Vikan


Vikan - 27.09.1962, Blaðsíða 9

Vikan - 27.09.1962, Blaðsíða 9
NÝJU BÍLARNIR KOMA, EN HVAÐ LÍÐUR VEGUNUM? HVERSU LENGI GETA BIFREIÐAEIGENDUR ÞOLAÐ ÞAÐ SMÁNAR- ÁSTAND, SEM RÍKIR í YEGAMÁLUM LANDSINS? Reykvíkingar bregða sér gjarna austur á Þingvöll á sunnudögum á sumrin, þegar vel viðrar. Hér fá farkostirnir ærlegt bað á þvottabrettinu. Af öllu ógeði íslenzkra vega er rykið verst. Þegar umferð er mikil er ómögulegt að verjast því, sama hvort hratt eða hægt er ekið. verið yfir verstu holurnar og á köflum er miklu betra að aka fyrir utan veginn en eftir honum. Eftir veginum er oft ekið á miklum hraða, — í tvístefnuakstri. Þar hafa oft orðið slæm slys, þótt þau séu ótrúlega fá, miðað við allar að- stæður. Lögregluþjónn, sem mikið hefur haft með höndum eftirlit á veginum, hefur látið hafa eftir sér, að það undri hann, hversu fá slys verði á leiðinni, svo stórhættuleg sem hún er. Hafn- arfjarðarvegurinn er orðinn eins og gömul, stagbætt flík. Vegfarendur á þessari leið eiga kröfu til þess að mannsæmandi vegur verði lagður þar sem fyrst. Hér er ekki aðeins um að ræða hégómamál um fagra vegi, heldur varðar þetta einnig almenningsheill; verið er að bjóða hættunni heim með því að láta þetta dankast ár eftir ár. Þetta minnir óneitanlega á söguna um negrakónginn frá Afríku og það ástand, sem hlýtur að ríkjá í málefnum vegagerðar í ríki hans. Um Keflavíkurveginn er fátt eitt að segja, enda er hann að verða sígilt dæmi um framfar- ir í vegamálum á fslandi. Framkvæmdir hafa nú staðið yfir í þrjú ár og í haust er fyrsti kaflinn steyptur, 5 (fimm) km spotti ofan við Hafnarfjörð. Verði jafnvel haldið á spöðunum, sem hingað til hefur verið gert, má búast við, að veginum verði að mestu lokið um aldamótin 2000. Þangað til mun bifreiðastjórum og bílaeigendum gert að leggja bifreiðar sínar í stórhættu á vegi, sem á varla marga sína líka í hinum siðmenntaða heimi. ' Ástandið er verst í nágrenni Reykjavíkur og það er mjög eðlilegur hlutur. Þessi staðreynd virðist ekki virt hjá forráðamönnum vegamála. Vegirnir verða ófærir mánaðartíma á hverju vori á sömu stöðunum án þess að nokkuð sé að gert og þeir eru hálfófærir af holum og þvottabretti á sömu svæðunum árið um kring. e í þurrviðri eru íslenzkir vegir og umhverfi þeirra þakið þykkum rykmekki, en í regntíð verða þeir að forarvilpu. Viðhald vega þessara er algjörlega á valdi vegavinnuverkstjóra, sem einir virðast ráða, hvað borið sé ofan í þá. Þeir leggja ekki of mikið upp úr vinnuvísindum, en bera ofan í eftir eigin sérvizku og virðist það ekki háð neinu eftirliti. Um þetta er vegurinn milli Laugarvatns og Geysis, sem opnaður var í fyrra, sérlega gott dæmi. Aðalofaníburðurinn á leið þessari hefur verið stórgerð möl úr ár- farvegi, hnefastórir hnullungar án nokkurs bindiefnis. Þessi vegur á að verða aðalumferð- arvegur að Geysi og Gullfossi. Þó er hann svo mjór, að aka verður út í stórgrýtið á kantinum og stanza þar til þess að geta mætt bíl. Þessi vegur var breiður er honum var ýtt upp, en síðan var borið stórgrýti í mjóa ræmu á miðj- unni og það sem var utan við hana hefur runn- ið niður og horfið. Þetta er talandi tákn um ís- lenzka vegalagningu. Á vegi eins og þessum er stórhætta að vera nálægt öðrum bíl vegna grjót- flugs aftur af honum og sé um að ræða þungan vörubíl, standa grjótgusurnar langt aftur. Sama er að segja um veginn austur í Holtum í Rang- árvallasýslu, Flóaveginn og innsta hluta Hval- VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.