Vikan


Vikan - 06.12.1962, Blaðsíða 21

Vikan - 06.12.1962, Blaðsíða 21
 n\\\,7,v JOLABAKSTUR Smákökur GÓÐAR OG GAMALDAGS GYÐINGAKÖKUR 625 gr hveiti, 375 gr smjörlíki, 250 gr sykur, 2 egg, 2 tesk. hjartarsalt. Hveiti, smjörlíki, sykur, egg og hjartarsalt er hnoðað vel saman og flatt þunnt út. Kökur eru stungnar út með glasi, smurðar með eggi og sykri stráð yfir. Sumir nota kanil í sykurinn. Möndlurnar afhýddar í heitu vatni og skornar frekar gróft og raðað ofan á kökurnar. Bakaðar Ijósbrúnar í ekki of heitum ofni. Ef ekki eru notaðar möndlur má þekja þær með súkkulaðiglassúr þegar þær eru kaldar og þurrka þær aftur inn í ofni, líka má setja makkarónudeig í miðjuna á hverri köku áður en þær eru bakaðar. Makkarónudeig: 125 gr möndlur, 375 gr flórsykur, 3 eggjahvítur, 1 tesk. lyftiduft. AUSTURLENZKAR SMÁKÖKUR 1 bolli smjörl., 2 matsk. Neseafé eða annað duftkaffi, V2 tesk. salt, V2 tesk. möndludropar, 1 tesk. van- illudropar, 1 bolli sykur, 2 bollar sigtað hveiti, 94 bollar suðusúkku- laði (skorið í smástykki), V2 bolli möndlur (grófsaxaðar). Hitið ofninn vel áður en kökurn- ar eru settar inn. Blandið saman 5 fyrstu efnunum hér að ofan og blandið svo sykrinum smám saman í, síðan hveitinu. Síðast eru súkku- laðimolarnir settir saman við og deigið sett á ósmurða plötu, eða í lágt og breitt form. Möndlunum stráð yfir og þrýst niður í. Bakað við góðan hita í 20—22 mín. Þegar kakan er köld, er hún brotin ó- reglulega í stykki. MYNDAKÖKUR Vs bolli hálfbráðið smjörlíki, Vs bolli púðursykur (þjappað í boll- ann), 1 egg, % bollar dökkt sýróp. Blandið þessu vel saman. Bætið síð- an þurru efnunum í, sem hafa verið sigtuð vel saman: 294 bollar hveiti, 1 tesk. sódáduft, 1 tesk. salt, 2 tesk. kanill, 1 tesk. engifer. Kælið deigið og fletjið það síð- an frekar þykkt út, u. þ. b. fingur- þykkt. Skerið það í þær myndir, sem óskað er eftir og setjið með nokkru millibili á smurða plötu. Bakað þar til ekki verður far eftir fingur, ef stutt er lauslega á það. Skreytið kökurnar þegar þær eru kaldar. Hægt er að gera þetta að ljósu deigi með því að nota hun- ang í stað dökka sýrópsins og hvítan sykur fyrir púðursykur. Vanillu- dropa má einnig nota í stað kanils og engifers. Kökurnar eru bakaðar í 8—10 mín. venjul. og úr þessu deigi verða u. þ. b. 5 dúsín kökur. Flórsykur er notaður við skreyt- inguna, hrærður út með hæfilegu vatni (venjul. tesk. í bollann). Ef þekja á kökurnar með sykurleðju, á að nota meira vatn, en annars eru notaðar rjómasprautur við skreyt- inguna, eða pappírskramarhús með litlu opi í endann. Matarlit má nota í sykurinn og alls konar ávexti og skrautsykur, eftir því hvað á að búa til. KÚRENNUKÖKUR 175 gr hveiti, 250 gr smjörl., 100 gr sykur, egg, sykur og kúrennur ofan á. Hveiti, smjörlíki og sykur hnoðað vel saman og flatt út, ílangar kökur skornar með kleinujárni og pensl- aðar með eggi, sykri stráð yfir og kúrennum stráð yfir. Betra er að bleyta kúrennurnar nokkra stund áður en þær eru notaðar. DÖÐLU OG HNETUKÖKUR IV2 bolli hveiti, Vt tesk. sódaduft, 14 tesk. lyftiduft, 14 tesk. salt, 1 tesk. kanill, V2 tesk. negull, 14 tesk. allrahanda, % bolli smjörl., 1 bolli púðursykur, 2 egg, 2 bollar hnetur, 2 bollar steinlausar rúsínur, 2 boll- ar döðlur, 2 matsk. sherry eða koníak. Hrærið smjörlíkið með sykrinum þar til að er hvítt, bætið eggjunum, lauslega hrærðum, smám saman í. Hneturnar, döðlurnar og rúsínurnar saxað og látið í næst, en síðast er þurru efnunum bætt í ásamt víninu. Deigið er kælt og síðan látið með tesk. á smurða plötu með nokkru millibili. Bakað í meðalheitum ofni í 12—15 mín. Þetta gerir u. þ. b. 4 eða 5 dúsín af kökum. SANDSMÁKÖICUR 1 bolli smjör, V2 bolli sykur, 2 bollar hveiti, V± tesk. lyftiduft, V2 tesk. romm. f þéssa uppskrift þarf helzt að nota smjör, ef kökurnar eiga að verða ljúffengar. Það er brætt og látið aðéins brúnast. Hrært í því, þar til það er kalt. Bætið hinum efnunum í og hrærið vel. Deigið þarf að vera vel kalt áður en það er flatt út í og á þykktin að vera u. þ. b. V2 cm. Skorið út í mjög smáar kökur og bakað í heitum ofni í ca. 10 mín. MORAVIAN JÓLAKÖKUR Notið flórsykur í stað venjulegs sykurs, og 4 eggjarauður í stað 2 heilla eggja. Bætið 2 matsk. af þykkum rjóma í deigið. Fletjið það út ca. Vj cm þykkt og búið til stjörnur með þar til gerðu formi. Þekið kökurnar með glassúr og skreytið með skrautsykri, möndlum og ávöxtum, meðan glassúrinn er óharnaður. JÓLAKRINGLUR Bætið 94 bolla við sykurinn (1% bolli) og aukið lyftiduftið um 2 teskeiðar (3 tesk.). Bætið Vs bolla af koníaki, V2 bolla af smásöxuðum hnetum og 2 matsk. af kúmeni í deigið. Flatt mjög þunnt út, skorið í allavega kökur og bakað í meðal- heitum ofni í 5—8 mín. RÚLLUKÖKUR Skiptið deiginu í tvo hluta, bætið V2 bolla af bræddu og kældu suðu- súkkulaði í annan helminginn. Fletjið út þunnar stórar kökur og leggið lögin hvort ofan á annað og rúllið upp eins og rúllutertu. Kælið deigið og skerið í sneiðar og bakið í 6—10 mín. Framhald á bls. 58. VIKAN 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.