélt höndunum á stýrinu og leit ekki á hana meðan hún fálmaði eftir hurðarhúninum. — Ég vona að þér líði vel í Skotlandi, sagði hún. Nú leit hann á hana. — Vertu sæl, Isabel. Hann tók ekki í hönd hennar, en hélt krampakenndu taki um stýrið. Bíllinn rann út í húmið og hvarf sjónum hennar. Hún gekk gegnum garðinn og tárin streymdu niður vanga hennar. Hún tók ekkert eftir þeim, sem hún mætti, en þegar hún kom að hliðinu við heimili sitt, stanzaði hún og litaðist forviða um. Hún ætlaði ekki að trúa því, að hún væri þegar komin heim. Síðan púðr- aði hún sig og stóð þarna kyrr, þangað til að hún hafði jafnað sig svo, að hún gat verið glaðleg þegar hún gekk inn. Frú Fletcher heyrði þegar hún stakk lyklinum í skrána og kom út í ganginn. — Hér er bréf til yðar, frú Mere- dith. Það var skriftin hennar Angelu. Aumingja litlu Angelu. — Já, frú Fletcher .. . rödd Isabel var róleg og mild eins og venjulega. Mágkona mín kemur hingað og mun búa hér hjá okkur. Hún verður hér nokkuð lengi. Ég segi yður nánar frá því seinna, efitr matinn. Hún tók af sér hattinn og lagaði hárið. Frú Fletcher sagði: — Þessi hatt- ur fellur mér betur. Hann fer yður betur en hinn. Þessi er líkari þeim höttum, sem þér eruð vanar að nota. Isabel gekk inn í setustofuna og stóð kyrr stutta stund og starði inn í eldinn, sem logaði glatt á eldstónni á þessu svala vorkvöldi. Svo opnaði hún bréfið frá Angelu og byrjaði að lesa. Ar VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.