Vikan


Vikan - 27.09.1962, Blaðsíða 5

Vikan - 27.09.1962, Blaðsíða 5
LRUuM sem sagt, að kvikmyndahúsin hér geri rétt í því aö apa ekki eítir erlendum þjóðum í þetta sinn. Drepast öll ... Kæra Vika. Getur þú leyst úr vandamáli fyr- ir mig. Svo er mál með vexti, að ég hef mikið yndi af pottablómum, en það er bara eins og þau þrífist ekki heima hjá mér. Þau drepast næstum því öll. Nú er ég dugleg að vökva þau og geri það oft tvisvar á dag, svo að ekki vantar þau vatn- ið. En mér var að detta í hug svo- lítið: það reykja nefnilega allir á heimilinu, svo að loftið er kannski of mettað af reyk. Getur þetta drep- ið allar plönturnar? Þakka þér svo fyrir allt gamalt og gott. Dúdú. —--------Ekki veit ég til þess, að svolítill reykur hafi drepið plöntur í lieimahúsum unnvörp- um, eins og þú lýsir. Hins veg- ar held ég, að þú sért i'ullgóð við blessuð blómin. Ef ég ætti að kveða upp dánarorsök, væri hún afdráttarlaust: DRUKKN- UN. Þú drekkir blómunum með þessari sífelldu vökvun. Það má of mikið af öllu gera. Þú verð- ur að kynna þér, hvað hver planta þarf mikla vökvun, því að slikt er mjög mismunandi. Ómegð ... Kæri Póstur. Ég hef séð, að margir leita til þín, þess vegna geri ég það líka. Svo er mál með vexti, að við hjón- in eigum níu börn og veldur það mér oft miklum áhyggjum, að ég er ófrísk af tíunda barninu. Ég er svo bundin heima við, að ég varla kemst í búðir, og maðurinn minn er svo mikill sóði, að það er kval- ræði fyrir mig að þurfa að umgang- ast þetta allt. Nú sný ég mér til þín, kæra Vika mín, og vona, að þú birtir þetta. Hvað á ég að gera? Vertu svo sæl, og þökk fyrir birt- inguna. Kona í Sandgerði. --------Ég er hræddur um, að þú sért einum of sein. Ég skil ekki í öðru en þú getir sent eitt- hvað af skaranum í búðir fyrir þig. Sem sé — þú hefðir átt að tala við mig fyrir svo sem tíu árum. — En þetta er ljótt með sóðaskapinn í karlinum. Þú ætt- ir nú að slá tvær flugur i einu höggi og baima honum að koma nálægt þér, meðan hann er svona skítugur. Yis(z)ku(a)stykki? ... Kæri Póstur. Við erum að rífast hérna þrjár skvísur, hvort eigi að segja (og skrifa) viskustykki, viskastykki, vizkustykki eða vizkastykki. Getur þú leyst úr þessu fyrir okkur? Hvað er réttast að segja? Þrjár góðar saman. -------Þetta er líklega allt á- líka vitlaust, því að þetta orð, (sem reyndar er nú á hvers manns vörum) er ekki annað en dönskusletta (viskestykke). Af- káralegasta útgáfan finnst mér samt vera „vizkustykki“, því að naumast hefur þetta umrædda stykki nokkuð með vizku að gera. Hvolpavit ... Kæri Póstur. Mig langar til að segja þér frá svo- litlu, sem veldur mér miklum á- hyggjum og spyrja þig álits. Við hjónin eigum dreng, sem er níu ára gamall, mjög góðan strák, saklausan og hrekklausan. Nú í sumar sendum við strákinn í sveit á gott sveita- heimili. Þar er þrettán ára gamall drengur, sem okkur lízt allt annað en vel á. Þessi strákur virðist nú vera búinn að fræða drenginn okk- ar á ýmsu um lífsins gang, hvernig hann varð til og þar fram eftir göt- unum. Drengurinn okkar er nú uppfullur af þessu nýnæmi og finnst allt slíkt ákaflega spennandi. Auð- vitað talar hann ekki um þetta í okkar návist, en við erum búin að komast að þessu svona útundan okkur. Til þessa hefur drengurinn okkar verið saklaus og lítið vitað um slík feimnismál, en við erum að hugsa um að taka hann í bæinn, áður en hann forherðist meira. Finnst þér það ekki rétt hjá okk- ur, Vika sæl? Áhyggjufull móðir. -------Mér finnst skratti hart, að það þurfi að senda tíu ára dreng í sveit, til að honum lær- ist eitthvað um staðreyndir þessa lífs. Það er mikill ábyrgðarhluti hjá foreldrum að segja ekki börmyn sínum frá þessu, þegar þau eru farin að fá einhverja skynsemi — það er alltaf mikið áfali fyrir börnin að komast að þessu hjá ótíndum unglingum, sem gera allt kynferðislíf ógeðs- legt og Ijótt í augum bamsins. Auk þess verður áfalliö enn meira, þegar barnið finnur, að foreldrar þess liafa logið að því. Storkurinn helzt nú einu sinni ekki við í islcnzku lofts- lagi. — Þú skalt ekki sendá hann heim, heldur reyna að sýna hon- um fram á, að þetta sé allt sam- an fallegt og eðlilegt og ekki Ijótt eins og hinn strákurinn vill vera láta. Áratuga reynsla tryggir yður óvið- jafnanlegan kæliskáp að ytra útliti, hagkvæmni og notagildi. - Hagsýnar húsmæður um víða veröld velja KELVINATOR kæliskápinn. x-. 6 og 7.7 cub.ft. fyrirliggjandi. 5 ára ábyrgð á mótor, árs ábyrgð á öðrum hlutum skápsins. - Viðgerða- og varahlutaþjónusta að Laugavegi 170. Sími 17295. AFBORGUN ARSKILMÁL AR. Jfekta Austurstræti 14. Sími 11687. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.