Vikan


Vikan - 27.09.1962, Blaðsíða 26

Vikan - 27.09.1962, Blaðsíða 26
NYLON STYRKT NANKIN BUXURNAR NYTT AMERÍSKT EFNI AMERÍSKA SNIÐIÐ HEKLA • AKUREYRI IÐNAÐARDEILD SÍS SÖLUDE9LD SÍMI 11971,17080 löunnarskormr eru liprir, vandaðir og þægllegir. Nylonsólarnir „DURALITE" hafa margfalda endingu á við aöra sóla. Veljið lit og lag við yðar hæfi i næstu skóbúð. II * 4 Stjörnuspóin giidir frá fimmtudegi til fimintudags. HrútsmerkiS (21. marz—20. apr.): Þetta verður hni þægilegasta vika, Þótt ekki gerist í henni neinar stórviðburðir. Þú munt umgangast fé- laga þína óvenjumikið, og er það vei, þvi að það er eins og hætt sé við deilum heima við, sem þú færð aðeins forðazt með því að vera lítið heima. Um helgina býðst þér tækifæri, sem þú getur því miður ekki nýtt þér að neinu gagni. Nautsmerkið (21. apr.—21. maí): Líkur á mjög skemmtilegri viku, ekki sízt fyrir kvenþjóðina. Vinur þinn veldur þér einhverjum áhyggjum og um leið vonbrigðum allt fram að helgi, en brátt mun þér verða ljóst, að þetta er allt saman á leiðinlegum misskilningi byggt. Þú ferð í skemmtilegt sam- kvæmi í vikunni. ______ Tviburamerkiö (22. maí—21. júní): Þetta verður fremur viðburðalítil vika, þótt ekki verði hún samt leiðinleg. Þú verður mikið heima á kvöldin og sinnir þá yfirleitt hinu sama. Þú munt fá að glíma við skemtilegt verkefni, líklega rétt eftir helgina, og munt þú einmitt rétta persónan til þess að ráða fram úr þessu. Krabbamerkiö (22. júní—23. júlí): Þú skalt fara að öllu með gát í samskiptum þínum við félaga þína í vikunni, því að það er eins og lítið þurfi til þess að sláist upp á vinskapinn í vikunni. Þetta verður skemmtileg vika fyrir þá, sem heimakærir eru. Mánudagurinn er dálítiö varasamur í öllu sem snertir hjartans mál. Ljónsmerkiö (24. júlí—23. ág.): Það er eins og þú sért óeðlilega þunglyndur þessa dagana, og verður vart séð, hvað veldur þessu þunglyndi. Um helgina verður eitthvað til þess að bæta skapið, og á einn kunningi þinn ekki hvað sízt þökk skil- ið fyrir það. Þú ferð í stutt en skemmtilegt ferðalag. Þú skuldar einhverjum bréf, og skaltu ráða bót á því hið fyrsta. MeyjarmerkiÖ (24. ág.—23. sept.): Þetta verður vika margra óvæntra atvika. Yfirleitt má segja, að heildarútkoman verði jákvæð, þótt ýmislegt smávægilegt eigi eftir að angra þig eitthvað, en Þú ert fyllilega maður til að taka smávægilegu mótlæti þessa dagana. Þú munt vaxa í áliti hjá kunningjum þínum. Vogarmerkið (24. sept.—23. okt.): Þú hefur ver- ið að bíða eftir einhverju, sem átti að gerast í þessari viku, en líklega verður þú enn að bíða í svo sem vikutíma. Láttu það ekki eftir þér að verða óþolinmóður — það flýtir sízt fyrir. Smá- vægileg mistök einhvers í fjölskyldunni gætu dregið dilk á eftir sér, og snertir þig hvað mest. Drekamerkiö (24. okt.—22. nóv.): Það er eins og þér hafi verið í nöp við einhvern í fjölskyldunni undanfarið, og verður í rauninni ekki séð hvers vegna, en nú verður eitthvað til þess að viðhorf þitt til þessarrar persónu breytist mjög til batn- aðar. Á laugardag gerist atvik, sem lætur litið yfir sér í fyrstu, en í rauninni skiptir þetta framtið þína miklu. Bogmannsmerkið (23. nóv.—21. des.): Þú átt von á því að þér verði komið þægilega á óvart, lík- lega ekki fyrr en eftir helgi. Vinur þinn gerir þér ómetaniegan greiða, sem þú færð honum seint fulllaunaðan. Þessi vinur þinn á það sann- arlega skilið, að þú sýnir honum alla vináttu þína og nær- gætni. Fimmtudagur skiptir þig mjög miklu. Geitarmerkiö (22. des.—20. jan.): 1 þessari viku gerist það. mjög óvænt, sem þú áttir i rauninni ekki von á nærri strax, og verður það til Þess að vikan verður afar ánægjuleg, sem þú áttir sízt von á. Þér gefst tækifæri á að kynnast persónu, sem þig hefur lengi langað til að kynnast — og iáttu nú ekki óframfærni þína verða til þess að ekki verði úr þeim kynnum. VatnsberamerkiÖ (21. jan.—19. feb.): Þeir, sem fæddir eru í janúar, eiga von á mjög viðburða- ríkri viku. Þá er eins og skipti um fyrir þá, sem fæddir eru í febrúar. Þó verður vikan sízt af öllu leiðinleg fyrir þá. Þú eignast nýtt áhugamál í vikunni, og í fyrstu muntu vinna að því af eldmóði, en hætt er samt við því að þú farir allt of geyst af stað. FiskamerkiÖ (20. feb.—20. marz): Þér mun verða mikið úr verki í þessari viku, og veitir í rauninni ekki af, því að þú þarft að glíma við mörg verk- efni, sem krefjast skjótrar úrlausnar. 1 peninga- málum munt þú hafa lánið með þér, en tefldu samt ekki á tvær hættur. Vinur þinn veldur þér einhverj- um vonbrigðum, en liklega þó ekki lengi. 26 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.