Vikan - 06.12.1962, Blaðsíða 53
varð við komið; hikaði og ekki við
að framkvæma það, er hún vissi ■
líf mannsins í veði. Afklæddist hún
í skyndi og snakaði sér í bólið hjá
Jóni Sigfússyni og lagðist fast að
honum og vafði hann örmum svo
rekkjuföt kyrrðust. En þegar svo
hafði dregið úr skjálfta hans að
stundu liðinni að ekki þótti spón-
skaftsins lengur við þurfa, bauð
heimasæta að sæng og brekán skyldi
dregið yfir höfuð þeim, að betur
nýttist varmi hennar og var svo
gert, og tveggja marka spilkomma
með því franska messuvíni sett á
hillu við höfðagaflinn. Og þar sem
ekki þótti nú örvænt um líf gests-
ins lengur, gengu og aðrir til náða,
nema húsmóðirin, sem vakti frammi
í eldhúsi og þurrkaði vosklæði
hans á hlóðarsteini ...“
Gamli presturinn brosti og blá-
grá augun ljómuðu af góðlátlegri
kímni undir hélusköflum harðra
brúna. „Það er haft fyrir satt, að
ekki hafi verið lögg eftir í spil-
kommunni um morguninn, og hvort
sem það nú hefur verið messuvín-
inu franska að þakka eða armlögum
heimasætunnar, ellegar suðrænum
varma hvor tveggja, þá er víst um
það, að enginn þóttist sjá lungna-
bólgu eða önnur hrakningamerki á
Jóni bónda Sigfússyni, þegar hann
steig af baki þeim höttótta heima
á hlaðinu í Skörðum um nón daginn
eftir. Þvert á móti höfðu hjúin
aldrei séð hann léttari í bragði og
mannborlegri. Það er haft eftir
ítölskum ábóta, að messuvínið
mundi þarflaust með öllu, ef ekki
fyrirfyndust neinar konur. Þarna
sýnist kenningu hans snúið við, þar
eð messuvínið hefði ekki komið að
neinum notum, nema fyrir nálægð
konunnar; meira að segja sterkar
líkur fyrir því, að hún hafi gert
það óþarft með öllu. Að minnsta
kosti mun fólk hérna í sveitinni
hafa verið eindregið þeirrar skoð-
unar, því að aldrei heyrði ég neinn
efast um að það hefði verið heima-
sætan ein, sem barg lífi hans“.
En nú var sem hinum aldna klerki
þætti nóg um sitt eigið léttúðar-
hjal. Hann gerðist alvarlegur aft-
ur og því til áréttingar dró hann
silfurdósirnar upp úr vasa sínum
og snússaði sig af enn meiri virðu-
leik en fyrr, en engu að síður lifði
kímniglampinn þó enn í augum
hans. „Já, eins og ég sagði, er hætt
við að þetta þætti broslegt nú. En
í þann tíð sá enginn neitt broslegt
við þetta tiltæki Sigurbjargar
heimasætu. Hún hafði einungis gert
það sem skyldan bauð hverjum
manni og konu, þegar náunginn
var í nauðum staddur og bani bú-
inn,- Og þó hún þyrfti ekki að æða
út í brimgarðinn eða vaða eld til
þess, hafði hún engu að síður unn-
ið þá hetjudáð, sem krafðist jafn-
vel enn meira hugrekkis eins og
siðalærdómurinn og almennings-
álitið var þá. Miskunnarlaus bar-
átta þessa fólks fyrir tilveru sinni,
kynslóð fram af kynslóð, hafði
gert það raunhæft í mati; það dæmdi
hvern einstakling af viðbrögðum
hans þegar á reyndi, setti boðorð
lífsins ofar öllum kennisetningum,
þegar í • harðbakkann sló. Þess
vegna þóttu þau bæði menn að meiri
eftir, Sigurbjörg fyrir lífgjöfina og
Jón af því hvernig hann síðan
launaði hana vorið eftir, þegar hann
gekk að eiga hana, bláfátæka og
heldur lítilla ætta, og gerði hana
að húsfreyju í Skörðum. Jafnvel
presturinn lézt ekki vita neinn
meinbug á, þegar hann lýsti með
þeim, þótt bæði honum og öllum
almenningi væri fullkunnugt um,
að samkvæmt þeim lagabókstaf sem
þá gilti, var óheimilt að gefa saman
mann og konu, er gerzt höfðu sek
um að liggja í einni sæng svo upp-
víst yrði“.
„Hrakspár fólks um þennan ráða-
hag voru því ekki af neinum vand-
lætingartoga spunnar. Og þó að Jón
væri orðinn þrjátíu og tveggja ára,
en Sigurbjörg ekki nema tvítug, þá
hafði margt hjónabandið reynzt af-
farasælt, þrátt fyrir meiri aldurs-
mun. Enn síður var, að nokkur teldi
hættu á því að Jórunn kynni að
reynast tengdadóttur sinni þung í
skauti; þvert á móti, að það yrði
henni þá mest að þakka ef allt færi
sæmilega. Nei, en það þótti nú einu
sinni sannreynt, að lík börn léku
bezt — og varla gat nokkur mann-
anna börn jafn gerólík á allan máta
og þau Jón og Sigurbjörgu".
„Þótt undarlegt kunni í fljótu
bragði að virðast, var talsvert hall-
að á Jón í hrakspám þessum, og
hlutur Sigurbjargar gerður þeim
mun meiri, að vísu óbeinlínis hvor
tveggja, en kannski kom almenn-
ingsálitið, eins og það var, er og
verður alltaf í sínu innsta eðli, þar
enn skýrara í ljós einmitt fyrir það
—■ sem spegilmynd þess mats og
þeirra viðhorfa annars vegar, sem
lífsbaráttan og lífskjörin leiða til
öndvegis á hverjum tíma, en hins
vegar þeirra snöru þátta mannlegs
eðlis, sem haldast óbreyttir að
mestu frá kyni til kyns. Allir voru
á einu máli um það, að Jón Sigfús-
son væri góður maður og hinn vand-
aðasti í alla staði. Og vist var hann
vel gefinn, þótt hann gæti á stund-
um komið allt að því einfeldnis-
lega fyrir. Jafnvel sérvizka hans
og hégilja, var ekki með þeim hætti,
að kona gæti ekki fyrirgefið hana,
ef ... Já, það var einmitt þetta
„ef“, sem enginn var þó í rauninni
í efa um“.
„Það var jafnvel til að fólk léti
í það skína, að það væri nokkrum
vafa bundið hvort Jón hefði, þegar
á allt var litið, launað Sigurbjörgu
lífgjöfina eins stórmannlega og orð
var á gert, er hann batt hana í
rekkju hjá sér ævilangt, ekki meiri
Sri4:M«u:i
lóleu
ínn:nu!:miií mi«p
Laugavegi 33.
Ávallt gott úrval af tœlúfœriskjólum.
Verið vél klœddar meðan þér bíðið.
garpur. Fannst og mörgum undar-
legt, að þessi föngulega, fjörmikla
og tillitsheita stúlka skyldi leggja
slíkt á sig fyrir nokkurn auð að
ganga með Jóni til sængur aftur,
eftir þá reynslu, sem hún mátti hafa
fengið af honum, nóttina þegar hún
varð að sóa öllum sínum meyjaryl
í að þíða hann aftur til lífsins í
örmum sér undir sæng og brekáni.
Eflaust hlaut hana líka að iðra þess,
og heldur fyrr en síðar, annað væri
gagnstætt mannlegu eðli. Og þá
var eins víst að jafnvel franskt
messuvín kæmi að litlu haldi. Yfir-
leitt lauk þó þessum spaklegu rök-
ræðum á eina lund; forlögin
mundu hafa sína meiningu eins og
endranær, og það kæmi á daginn
fyrr eða síðar“.
„En mannlegt eðli er margslungið
og óútreiknanlegt og mörgum hefur
orðið hált á að byggja spár sínar
cj6 n^JxHoj
YIKAN 53