Vikan


Vikan - 06.12.1962, Blaðsíða 61

Vikan - 06.12.1962, Blaðsíða 61
prestur átti erindi upp í hérað. Iíann var einn á ferð og reið með fram fjalli einu, spölkorn ofan við Grinda- vík. En þá er hann kom með fram norðurhlíð fjallsins, sá hann skyndi- lega hvar Þorleifur kom á móti honum, gangandi og tötralegur til fara. Prestur varð skelfingu lostinn, því að hann var hugdeigur, og eigi vildi hann eiga orðaskipti við Þorleif eins og á stóð. Hleypti hann því hesti sínum á snið ofan til við miðja hlíðina, en Þorleifur var frár vel, komst fyrir hestinn og varnaði prest- inum reið meðfram fjallinu í þá átt, sem hann stefndi. Þorbjörn beindi þá hestinum beint á brattann, en Þorleifur greip í tagl hestinum og vó sig bak, aftan við prestinn. Riðu þeir þannig tvímenning upp bratt- ann, unz Þorleifur náði kverkataki á presti og keyrði höfuð hans, aftur, en við það misstu báðir hestsins og ultu niður sandskriðu eina þar til þeir nárnu staðar við kjarrivaxna brekku og höfðu þá hlotið flumbrur mörg og kaun. Þó tókust þegar með þeim sviptingar eins og ósárir væru, en prestur hafði eigi afl við Þor- leifi, er lagðist þegar ofan á brjóst honum og þjarmaði að honum, svo að hann mátti sig hvergi hræra. Tók Þorleifur höfuð prests milli handa sér og horfði fast í augu honum langa stund, án þess að mæla. En svo lék glott um varir hans og hann linaði tökin á presti, um leið og hann sagði: „Nú mundi ég bíta þig á barkann, ef ég hefði ekki ólyst á blóði þínu. Og eigi nenni ég að bana þér eng- um ásjáandi, því að eigi vil ég laun- víg vega; heldúr skal vitni til, er veitt geta þér nábjargir! Þó mun ég eigi sleppa þér svo í þetta skipti, að eigi verði minjar nokkrar um fund okkar, og vil ég nú hýða þig sem krakkakind.“ Að svo mæltu sleit hann brókar- höld Þorbjarnar prests, reif upp hríslu og hýddi hann bak og fyrir,': svo að blóð spratt úr hörundinuý Síðan hljóp Þorleifur bak hesti prests og hleypti brott niður hlíð- ina og hvarf norður fyrir hymu fjallsins. Þorbjörn prestur sat lengi kyrr, lerkaður uppi í fjallshlíðinni og barst lítt af fyrir eymslum, og út- leikis var hann eins og ræfill rifinn upp úr svelli — föt hans öll í tætl- um og frá honum flakandi, blóð- storka í hári hans og hörund hans rispað og marið. Enginn var þarna nærri, en ferða- menn, sem áttu leið með fram fjall- inu, sáu prestinn í þessu annarlega og átakanlega ástandi, og þeir aumkvuðu sig yfir hann, skutu undir hann hesti og reiddu hann niður í Vog. Varð það sannmæli, sem Þorleif- ur frá Stafnesi sagði, að minjar nokkrar skyldu verða um fund þeirra prests þarna í hlíðinni, því að eftir atburð þenna, varð fjallið kennt við leiguprestinn í Vogi og kallað Þorbjörn. Þegar tíðindi þessi spurðust um héraðið, þóttu hrakfarir prestsins háðulegar, en enginn mælti þó bót ofbeldisverki Þorleifs, en eigi er þess getið, hvernig Hallberu konu hans varð við fregnina. Þorbirni presti þótti nú illa horfa um að hann kæmi fram hefndum á Þorleifi fyrir þetta síðasta tiltæki hans — utan þá einu hefnd, sem hann hafði ráð yfir, og hafði reynd- ar ætlað honum fyrr. Og þegar hann var gróinn sára sinna, tók hann rögg á sig og ákvað að láta til skarar skríða og setja Þorleif út af sakra- menti við næstu messugjörð í Vogi. Á Mikaelsmessudegi þetta haust var fjölmenni mikið við kirkju í Vogi. Það hafði fregnazt um hér- aðið, að þá mundi presturinn kunn- gera það, að Þorleifur frá Stafnesi væri sviptur sakramenti og fengi eigi framar, að guðs lögum og hinn- ar kristnu kirkju, að neyta líkama og blóðs Jesús Krists hins heilaga Drottins til friðþægingar syndum sínum — en af því leiddi nánast útskúfun úr samfélagi kristinna manna í lífi og dauða, þó að vísu væri hér eigi um sömu ógn að ræða og sjálfa bannfæringuna. Heimilisfólk allt í Vogi og Kot- vogi var gengið til kirkju og að- komufólkið dreif að hvaðanæva úr héraðinu. Ögmundur gamli sat í viðhafnarstóli sínum inni í kór, en næst honum var húsfólk hans og síðan húsfólk prests úr Kotvogi, þar á meðal Hallbera, kona Þorleifs og börn hennar þrjú. Presturinn var alskrýddur fyrir altari, og kirkjan orðin fullskipuð. Skyndilega var sem þytur færi um kirkjuna. Dyrnar opnuðust upp á gátt og vindsvali af vestri blés inn. Kirkjugestir litu um öxl og sáu um leið að Þorleifur frá Stafnesi var þar kominn. Hann bar við haf og himin, þar sem hann stóð eins og tröll í opnum kirkjudyrunum, hár og luralegur, og það var sem kvikan úti á voginum, og sólskinið, glitraði í úfnu hári hans og skeggi og stækk- aði skuggann, sem féll inn í kirkj- una. Þorleifur starði beint fram fyrir sig inn í kórinn, eins og hann vissi eigi af neinum frammi í kirkjunni. Það var harka í svip hans og fasið ógnandi. En þegar hann mætti augnaráði barnanna, sem voru við hlið konu hans inn við kórinn og _ horfðu á hann hvort tveggja í senn, skelfd og með trúnaðartraust í sak- leysislegum, bláum augum, var sem andartak slaknaði á hörðum and- litsdráttum Þorleifs og nokkur högl hrukku honum af augum og hurfu niður í skeggið á vöngum hans. En svo beindi hann augum sínum að prestinum, sem stóð fyrir altar- inu, og þá færðist hin harða gríma yfir svip hans á ný. Hann vatt sér inn úr dyrunum og gekk hröðum skrefum inn kirkjugólfið, leit hvorki til hægri né vinstri og nam eigi stað- ar fyrr en inn við altari. Þeir, sem næstir voru kór, sáu að Þorbjörn prestur varð fölur sem nár, og hendur hans tóku að skjálfa, svo að hann missti á gólfið guðs- orð, sem hann hélt á. En þegar hann beygði sig niður, brá Þorleifur langri sveðju undan buru sinni og lagði henni gegnum prestinn aftan frá, niður á milli herðablaðanna, svo að oddurinn smó gegnum brjóst- ið og nam í gólfi. Presturinn rak upp óp, sem kafn- aði í þungri stunu um leið og hann féll fram á gráturnar, en blóðlækur rann fram kórgólfið. Þá er kirkjufólk sá hver tíðindi voru orðin, hlupu til nokkrir karl- menn og vildu handsama Þorleif, en það var sem á hann hefði runnið æði. Andlit hans var þrútið og aug- un blóðhlaupin eins og í mannýgum tarfi. Hann dró sveðjuna úr sári prestsins og sveiflaði henni kringum sig, svo að engum var fært að ná til hans. Síðan hló hann tryllings- legum hlátri og hrópaði: „Hér hefur Djöflinum verið dillað í dag, svo sem til var stofnað! Nú er Drottinsþjónn dauður, og væri Ögmundur í Vogi eigi orðinn ör- vasa gamalmenni, væri maklegt að hann færi sömu leiðina. En það hlægir mig, að auður hans fer allur til andskotans, og allar hans jarðir og grösugu grundir, munu sviðna og skrælna, ha, ha, ha! Hann hló aftur hásum kuldahlátri, og beindi sveðjunni að brjósti sér og lét fallast fram á hana, unz odd- urinn stóð út um bakið. Fólkið í kirkjunni var sem lamað, og í augum þess var stjarfi ógnar og undrunar. Þorleifur féll ofan á lík prestsins við gráturnar — það var sem þarna hefði orðið bræðrabylta — og blóð þeirra beggja rann saman í einum farvegi fram eftir kórgólfinu og myndaði tjörn við stól Ögmundar í Vogi. Um eftirmála þessa atburðar á Mikaelsmessu anno 1232 greinir eigi saga, enda hefur glóð hraunsins runnið í spor þeirra, sem þá voru uppi og sátu í kirkjunni í Vogi þenna örlagaþrungna dag. Síðan hafa blóm- legar byggðir orpizt eldstorku og undir móðunni geymast gróðursæl- ar sveitir og kjarrivafnar heiðar. En yfir hraunið breiðast mjúkir mosafl^kar og drekka í sig tár him- insins, sem grætur grimm örlög, harðýðgi og misferli mannanna, bæði þeirra sem voru og þeirra sem eru. Tengdamóðirin. Framhald af bls. 35. að fylla krúsirnar af vatni. Þegar gestirnir fóru að drekka, var það orðið að víni. Meira að segja góðu víni. Jakob drakk sjálfur af því.“ „Þú getur þó sannarlega ekki trú- að þessu, það hafa verið einhver brögð í tafli. Jakob hlýtur að hafa verið eitthvað ringlaður.“ „Það getur verið, en þetta er ekki allt. Maðurinn frá Nasaret læknaði holdsveikan.“ - Nú hló ég upphátt. „Hættu nú!“ „Andrés sá það. Eftir því, sem hann segir, var hann illa farinn. Nefið á honum hafði brotnað al- veg af. Andrés stóð eins nærri og óhætt var og horfði á allt. Nasaret- maðurinnn snerti aðeins holdsveika manninn og þá var hann búinn að fá nef aftur. Og það sem meira var, húð hans var alveg hrein og óflekk- uð. Maðurinn var heilbrigður, það var enginn vafi á því.“ Við stóðum og störðum orðlaus hvort á annað. Ég vissi, að Andrés var ekki sú manngerð, sem væri líkleg til að ljúga eða ýkja. Það fór hrollur um mig. „Finnst þér þetta ekki einkenni- legt?“ spurði Simon. „Jú, og ég vil ekkert skipta mér af því. Komdu hvergi þar nærri, Simon.“ Hann svaraði mér ekki og starði þunglyndislega út í bláinn og þagði nokkra stund, en svo sagði hann: „Hann er með alls konar við- kvæmnishjal, eins og að elska óvini sína og fyrirgefa þeim, sem gera þér illt.“ Simon hækkaði röddina. „Hef- urðu nokkurn tíma heyrt aðra eins fjarstæðu?" „Nei,“ fullvissaði ég hann um. Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn, það segir Ritningin.“ „Það er satt.“ Hann þagnaði vandræðalegur. „Maðurinn frá Nasaret segir, að hann sé sonur Guðs.“ „Hvað segirðu?“ Ég gat varla tal- að, svo hneyksluð var ég. „En — en þetta er guðlast, Simon,“ stam- aði ég, „og það veiztu eins vel og ég.“ Simon skammaðist sín auðsjáan- lega. „Þetta gengur of langt, ég er sam- mála þér í því, en ...“ „Ekkert en ... Borðaðu matinn þinn og gleymdu þessu öllu.“ Simon fór að narta í matinn, dauf- ur á svip, og sagði svo: „Það er nú það, ég get ekki gleymt þessu. Ég hef enga skips- höfn lengur. Og ef ég hef enga skipshöfn, veiði ég engan fisk. Allir eru að hlusta á prédikarann. Meira að segja Andrés er farinn.“ Ég fylltist allt í einu gremju. Að Andrés skyldi geta fengið af sér, að yfirgefa bróður sinn, og það fyr- ir þennan ónytjungs trésmið. Ég fór að hata þennan Nasaretmann ákaf- lega fyrir það hvernig hann truflaði og eyðilagði lífs fólks og fyrir guð- lastið. „Hvað ætlarðu að gera?“ spurði ég. „Gera? Ég ætla að fara og hitta þenna náunga sjálfur. Þá veit ég þó hvað hefur komið fyrir þá alla •—■ sömuleiðis bróður minn.“ Ég varð óskiljanlega hrædd, ofsa- lega hrædd. Ég fann, að ég varð með öllum ráðum að sporna við því, að hann færi. í uppnámi mínu fór ég öfugt að því. „Farðu ekki, Simon!“ kallaði ég. „Ég bið þig að koma þar hvergi nærri. Það verður dropinn, sem fær það til að fljóta út úr, hvað prest- inum viðvíkur, og ...“ „Ég fer,“ hreytti hann út úr sér, „og hvorki þú né presturinn geta komið í veg fyrir það.“ Hann kom heim seint um kvöldið. „Simon?“ kallaði ég af dýnunni minni. »Já.“ „Sástu prédikarann?" „Já.“ Ég settist upp. „Jæja, ertu þá ánægður?" Þögn. VIKAN 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.