Vikan


Vikan - 06.12.1962, Blaðsíða 8

Vikan - 06.12.1962, Blaðsíða 8
Hann átti sér ekki lífs von, því báturinn var að sökkva undir hon- um. Þá fór hann niður í lúkar og fékk sér ærlega að borða . . . . Ótrúleg en sönn frásögn um bar- áttu upp á líf og dauða................... Eftir G.K. Teikning: Snorri Sveinn. Fyrst í stað kvaldist hann af kulda, því þetta var í lok janúarmánaðar og hita-- stigið við frostmark. En eftir nokkra stund fór hann að dofna í fótunum og smátt og smátt var eins og kuldatilfinningin hyrfi, en í hennar stað kom einhvers konar dofi, sem heltók hann allan, svo hann átti stundum fullt í fangi með að halda sér vakandi, þrátt fyrir öskrandi óveðrið allt í kring um hann, og freyðandi brot-- sjóana, sem kaffærðu hann linnulaust. En nú fann hann að hann átti ekki langt eftir. Kraftarnir voru alveg þrotnir,, og í rauninni hafði hann fullnýtt þá, þegar hann var að binda sig við siglutréð. Það hafði verið svo mikil áreynsla í öldurótinu, að hann hafði þá eytt sínum síðustu kröftum. En samt var eins og hann leyndi á einhverjum aukaforða afls. og hugrekkis,því alltaf gat hann haldið sér vakandi og með fullri rænu. Hann var að staðaldri á kafi í sjó uppundir axlir, en það leið aldrei langt á milli þess að hann kaffærðist í öldunum, sem brotnuðu á siglutoppnum. Þessi spíra var það eina af skipinu, sem enn var ofansjávar, og það var alls ekki víst að það yrði lengi. Það var líklega um meterslangur bútur, sem stóð upp úr sjónum, og honum hafði tekizt að binda sig við þennan bút um það bil er bátur- inn var að sökkva. En bátnum gat hvolft undan veðrinu hvenær sem var, eða siglutréð brotnað, og þá þurfti hann ekki að vera í neinni óvissu um framhaldið. Það var alveg útilokað að komast til lands, því veðurofsinn var svo mikill, vindhraði um 12 stig. Stormurinn æddi meðfram landinu og mundi bera hann meðfram ströndinni, en aldrei að landi, því þangað voru um 300 metrar. Þar að auki var niðamyrkur, því eins og fyrr segir var þetta í lok janúarmánaðar og báturinn sökk rétt eftir miðnætti, þegar rokið skall skyndilega á. Allt í einu fann hann að siglutréð tók að hreyfast í sjónum og fór að hallast undan veðrinu. Hann færðist neðar í sjónum og örskömmu síðar skall yfir hann ísköld alda og færði hann og siglutréð í kaf. Nú þóttist hann viss um að sitt síðasta væri komið. Nú hafði flakið runnið til neðst á skerinu og var að leggjast á hliðina, eins og hann hafði í rauninni alltaf búizt við að gæti komið fyrir. En um það bil er hann hélt að hann væri að missa meðvitund, fann hann svalt en lífgefandi andrúmsloft leika um vitin, og hann svalg í sig kolsvarta nóttina. Kannski hafði flakið aðeins hreyfzt til, en mundi ekki leggjast á hliðina. Vonin lifnaði við aftur. Honum fannst að þess yrði ekki langt að bíða, að hann mundi deyja. Fæturnir voru dofnir af kulda, og í raun- inni var hann orðinn tilfinningarlaus allur að neðan, á þeim hluta líkamans, sem var að staðaldri á kafi í ísköldum sjónum. Blakkirnar í siglutrénu lömdust stöðugt við brjóst hans, krappar öldurnar slengdu honum miskunnarlaust utan í siglutréð, hann vissi að hann var fyrir löngu orðinn kol- marinn á brjóstinu, og fannst í rauninni furðulegt að brjóstkassinn skyldi ekki hafa brotnað og hann marizt til bana fyrir löngu. 8 VIKAN Hahri hafði engah tíma til að ráðgast um það við sjálfan sig, hvort hann væri feginn frestinum eða ekki, því hann hafði nóg að gera að berjast við að halda höfðinu ofansjávar. Hann var fyrir löngu búinn að sætta sig við að deyja, og hann var ekkert hræddur við það. Strax og hann vissi að báturinn mundi sökkva, einsetti hann sér að forðast hræðsluna í lengstu lög, því hræðsla væri sama og uppgjöf, og þá væri sér bráður bani búinn. Hann barðist þess vegna við að hafa vald yfir hugsunum sínum, og það eina sem hann var í rauninni hræddur við,— var að verða hræddur. Og þetta var sannarlega engin smástund, sem hann var búinn að berjast fyrir lífinu, bundinn við siglutré í stórsjó um hánótt. Honum fannst að mörg ár væru liðin síðan hann stóð niðri í lúkar og var að háma í sig mat eins og hann gat í sig látið, og sannarlega hefði mörgum fundizt þetta löng stund. Það voru liðnir um þrír klukkutímar síðan að báturinn sökk og hann fór að berjast við að binda sig við siglutréð í ölduganginum. Hann hafði vonazt til þess að toppurinn á siglutrénu mundi standa upjo úr sjónum þegar báturinn væri sokkinn, því hann vissi nokkurn veginn um dýpið þarna fyrir utan skerið, og hæð trésins. Þess vegna hafði hann búið sig undir það eins vel og hann gat, og hafði meira að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.