Vikan


Vikan - 27.09.1962, Blaðsíða 42

Vikan - 27.09.1962, Blaðsíða 42
Hvar er örkin hans Nóa? Ungírú Yndisiríð Síðast þegar dregið var hlaut verðlaunin: SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR, Njálsgötu 20, Rvk. Nú er það örkin hans, Nóa, sem 'ungfrú Yndisfríð hefur falið í blaðinu. Kannski í einhverri myndinni. Það á ekki að vera mjög erfitt að finna hana og ung- frú Yndisfríð heitir góðum verð- launum: Stórum konfektkassa, sem auðvitað er frá Sælgætis- gerðinni Nói. Nafn Heimilisfang Örkin er á bls. Sími góð,“ og bauð henni inn. Hún var heldur sagnafá um erindi sitt til hans, en segir þó: „Ég fór út í gær- kvöldi hálfháttuð að hella úr koppnum mínum, en svo var byl- urinn svartur að ég fann ekki bæ- inn aftur, og hef ég verið að vill- ast síðan og ekki getað losað mig við næturgagnið." Eiríkur mælti: „Eftir á að hyggja, ég þakka þér fyrir sendinguna heillin góð, en verr fórst þér en ég átti skilið og hefur þú nú fengið það borgað því ég olli hingaðkomu þinni og máttu vita að það er ekki gott að glettast við Eirík á Vogsósum.“ Eftir það sætt- ust þau heilum sáttum. Segja sum- ir að hún hafi verið á Vogsósum um veturinn, en aðrir að hún hafi farið heim til sín þegar hún var búin að taka sig aftur eftir hrakn- ing sinn. ★ Á eyðihjarni. Framhald af bls. 17. hann allan og kom honum síðan of- an í svefnpokann með aðstoð Prowse. Hann fékk áköf skjálftaflog öðru hverju og tennurnar glömruðu i munni hans, en þess á milli sótti hann ákafur svefn. Surrey laut að honum, virti hann fyrir sér með áhyggjusvip, en sagði ekki neitt. „Er allt í lagi?“ kallaði Alison úti fyrir tjáldinu. „Já, já“, svaraði Greatorex gamli, og bætti síðan við með hálf kaldrana- legum galsa. „Nekt hans er komin ofan i pokann, eins og hún leggur sig... Hún kom hálfbogin inn úr tjald- dyrunum með einhvern böggul við barm sér; steinhnullung, sem hún hafði hitað við bálið og vafið inn í eitthvað hvítt, og það var eins og hún færi laumulega með hann, ein- hverra hluta vegna, þegar hún laut að Uahi og smeygði þessum heita böggli á hann berann, ofan í pok- anum. Um leið fann Dahl óumræði- lega þægilega kennd streyma um sig allan. Hitinn frá steininum seitlaði um hverja taug og jafnframt því dró svo úr skjálftanum, að hann gat bitið saman tönnunum og stöðvað glamur þeirra. Hann varp þungt og feginsam- lega öndinni, þegar hann fann blóðið taka að streyma aftur um fætur sér og arma og hrekja kuldadofann á brott. Alison laut að honum, hnyklaði brúnir lítið eitt um leið og hún spurði, hvort honum væri ekki farið að líða betur. Hann brosti. „Jú, mun betur“, svar- aði hann og rómurinn var hlýr af þakklæti. „Mér þykir bara fyrir því En nú greip Prowse fram í, og það var annarlegur svipur á andliti hans og annarlegur uppgerðarákafi í röddinni, þegar hann mælti: „Þú felldir þá báða, Lincoln... ,Ég held, að við þurfum svo sem ekki neinu að kvíða... .fjandinn hafi það!“ Það lá einhver dulin spenna að baki orðun- um, sem Dahl gat ekki áttað sig á fyrst í stað. Allt í einu vissi hann hvað það var. Prowse gat ekki að sér gert, að hann dáðist að afreki hans. Dahl hafði hugsað sér að víta hann fyrir að hann skyldi ekki geta haldið sér saman, svo engu hefði munað að þau yrðu af veiðinni. En nú ákvað hann að láta það kyrrt liggja. Hann var því óvan- ur að njóta aðdáunar, gat ekki gert sér fyllilega ljóst, hvort hann kunni þvi betur eða verr, að nú virtist nokk- ur breyting þar á orðin, en fann þó að hann hafði til þess unnið. „Já, þetta var laglega af sér vik- ið, karl minn“. Greatorex var fljótur að taka undir við aðdáunina. „Þú fórst að öllu eins og þaulvanur veiðimaður. Það mundu ekki ailir leika þetta eftir þér...." Alison hafði ekki af honum augun, og enn vottaði fyrir áhyggjum og kviða i svip hennar. „Kjötið kemur okkur sannarlega í góðar þarfir, Lin- coln. Engu að síður....“ Hún þagn- aði við og beit á vörina. „Hvað, Alison?" spurði Dahl. Nokkur andartök var sem hún ætti í baráttu við sjálfa sig. Svo mælti hún dálítið hranalega: „Það er bezt að segja það strax. Þú hagaðir þér eins og fífl, og hefði ekki viljað svo til, að við gátum fylgzt með þér, værir þú dauður. Þannig máttu aldrei haga þér aftur. Hvernig sem á stendur, má maður aldrei láta ógætnina ná tökum á sér á þessum slóðum, aldrei tefla á tvær hættur, hversu freistandi sem það kann að virðast, því að dauðinn er þá vís. Þrátt fyrir allt verður þú að láta þér þetta að kenningu verða „Já“, mælti hann lágt og furðaði sig á, að hann skyldi ekki þykkjast við ávítun hennar. Þvert á móti var sem orð hennar vektu með honum þægi- legar endurminningar frá þeim tíma, þegar lífið var honum skemmtilegra en það hafði verið að undanförnu. Hún lagði lófann á enni honum, eins og hún vildi gefa í skyn, að sér hefði ekki verið ljúft að segja þetta, og að það væri eingöngu af umhyggju fyrir honum, að hún reyndi að vara hann við hættunum, sem hún þekkti betur en hann. - „Hvernig heiði ég annars átt að koma i veg fyrir að tarfarnir rækju frá landi?“ spurði hann allt í einu. „Það var engin hætta á þvi“, svar- aði hún. „Vindurinn stendur á land .... “ Um leið rétti hún úr sér og vék sér að þeim Greatorex og Prowse. „Nú er að flá hreintarfana og ganga frá kjötinu. Þið þurfið ekki að hafa neinar áhyggjur af Lincoln, honum verður, sem betur fer, ekki neitt meint af volkinu úr þessu....“ Andartaki eftir að þau voru horfin út úr tjaldinu tókzt Dahl að færa steininn, sem hún hafði komið fyrir við fætur hans í pokanum, upp undir hnésbæturnar, svo hann gat haft hendur á honum og lagað hann. Steinninn var enn brennheitur, og nú fann hann það með fingurgómunum, að hann var vafinn innan í eitthvert ullarplagg, mjúkt og hlýtt. Hann var i þann veginn að sofna þegar Alison kom aftur inn í tjaldið. Framhald i næsta biaöi. Tækniþáttur. Framhald af bls. 3. Og hvernig sem þessar nýju Heinkelþotur kunna að reynast, eru þær hinar rennilegustu að sjá, eftir myndinni að dæma. HAMBURGER FLUGZEUGBAU. Svo nefnast flugvélaverksmiðjur í Hamborg, sem munu eiga allnáið samstarf við brezkar flugvélaverk- smiðjur. Þar er nú hafin framleiðsla á nýrri gerð af farþegaþotum, enn minni en Heinkel 211, eða einungis fyrir níu farþega. Fyrstu þoturnar af þessari gerð, „HFB 320“, hafa ver- ið reyndar, og er gert ráð fyrir, að þær verði komnar á markaðinn á næsta ári. „HFB 320“ er knúin tveim þotuhreyflum, afturfestum, frá Pratt og Whitney, og flughraðinn verður 435 hnútar. Vængirnir eru framstæðir, en það gerir svip flug- vélarinnar dálítið frábrugðinn því venjulega, eihs og sjá má af mynd- inni. Hundalíf. Framhald af bls. 13. og hljóp — hljóp og hljóp eins og hann ætti lífið að leysa. Þá sprakk sú þriðja, — og hann datt eins og hann hefði verið skot- inn úti í móa. En Carlsen fékk magakrampa við gluggann — af hlátri. Það eru fleiri gildrur þarna upp- frá, allar í rauninni meinlausar, en þær ættu að nægja til að fæla flesta frá, sem í þær ganga. Annars eru fleiri hundar svartir en hundurinn prestsins, eins og kerl- ingin sagði þegar oddvitinn missti niður um sig brækurnar ... Aö Leifsstööum i Austurlandeyj- um er hundur, sem heitir Valur og gerir allar hundakúnstir. Hann kliírar upp stiga allt upp á þriöju hæö, situr uppi a girðingar- staurum timunum saman ei honum er sagt þaö, íer i utreiöartúra ... U-ju. Vist genr hann þaö. Mynd- in lygur ckki. tiann situr í nnakkn- um eins og nver annar reiomaöur og heiaur í lauminn meo kjaitmum. ug margt annao gerir nann íyrir nusbonaa smn, Len ira Dalssen. TiKin nun mooir nans var svona iika, segir Leuur, enua var peim baoum Kennt petta allt fra „barn- æsku“. naim er greinilega harðari en ég. Eg iór a héstoak hérna um aag- inn og nékk i nnakknum i rúman kiukkutima meö pvi aö ríghalda mér 1 iaxiö (.taghö ... V Nei, tagliö er aitana. Þaö er skottið á sporð- inumj. paö er rum vika siðan og ennpa verö ég að haía púöa undir mér pegar ég sit. G. K. Negrakóngasaga. Framhald af bls. 10. Straumur erlendra ferðamanna til landsins eykst nú stööugt og hafa iorráöamenn ierðamála a prjónun- um miklar áætlanir um að auka straum þennan enn að miklum mun. Byggðar eru glæsilegar skýjaborgir meo stórum hótelum við Mývatn, eina helztu beituna fyrir útlendinga, skiðaskálum inni á hálendinu, o.s. írv., en eitt virðist þó öllum gleym- ast að taka meö i reikninginn, en það er, hvernig a að komast í heilu lagi til skýjaborganna. Sem stendur væri það reginfhra að reyna að koma hugmyndum þessum i framkvæmd í samgöngulausu landi eftir nútíma- skilningL Fariö er með hópa erlendra ferða- manna austur að Þingvöllum og þeim sýndir helztu sögustaðir. Það er sannarlega góöra gjalda vert að sýna útlendingum menjar um forna írægð landsins, en hætt er við, að fæstir þeirra vilji greiða fyrir þá ánægjuna með því að pyndast í ryk- bólstrum íslenzkra þjóðvega, enda hafa sumir snúið við á miðri leið í ofboði. Sögurnar sem gestirnir hafa að segja um íslenzkt vegakerfi, þeg- ar heim kemur, eru sannarlega ekki til þess fallnar að laða ferðamenn til íslands. Þeir eru ekki margir, sem kjósa að eyða mörgum klukku- stundum af tíma, sem oft er lítill, í ryki og skít. í því sambandi er vel viðeigandi að segja skrýtlu, sem gerðist austur við Gullfoss. Útlendingur sneri sér að íslenzkum leiðsögumanni og sagði: „Eruð þið nýbúnir að finna Gullfoss?" „Nei, hvers vegna?“ „Ja, mér datt það í hug vegna þess að ykkur hefur ekki unnizt tími til að leggja veg hingað ennþá“. Rykið á íslenzku þjóðvegunum hlýtur að vera einsdæmi í landi sem telur sig til menningarlands og með það í huga mætti e.t.v. nota það til að fá ferðamenn til landsins. „Kom- ið til íslands og sjáið rykið, sem rót- ast upp á þjóðvegum íslands". Þetta er sannarlega tælandi auglýsing og satt að segja ætti hún að fylgja með í öllum ferðamannapésum, svo að sagður sé allur sannleikurinn um náttúrufyrirbrigði á íslandi. Á sumrin er mjög mikil umferð 42 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.