Vikan


Vikan - 27.09.1962, Blaðsíða 27

Vikan - 27.09.1962, Blaðsíða 27
kLe/QBuRlMN Klúbbblað fyrir börn og unglinga. Ritstjóri: Jón Pálsson. i „SKÓLABJALLAN TIL VOR KALL- AR - - Og nú hefur hún einmitt kallað á yngstu lesendur V.-klúbbsins inn í skóla- stofurnar. Nýr spennandi kafli í lífi þeirra er að hefj- ast — og þau syngja full- um hálsi: Það er leikur að læra, — leikur sá er mér kær. — Vita meira og meira, — meira í dag en í gær. Sum fara gangandi í skólann, önnur, sem fjær búa, fara í strætisvagni, en hann Benjamin Webb í London, á farkost, sem jafnaldrar hans öfunda hann af, en gleðjast þó inni- ^ lega í samfylgd hans. — Benjamin, sem er 4rra ára gamall, fer nefnilega á hverjum degi í smábarna- skóla — riðandi á — asna. Ótrúlegt en satt, því að Benjamin á heima í þétt- byggðasta hluta Lundúna- borgar. ★ Bókarf regn: HANDBÓK UM ÍSL. KUÐUNGA. Fyrir nokkrum árum kom út lítil bók, sem heitir Skel- dýrafána fslands I. f henni eru myndir af öllum skeljum, sem fundizt hafa við ísland, ásamt lýsingu á hverri teg- und. Þetta er góð handbók og kærkomin söfnurum í þessari grein. En það er fleira í fjör- unni en skeljar. Kuðungarnir hafa jafnan mikið aðdráttar- afl, einnig meðal yngri kyn- slóðarinnar. En hvað heitir þessi eða hinn kuðungurinn? Þessari spurningu er oft vgnd- svarað, meðan engin handbók um kuðunga er til, — en landslag yrði lítils virði, ef það héti ekki neitt“. Úr þessu er nú verið að bæta, hvað kuð- unean'' viðvíkur. Skeldvrafána íslnnds II. er nú í prentun og fjallar um ís- lenzku kuðungana (Sæsnigia með skel). Margir unglingar bíða hennar með óþreyju. - - þess veena leituðum við frétta um bókina hjá höfundi henn- ar, Ingimar Óskarssyni. Alls eru í bókinni nefndar 148 tegundir kuðunga: 135 for- tálknar (þ. e. hinir eimnlegu kuðungar) og 13 baktálknar. Af hinum fyrrnefndu er hverri tegund lýst ýtarlega, en hin- ar eru aðgreindar með ákvörð- unarlyklum. Mynd fylgir hverri tegund. Þá er innri byggingu sæsnigla lýst nokk- uð ýtarlega og fylgir líffæra- mynd. í lok hverrar lýsingar er stærð teg. nefnd, svo og útbreiðsla hennar hér við land og á hve miklu dýpi hún hef- ur veiðzt. Framantil í bókinni er greiningarlykill ætta og á sama hátt eru ættkvíslir o'< tegundir sundurliðaðar inni í TÓMSTUNDAÞÁTTUR VIKUNNAR 27. SEPTEMBER. Við höldum áfram með svarsagnir við opnun í einum lit. Það telst til hreinna undantekninga, að svarhönd styðji lit félaga á færri tromp en þrjú. Eigi svarhöndin A-K tvíspil í einsögðum lit félaga, hefur hún EKKI leyfi til þess að styðja litinn. Munið það, að félagi ykkar getur verið að segja á fjórlit og það þýðir, að andstæðingarnir eiga fleiri tromp en þið. Tilgangur allra sagna, sem þið gefið, á að vera sá, að gefa makker sem skýrasta mynd af spilum ykkar. Þess vegna verðið þið, áður en annað er upplýst, að ganga út frá því, að opn- unarlitur makkers sé fjórlitur. HÉR FARA Á EFTIR LEIÐBEININGAR VARÐANDI SVÖR, ÞEGAR MAKKER OPNAR Á EINUM LIT. a. Svar í nýjum lit á fyrsta sagnstigi gefur opnara upp minnst 6 punkta (háspil-f skipting). b. Svar á einu grandi við opnun á einum spaða, einu hjarta, einum tígli, gefur upp 6 til 10 háspilapunkta (teljið ekki skiptingarpunkta) og engan sagnfæran lit. Þetta er sögn, sem er takmörkuð við ákveðinn punktafjölda, og þess vegna má makker passa við henni. c. Svar á einu grandi við opnun á einu laufu, gefur upp 9—11 punkta (engan sagnfæran fjór- ht og jafna skiptingu). d. Einföld hækkun á opnunarsögn makkers, gefur upp 7—10 punkta (háspil + skipting) og full- nægjandi trompstuðning. Þetta er takmörkuð sögn. Makker má segja pass. e. Nýr litur hjá svarhönd krefst einnar sagnumferðar hjá opnara (nema svarhöndin hafi áður sagt pass eða andstæðingarnir sagt í millitíðinni). í hvert skipti, sem svarhöndin segir nýjan lit, þá verður opnari að sjá til þess að hann fái að segja aftur. f. stökksagnir hjá svarhönd krefjast úttektar (nema þegar svarhöndin hefur áður sagt pass). g. Þið verðið að halda sögnínni opinni, ef makker opnar á einum í lit, ef þið eigið 6 punkta eða meira. Segið pass með minna en 6 punkta. h. Opnunarsögn á móti opnunarsögn (eða 26 punktar á báðum höndum) gefa til kynna að út- tekt sé fyrir hendi í grandsögn eða hálit; 29 punkta þarf tij úttektar í láglit — þegar þið hafið fundið rétta samninginn. ★ bókinni. Aftan við bókina er ýtarleg nafnaskrá. Handbókin um íslenzku kuðungarta verður 170 bls. að stærð, útgef. Leiftur — og er um það bil að koma á mark- aðinn. Sýnishorn úr bókinni: Bls. 75, 50 mynd. — Glæsi- lyngvi. — Kuðungurinn er fremur traustur, alveg sléttur og mjög gljáandi, hálfgagnsær og með rauðleitum blæ. Hyrn- an löng, pýramídalaga, smá- mjókkandi, með yddum hvirfli. Vindingamir 13, flat- ir. Grunnvindingurinn stór, sem næst % af allri kuðungs- lengdinni. Saumurinn afar fíngerður. Munnurinn ögn skástæður, tvöfalt lengri en hann er breiður og með all- mikið bogadreginni útrönd, sem er innbeygð um miðjuna. Möndullinn nærri lóðréttur neðst. Breidd 1.4 sm, hæð 4.4 sm. Tvö dauð eintök hafa fund- izt úti fyrir Látrabjargi, á 260 m dýpi, en kuðungarnir voru svo ferskir útlits, að öruggt má telja, að tegundin lifi hér 2. mynd. Líf- færi fjöru- doppu úr kven- dýri. Hér er hluti úr möttl- inum fjarlægð- ur og sum líf- færin opnuð. a: endaþarmur, fk: forhólf hjartans, hk: afturhólf hjart- ans, m: magi, od: eggjagöng, ov: eggleg, sk: munnvatns- kirtill, sp: vél- inda. t: tunguslíður, g: gotrauf. Stækkun 3-föld. VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.