Vikan


Vikan - 06.12.1962, Blaðsíða 14

Vikan - 06.12.1962, Blaðsíða 14
Elsku bezta mamma mín! Þakka þér ástsamlega íyrir bréfið þitt, sem kom á laugardaginn. Það er leiðinlegt að þú skulir vera svo lasin að þú treystir þér ekki til að koma og vera hjá okkur á jólunum. Vertu viss, við munum s kna þín ákaflega, ég veit satt að segja ekki hvernig við getum haldið jól án þín. Æ já, mamma mín ég var búin að þrá svo að þú kæmir, ég þarf að tala svo margt við þig. Auðvitað ætti ég ekki að vera að þreyta þig með því að segja þér frá mínum áhyggj- um og vandamálum, því ég á þó dóttur, og maður skildi halda, að henni stæði næst að bera með mér sorgir mínar, og leyndarmál. En mamma mín, ég get ekki talað við hana eins og þig. Hún skilur mig ekki. Ég held að fátt ungt fólk skilji þá, sem eldri eru. Auðvitað ætti ég að bíða með að segja þér þetta allt þangað til ég kem í sumar, því það er bráðum komið sumar. Tíminn flýgur áfram. Æ, ég kvíði fyrir blessuðum jólunum og öllu umstanginu. Ég á bókstaflega allt eftir að gera, og ég veit að áður en ég hef lokið við helminginn af því öllu, eru jólin komin, síðan er komið vor, áður en maður hefur áttað sig, síðan sumar og haust og önnur jól. Og einn góðan veðurdag er maður orðinn hundrað ára eða meira. En ég ætalaði að segja þér frá Helgu. Ég er stundum svo hræðilega þreytt á henni. Hún er auðvitað ekki verri en gerist og gengur með telpur á hennar aldri, flestar mæður eru í mestu vandræðum með dætur sínar. Við Heiga erum líka svo fjarskalega ólíkar, eigum bókstaflega ekkert sameiginfegt. Helga vill vera góð við mig, það veit ég, en hún á bara ekki sí og æ að tala um, að hana vanti skó, kjól eða pils, þegar hún veit að ég þarf nauðsynlega að fá mér nýja vetrarkápu. Vitanlega lætur góð móðir barnið sitt ganga fyrir í þess- um efnum, og ég er svo sem alls ekki að kvarta, en þetta er dálítið þreytandi. Mig langar líka að lifa og eiga falleg föt, ég er þó ekki nema íjörutíu ára. Ég er svo þreytt, svo þreytt, ég verð alltaf að vera að baka, til þess að geta gefið vinstúlkum Helgu að drekka, því ég kæri mig ekki um að hún þurfi að skammast sín fyrir mig eða heimilið sitt. Svo verð ég að hlusta á masið í þeim, æ, mamma, þær eru svo yfirbak kjánalegar og heimskar. En hvað gerir maður ekki fyrir börn n sín. Ég álít það lika skyldu hverrar góðrar móð- ur að kynnast félögum barna sinna og fylgjast með öllu þeirra háttemi, af sömu ástæðu vaki ég alltaf þangað til Helga kemur heim af skólaböllunum. Helga er reglulega stillt og góð stúlka, enda hef ég alið hana vel upp, kennt 14 VIKAN henni að þekkja muninn á góðu og illu og varað hana við hættunum sem bíða unglinganna nú á dögum. En mér finnst aldrei of varlega farið, þess vegna vil ég helzt aldrei sleppa af henni hendinni. Ég verð aldrei fullkomlega róleg fyrr en hún er gift góðum og heiðar- legum dreng, þá fyrst get ég farið að hugsa um sjálfa mig. Var ég búin að segja þér frá nýja leigjandanum mínum, — já, Ásgeir er fluttur. En fyrst við erum farnar að tala um Ásgeir. Þú hefur nú ef til vill haldið að við tvö mynd- um rugla saman reytum okkar og sjálf var ég ekki svo fjarri því að halda slíkt um tíma. En mamma sjáðu til, ég er afskaplega fegin að ég sá mig um hönd, því Ásgeir er svo gamall, hann er kominn yfir fimmtugt. Hann er auðvitað ágætur maður, og ég er viss um að hann hefði orðið mjög góður við okkur Helgu, — en hann er langt frá því að vera skemmtilegur. En ég var að segja þér frá Ragnari nýja leigjandanum okkar. Hann er ákaflega skemmtilegur og sjarmerandi maður, og ég skal játa það strax að ég er hættulega hrifin af honum, en mamma mín, ég hef grun um að hann sé ekki síður hrifinn af mér. Hann kemur oft hingað niður til að fá lánaðan síma, eða þykist þurfa að síma, en þér að segja held ég að hann komi fyrst og fremst til að sjá mig. Stundum býð ég honum upp á kaffi, og þá sitjum við lengi og spjöllum um alla heima og geyma. Hann er óttalegur sælkeri og elskar góðar kökur, svo mamma, ef þú skyldir komast yfir nýjar uppskriftir hjá nágrannakonum þínum, ættirðu að senda mér þær við tækifæri. Annars er dálítið annað, sem mig langar að biðja þig að gera fyrir mig. Viltu skrifa Helgu og biðja hana að koma og vera hjá þér nokkra daga í jólafríinu. Þannig er mál með vexti, að við Ragnar erum svo sjaldan ein, af því Helga er fekin upp á því að vilja alltaf vera heima, segist ekki nenna út. Ragnar er ákaflega kurteis og góður við hana og þetta skipti sem hann bauð mér í bíó urðum við að taka hana með. Þú skilur að þetta er mjög óþægi- legt, og á meðan svona stendur, rekur hvorki eða gengur hjá okkur Ragnari. En ef Helga færi til þín, þá ... Auðvitað er mér ljóst að það er afskaplega ljótt af mér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.