Vikan


Vikan - 27.09.1962, Blaðsíða 20

Vikan - 27.09.1962, Blaðsíða 20
GAMLA MYNDIN. Þetta er mynd af G.O.-quintettinum, sem lék m. a. í Samkomusal Mjólkurstöðvarinnar fyrri hluta ársins 1947. Á myndinni eru f. v.: Ólafur Gaukur Þórhallsson, gítar (nú í hljómsv. Andrés- ar Ingólfssonar), Guðmundur Steingrímsson, trommur (nú í hljómsv. Hauks Morthens), Eyþór Þorláksson, bassi (nú hljómsveitarstjóri á Spáni), Gunnar Ormslev, altó-saxófónn (þegar þetta er ritað hljómsveitarstjóri á Hótel Borg) og Steinþór Steingrímsson, píanó (starfar lítið við hljómlist). af lítt þekktum söngvara, Mike Sarne. Lagið er bráð- skemmtilegt og framburður Mike skemmtileg tilbreyting. Lag þetta er orðið eitt vinsæl- asta lagið í Englandi og á á- reiðanlega eftir að verða mjög vinsælt hér á landi. Síðara lagið er rólegt og þar er fram- burður Mike á enskunni eins og hann á að vera (þó bregð- ur cockney-enskunni stöku sinnum fyrir, svo líklega er Mike Sarne þegar allt kemur til alls cockneyi, strákanginn). Bráðskemmtileg plata, gefin út af Pharlophone og fæst í Fálkanum, Laugavegi 24. < MIKE SARNE. NÝTAR HLJÓMPLÖTUR: Mike Sarne: Come outside og Fountain of love. Þegar ég kom í bæinn úr „sumarfríinu“ þá beið mín allstór plötu- bunki, plötur sem skrifað verður um næstu vikurnar. Ég spilaði þær allar einu sinni og lagið sem mér fannst athyglisverðast er einmitt fyrra lagið á þessari plötu: Come outside. Það er sungið á svonefndri cockney-ensku NÝ TWIST- KVIKMYND. Nú hafa þeir í Hollywood gert enn eina kvikmynd, sem snýst um dansinn twist og að sjálfsögðu er Chubby Checker aðalmaðurinn í þessari mynd. Það tók aðeins sjö daga að framleiða þessa kvikmynd, sem mun vera algjört met. (Á dögum þöglu myndanna voru reyndar oft framleiddar kvikmyndir á skemmri tíma en viku). A Chubby Checker í nýrri twist- kvikmynd. í kvikmynd þessari, sem ber nafnið „Don‘t knock the Twist“ kemur fram mikill fjöldi ungra söngvara, sem þekktir hafa orð- ið síðustu mánuðina fyrir að syngja twist-lög, og mörg skemmtileg twist-lög eru að sjálfsögðu leikin í myndinni. 20 VIKAN HÚN VISSI AÐ MAÐURINN, SEM EITT SINN HAFÐI VERIÐ UNN- USTI HENNAR, VAR DAUÐUR — HAFÐI VERIÐ DAUÐUR í TUTT- UGU OG FIMM ÁR. ENGU AÐ SÍÐUR STÓÐ HÚN MEÐ BRÉFIÐ FRÁ FIONUM I HENDI SÉR; BRÉF- IÐ, ÞAR SEM HANN KRAFÐIST HENNAR AFTUR OG MINNTI HANA Á EIÐINN, SEM HÚN HAFÐI SVAR- IÐ HONUM FORÐUM ... Smásaga eftir Elizabeth Bowen með mynd eftir Arnold. Þessum degi hennar í Lundúnum var senn lokið, og frú Drover hélt eins og leið lá þangað sem íbúðarhús þeirra hjóna stóð autt, yfirgefið og harðlokað; það var ýmis- legt smávegis, sem hún þurfti að taka þar og hafa heim með sér — upp í sveitina, þar sem þau hjónin höfðu setzt að vegna hinna sífelldu sprengjuárása á höfuðborgina. Þetta var undir lok ágústmánaðar, molluheitt í veðri og loftið þungt og rakt og regnskúrir öðru hverju, en í bili gægðust sólargeislarn- ir niður á milli skýjajaðranna og stráðu fölvu gulli á lauf trjánna og gangstéttarn- ar, en hálfhrunda reykháfa og gafla húsa- rústanna bar við myrka regnbólstrana. Gat- an og umhverfið, sem áður hafði verið allt að því hluti af henni sjálfri, var orðið henni einkennilega framandi. Það var eins og hún reikaði um klettóttar auðnir, hvergi mann- eskja á ferli, hlerar fyrir gluggum þeirra húsa, sem enn stóðu uppi, engin lif- andi vera, sem veitti för hennar at- hygli að undanteknum flækingsketti, sem skreið til hálfs út á milli járnrimla í garðshliði, en hörfaði svo inn aftur. Hún stakk bögglinum undir arminn, stakk lykl- inum í skráargatið á útidyrahurðinni, varð að taka nokkuð á vegna þess hve lásinn var orðinn stirður ... meira að segja varð hún að setja hnéð í hurðina, til þess að geta hrundið henni upp. Það var engu líkara en húsið hefði ekki einungis gleymt henni, held- ur hefði það og tekið upp fjandsamlega af- stöðu gagnvart mönnum yfirleitt og vildi vernda einveru sína fyrir þeim í lengstu lög. Henni kom það því ekkert á óvart þótt andrúmsloftið þar inni væri þungt og fram- andi og eins og þrungið annarlegri andúð; andrúmsloftið var hugarfar hússins, og það var bersýnilega ekki í skapi til að bjóða hana velkomna. Þar sem hlerar voru negldir fyrir stiga- gluggann, var myrkt í anddyrinu, en dyrnar inn í dagstofuna stóðu opnar, svo hún hrað- aði sér inn þangað og dró fellitjaldið í skyndi frá stóra glugganum. Og þótt hún væri hversdagslega raunsæ að eðlisfari, gat hún ekki varizt allt að því angurværri kennd, þegar fótspor allra þeirra ára og daga, sem hún hafði búið í þessum húsakynnum, blöstu allt í einu við sjónum hennar — gul reyk- rákinn á veggnum uppi yfir marmaraarn- inum, daufur hringurinn, sem stétt leirvas- ans hafði myndað á gljáfáða borðplötuna, farið í vegginn skammt frá dyrastafnum, þar sem hurðarhandfangið hafði alltaf skoll- ið þegar dyrnar voru opnaðar ... Að vísu hafði ekki mikið ryk borizt inn, því að gluggarnir voru að sjálfsögðu alltaf lokaðir og auk þess þéttir vel, en engu að síður var sem þunn, grá himna hefði verið dregin yfir hvern flöt þar inni, og þar eð eina loft- rásin var um arinháfinn, var hráslagalegt inni eins og jafnan verður hjá kulnuðum eldum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.