Vikan


Vikan - 27.09.1962, Blaðsíða 25

Vikan - 27.09.1962, Blaðsíða 25
iNMETI Uppskriftir og matartilbúningur eftir Bryndísi Steinþórsdóttur FYLLT BRAUÐ Brauðið er holað innan með því að skera efsta hlutann af því og taka síðan nokkuð af brauðinu úr. Þannig brauð er gott að fylla með margs kon- ar afgöngum og jafningum. Bezt er að velgja brauðið og hafa jafninginn vel heitan. Skreytt með grænmeti. Borið með kaffi, öli eða te í staðinn fyrir srnurt brauð. RIJGKEX 200 gr. hveiti, 250 gr. rúgmjöl, 300 gr. smjör- líki, 2 dl. vatn, 2 msk. edik, 2 msk. kúmen. Hveitið er sáldrað í skál. Rúgmjöli og kúmeni blandað saman við. Smjörlíkið mulið í, vætt í með vatninu og edikinu. Hnoðað. Flatt út á vel smurðri bökunarplötu eins þunnt og hægt er. Pikkað og skorið með kleinujárni í ferkantaðar kökur eða tekið undan kringlóttu móti. Bakað við góðan hita ofarlega í ofninum, þar til kökurnar eru gulbrúnar. fljótlegt og hollt appelsínumarmelaði 2 appelsínur, 1 sítróna, 1 bolli aprikósur, syk- ur (púðursykur). Aprikósurnar eru lagðar í bleyti yfir nóttina. Appelsínurnar og sítrónan eru þvegnar, stimpl- ar skornir af séu þeir fyrir hendi, eins ef ein- hverjar skemmdir eru á berkinum. Því næst eru þær saxaðar í söxunarvél ásamt aprikósunum og vigtað. Sykur er látinn eftir bragði, t.d. % hlutar af þyngd ávaxtanna. Hrært þar til sykur- inn er bráðinn. Geymt í lokuðu íláti á köldum stað. Bezt nýtilbúið með kexi eða brauði. GULRÓTAMARMELAÐI 300 gr gulrætur, 1 dl vatn, 200—250 gr sykur, safi og hýði af einni sítrónu. Gulræturnar eru hreinsaðar og rifnar á grófu rifjárni. Soðnar með vatninu í 10 mín. Sykrin- um blandað saman við og soðið 10—15 mín. Þá er sítrónusafanum og hýðinu blandað saman við. Geymt og borið fram á sama hátt og appelsínu- marmelaðið. LUMMUR MEÐ SMJÖRI 2 egg, V2 bolli sykur, 2 bollar hveiti, 3 tesk. lyftiduft, mjólk. Eggin eru þeytt vel með sykrinum. Hveitið og lyftiduftið sáldrað og blandað saman við ásamt mjólkinni. Deigið á að vera fremur þunnt. Bak- að við hægan hita á fitugri pönnu í stórar lumm- ur, sem beztar eru nýbakaðar með smjöri. FYLLT EPLAKAKA (pie) 250 gr hveiti, 175 gr. smjörlíki, salt á hnífs- oddi, 100 gr sykur, 1 egg, 1—2 msk. rjómi. Hveitið er sáldrað á borð, salti og sykri blandað saman við. Smjörlíkið skorið með hníf og vætt í með egginu og rjómanum. Hnoðað. (Einnig má væta í með mjólk en þá þarf minna af henni). Látið bíða á köldum stað um það bil eina klst. Þá er deiginu skipt og flatt út í fremur þunnar kringlóttar kökur. Önnur er höfð dálítið stærri þannig að hún hylji hotn og barma á meðalstóru kringlóttu tertumóti. Fylling: 4—5 epli, 75 gr sykur, 75 gr rúsínur, 30 gr saxaðar möndlur. Eplin eru flysjuð og skorin í báta. Sykri, rúsínum og möndlum blandað saman við. Látið ofan á deigið í mótinu og hin kakan lögð yfir, brúnunum þrýst vel saman. 75 gr af smjörlíki er hrært með 75 gr af sykri og 20—30 gr af söxuðum möndlum. Þessu er smurt yfir kök- una sem er síðan pikkuð og bökuð við um það bil 225 gráður í %—1 klst. Bezt köld eða volg með þeyttum rjóma. ASPARGUS EÐA SVEPPAKAKA 100 gr hveiti, 100 gr smjörlíki (dálítið vatn ef þarf). Hveitið er sáldrað, smjörlíkið skorið í með hníf, vætt í með dálitlu vatni ef þarf. Hnoðað. Kælt. Flatt þunnt út. Eld- fast mót er klætt innan með deiginu. Fylling: 2 egg, 3 dl aspargus eða sveppasoð og rjómi, 200 gr rifinn ostur (reykt svínakjöt eða hangikjöt), 1 lítil dós as- pargus eða sveppir. Aspargusinn (eða sveppirnir), sem áður er síaður frá soðinu, er látinn jafnt yfir deigið ásamt smátt skornu kjötinu sé það notað og efst er osturinn hafður. Eggin eru síðan þeytt með soðinu og rjómanum og hellt yfir deigið. Bakað við 200—250 gráðu hita þar til kakan er fallega gulbrún og eggin hlaupin. Borðuð sem milliréttur eða í staðinn fyrir smurt brauð með öli te eða kaffi. Kökuna má einnig baka án fyllingar í stórum eða litlum mótum og fylla hana með ýmsum afgöngum svo sem grænmetisj afningum, kjöti í sósu og fleiru. í þriðja lagi er ágætt að búa kökuna Framhald á bls. 38.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.