Vikan - 06.12.1962, Blaðsíða 23
SAGA EFTIR
LOFT GUÐMUNDSSON
FYRSTI HLUTI AF FJÓRUM.
TEIKNINGAR HALLDÓR PÉTURSSON.
nesku duggurnar fuglana hennar Maríu, eins
og hann þó forðast að ræða þarna nokkuð um
sig eða sína, eða að minnast á það sem gerðist
á hans eigin heimili, þó sumir þeir atburðir
væru ekki síður annálsverðir en margt það ann-
að, sem hann tínir til. En honum er það
vorkunn, þess háttar kemur við kvikuna. Og
hann var viðkvæmur, þótt hann flíkaði lítt til-
finningum sínum, og líka dulari fyrir það að
hann fann sig misskilinn af flestum, ekki hvað
sízt sumum af sínum nánustu ...“
Hann gekk enn um gólf, þó ekki eins hratt
og áður. Handlék silfurdósirnar, annars hugar.
„Fuglarnir hennar Maríu ... kannski hann hafi
grunað hvílíkum örlögum þeir áttu eftir að
valda einkadóttur hans. Ekki kom honum allt
á óvart, þeim manni. Sótti það til móður sinnar,
Jórunnar gömlu. Hún var svo berdreymin, sér
í lagi á efri árum, að það skyldi ekki bregðast,
að hún vissi þannig fyrir í hvert skipti sem
þeir frönsku strönduðu við sandinn. Lét þá
alltaf ljós lifa í baðstofuglugganum, sem að
sjónum sneri og vakti yfir því sjálf, nætur-
langt. Og víst er um það, að mörgum varð hún
lífgjafi, grútarkolan hennar Jórunnar gömlu,
þótt hún lýsti ekki langt út í náttmyrkrið —
sízt í slyddbyl eða hríð, sem oftast var þegar
þeir strönduðu, því að þá sáu þeir ekki brim-
brotið við sandinn fyrr en skipið tók niðri, og
eftir það var ekki að sökum að spyrja. Þeir
voru ótaldir, starndmennirnir, sem sú týra lýsti
síðasta spölinn heim í baðstofuylinn í Skörðum,
og annars hefðu líklega farið framhjá bæn-
um, eða orðið úti á sandinum, kannski rétt fyr-
ir utan túngarðinn".
Honum varð litið á málverkið á veggnum.
„Þá voru skipströnd tíð hérna við sandana",
mælti hann og var horfinn heim í byggðina
undir jöklinum. „Oftast franskar duggur, sem
héldu sig á miðunum úti fyrir frá því í febrúar
og fram á vor, en líka stærri og stoltari gnoðir;
spítalaskip og birgðaskip, sem fylgdu duggun-
um eftir, eða herskip og jafnvel Indíaför, fermd
ormasilki, gulli og gimsteinum. Að minnsta
kosti lifa enn sagnir um það hérna, hvað fólk
átti í miklum vandræðum með ormasilkið. Það
skrjáfaði svo ónotalega í því, að það þótti hvorki
notandi í sængurklæði né annan fatnað, og loks
ristu bændur það niður í lengjur og fléttuðu
úr reiptögl og beizlistauma. Þá voru meisar og
kláfar smíðaðir úr mahóní og amboð úr dýr-
asta rauðaviði. Og þá áttu kotkarlar þær guða-
veigar á ankerum, standandi á stokkum úti í
skemmu, sem útlenzkum hefði þótt ganga guð-
lasti næst að vættu kverkar ótignari manna en
gullbryddra kaptuga og aðmírála. Þegar stoltar-
gnoðirnar stóðu á sandi, urðu stranduppboðin
eftirminnilegustu mannfundir. Þangað sótti hver
maður úr nálægum sveitum, sem vettlingi gat
valdið. Og margur hafði þaðan heim með sér kjör-
grip fyrir lítinn pening, sem hann vissi þó ekki
hvers virði var eða kunni önnur skil á, hafði jafn-
vel ekki hugmynd um til hverra nota hann var
ætlaður. Oft var þarna líka nokkur gleðskapur;
freistandi að ylja sér svolítið innan rifja, því að
kalsamt gat orðið þarna á berangrinum út við
brimgarðinn, og ekki þurfti annars við en að slá
sponsið úr einhverri tunnunni. Kannski hafði upp-
boðshaldarinn ekki heldur neitt á móti því að
karlarnir yrðu rétt mátulega hýrir, því að þá
hljóp þeim kapp í kinn og buðu hver á móti öðr-
um. Og ekki held ég að nokkur hafi fundið til þess,
að þetta stæði í nokkurri mótsögn við harmleik-
inn, sem gerzt hafði þarna úti í brimgarðinum fyrir
nokkrum nóttum, þegar skipið var að velkjast
þar í ólögunum, sem brutu og brömluðu allt ofan
þilja, skoluðu fyrir borð bæði kviku og dauðu og
slitu þá jafnvel af reiða og rám, skipverjanna,
sem höfðu bundið sig þar, þegar þeir sáu hvað
verða vildi. Þetta var lífsins gangur, og hafa varð
hraðann á að bjarga því, sem bjargað varð og ann-
ars grófst í sand, engum að gagni ...“
Prestur nam enn staðar frammi fyrir málverk-
inu og handlék silfurdósirnar. Það var ekki laust
við. að mér þætti hann fara að gerast helzt til
langur, aðdragandinn, en enn var skammt liðið á
kvöld, og sögð saga er eins og uppsprettulindin,
sem velur sér farveg um leið og hún streymir
fram.
„Nei, hann sleppir engu, sem hann hefur einu
sinni náð tökum á, sandurinn hérna“, mælti hann.
„Og hann sleppti þeim heldur ekki fyrr en í fulla
hnefana, sem björguðust úr helgreipum brimsins,
oft að því er virtist fyrir óskiljanlegt kraftaverk.
Og vitanlega héldu þeir sig hólpna þegar þeir
höfðu fast land undir fótum. Sú lífgjöf varð þeim
þó tíðum hermdargjöf, sandurinn sá um það. Þeir
voru margir, sem króknuðu í slyddunni eða frusu
í hel í hríðinni, þegar þeir ráfuðu um hann í leit
að byggð, villtir vegar í náttmyrkrinu, klæðlitlir,
stundum jafnvel berfættir og meira eða minna
slasaðir. Eða þá að þeir komust á bæi við illan
leik, oft skaðkalnir og skaddaðir, og létust svo eftir
þungar þjáningar eða tórðu við ævilöng örkuml,
þótt þeim væri veitt öll sú hjúkrun og aðhlynning,
sem fólk bar kunnáttu til í þann tíð og við varð
komið í baðstofukytrunum. En þeir voru líka til,
sem ekkert sýndist á bíta, urðu heilir sára sinna
og náðu sér svo fljótt eftir hrakningana, að þeir
gátu setið á hestbaki alla hina löngu leið til höfuð-
staðarins eftir nokkrar vikur. Var það þó ekki
Framhald á bls. 49.
„Ekki var það nein nýlunda
að hrakta gesti bæri að garði
í kotinu við Kvíslina, því að
margur komst í hann krapp-
an, þegar hún var í þeim
hamnum. Og þótt hjónin þar
væru bláfátæk og húsakynn-
in þröng og hrörleg, jafnvel
eftir því sem þá tíðkaðist, var
géstrisni og öll aðhlynning
þar víðrómuð. Fáir höfðu þó
leitað þar skjóls jafn illa á sig
komnir og Jón bóndi í Skörð-
um var í þetta skiptið, enda
ærið tilefni ...
vikan 23