Vikan - 06.12.1962, Blaðsíða 55
upp á milli fótanna á mér. Það var
demantshringur. Nú vorum við
heppnir, segir hann og hampar
hringnum framan í mig. Heppnir?
sagði ég og vissi ekki hvaðan á mig
stóð veðrið. Já, nú seljum við hann
og skiptum andvirðinu fifty fifty
á milli okkar, því hefði ég ekki séð
hann, hefðir þú hirt hann, þegar þú
hreyfðir þig næst. Ókey, við löbb-
um af stað til þess að selja hring-
inn, en þá eru allar skartgripabúðir
búnar að loka, því þetta var seint
um kvöld, og loks leit hann á úrið
sitt og sagði: — Hvert í heita, mað-
ur, ég er að missa af lestinni til
Boston. Heyrðu, ég skal selja þér
minn helming fyrir fimmtán doll-
ara. Hann kostar meira, en þá kemst
ég frítt til Boston. Nei, ég hef ekk-
ert við hann að gera, sagði ég, en
þú skalt fá minn hlut fyrir tíu doll-
ara. Ég átti náttúrlega enga fimmtán
dollara, en ég var ekkert að hampa
því framan í hann. Þá sagði hann:
Ég þekki karl hérna rétt hjá, sem
kaupir svona hluti án þess að spyrja
um hvernig þeir eru fengnir, og
hann hefur aldrei lokað. En hann
er var um sig, það er bezt að ég
fari einn og þú bíðir úti á meðan.
Svo stakk hann sér inn í hús þarna
nálægt, og síðan hef ég ekki séð
hann.
Það er ekki nema von, að menn
séu varir um sig þarna. En þú getur
líka dottið á götu og fótbrotnað eða
legið dauður í hálfan mánuð, án
þess að nokkur skipti sér af þér,
ef lögreglan kemur ekki. Einu sinni
sá ég roskna konu, með fangið fullt
af pinklum, detta á götu í New
York. Það var fullt af fólki í kring
um hana, og það flýtti sér allt burt.
Ég rauk til, en það var þrifið í mig
og mér varnað að komast til hennar.
Hvað er þetta? sagði ég. Ætlið þið
bara að láta konuna liggja þarna?
Passaðu þig á henni, var svarað,
hún getur verið vasaþjófur. Og
þarna lá hún, þangað til lögreglan
kom.
SURTUR í FlNUM FÖTUM.
Negrarnir eru ekki eins slæmir
og Gyðingarnir. Þeir eru bara svo
fullir af minnimáttarkennd. Einu
sinni mátti ég velja milli íra og
negra í klefa með mér. frinn var
lítill kjöftugur og leiðinlegur, og
ég valdi niggarann. Hann var ósköp
feginn og var góður og rólegur fram-
an af. Svo fór hann að fá lánað
hjá mér, sokka, bindi og skyrtur
og svoleiðis. Það var allt í lagi. En
svo keypti ég mér einu sinni helvíti
fín 80 dollara föt. Skömmu seinna
ætlaði ég í samkvæmi, þar sem við
vorum í höfn, og fór niður í skip
til að fara í nýju fötin. Heldurðu
þá ekki, að surtur sé farinn í fína
gallanum mínum! Ég átti önnur
föt, svo að þetta var allt í lagi, en
þegar hann kom svo um borð og
við hittumst, sagði ég: Heyrðu,
Frank, það er allt í lagi að þú fáir
lánuð af mér föt, en ef eitthvað
kæmi nú fyrir þau, myndirðu þá
borga mér þessa 80 dollara, sem ég
gaf fyrir þau? Hvað heldurðu að
ég sé, svaraði hann. Milli eða hvað?
Nei, það veit ég, að þú ert ekki,
svaraði ég, og þess vegna skaltu
láta þessi föt eiga sig. — Am I not
good enough to wear your clothes?
sagði hann þá og varð illur. Svona
eru þeir, alltaf á verði og finnst að
verið sé að setja þá lægra en hvíta
manninn.
Og það eru fleiri viðkvæmir.
Einu sinni vorum við Siggi heitinn
halti að tala íslenzku í messanum,
þá þreif einn ítalaskrattinn ameríska
brunaöxi og reiddi að Sigga og
sagði: We speak English here, sonny.
Og einn negrinn réðst að konu í
sporvagni með hníf reiddann á loft,
bara af því að konan var að hlæja
að einhverju, honum alls óviðlcom-
andi, og' urraði illilega: What's so
funny?
Já, strákar, þegar maður fer að
hugsa um það, gerðist margt á þess-
um árum. En sennilega þykir ykkur
mestur matur í því sem síðast gerð-
ist. Það var kostuleg saga, sem auð-
Vitað byrjaði í fylliríi.
„FORSTJÓRAR" á CUVENAS.
Við vorum á olíuskipi þá, ég og
góður íslenzkur vinur minn, og vor-
um að taka olíu í smáþorpi á strönd
Colombia, Cuvenas, minnir mig það
heiti, ca 3 km frá Cartagena. Þetta
er svona lítil olíustöð, sem er starf-
rækt 6—7 mánuði á árinu, meðan
verið er að fylla tankana af hreins-
aðri olíu, og svo er ekkert að gera
og enginn mannskapur þangað til
næsta tímabil byrjar. Við vorum
síðasta skipið, sem kom þarna við
á þessu starfstímabili, fórum í land
með um 150 dollara í vösunum og
náttúrlega á fylliri og önnur
skemmtilegheit, og þegar af okkur
rann var skipið farið, en við orðnir
eigendur að hórukassa, svo sem 10
kílómetra utan við þorpið! Niggar-
inn, sem átti kassann, vissi að
bíssnisinn var búinn í bili og prakk-
aði forretningunni upp á okkur. Ég
veit ekki, hve mikið við gáfum
fyrir hana, sjálfsagt það, sem við
áttum eftir ódrukkið; en allt fémæt-
ið, sem við fengjum í staðinn,
var ekki annað en einn gam-
all ísskápur, sennilega 10 doll-
ara virði. ,.Húseignirnar“ voru
sex litlir strákofar undir jafn
margar negrastelpur, sem voru
þarna á sex mánaða samningi, og
aðalhúsið — þið hefðuð átt að sjá
það! Það var stráþak á fjórum
stólpum, með borðum og bekkjum
úr óhefluðum fjölum — og náttúr-
lega ísskápurinn. Úr rjáfrinu héngu
tvær rafmagnsperur, það var eina
lýsingin á staðnum. Ég vil taka það
fram, að á þessum stað er hóruhús
álitið jafn sjálfsagt og matsala.
Við græddum ekkert á þessu, það
var eins og tveir ofdrykkjumenn
hefðu keypt vínbar. En sem betur
fór fréttum við af manni, sem vildi
kaupa eignina, og við seldum hon-
um góssið fyrir það, að hann flytti
okkur til Kúbu.
VOPNASMYGL A CARÍRAHAFI.
Hann skutlaði okkur þangað og
var þar með orðinn löglegur eig-
andi að forretningunni með negra-
stelpunum sex, en við fórum til
Havana. Þar leituðum við uppi góð-
an bar og fórum þangað. Við vor-
um varla setztir, þegar til okkar
kom Gyðingur og spurði hvaðan
við værum, hvort við værum
Skandinavar. Jú, við vorum það.
Hvort okkur vantaði ekki létta
og vel launaða vinnu? Jú, það gæti
vel verið. Þá vísaði hann okkur á
litla snekkju, sem hann sagði okkur
að taka og sigla til Miami, en þar
ættum við að taka lítinn farm og
afhenda skipum frá Dóminíkanska
lýðveldinu. 3500 dollarar fyrir túr-
inn, 10 daga. Hann skyldi útvega
skipstjórnarpappírana. Jú, ég fékk
þá, þeir voru argentískir. Svo tók-
um við smá vopnasendingar í Mimai
og dóluðum með þær út með strönd-
■
getið notið fegurðarleyndardóms Mörthu Hyer
„Ég nota Lux-sápu á
hverjum degi“, segir
Martha. „Ég hef
komizt að raun
um, að hún
verndar hör-
undslit minn
eins og hezt
verður á kos- *-
hvít, bleik, blá,
græn og gul
„Lux er mín sápa", segir Martha Hyer, „Ég hef
notað Lux árum saman. Hún var mér góður fé-
lagi, þegar ég kom til Holiywood. Þið megið
ganga að því vísu, að Lux-sápan fyrirfinnst á
snyrtiborði sérhverrar kvikmyndastjörnu".
Já, Þegar þér notið Lux-sápu, er ekki eingöngu
um andlitsþvott að ræða — heldur og fegurðar-
meðhöndlun. Og þér munuð verða Martha Hyer
sammála um það, að betri sápu fyrir hörundið
getur ekki.
9 af hverjum 10 kvikmyndastjörnum nota Lux handsápu
X-L.T* 82í/lC-»04t-»
VIKAN 55