Vikan


Vikan - 06.12.1962, Blaðsíða 18

Vikan - 06.12.1962, Blaðsíða 18
HINRIK I MERKINESI SPJALLAR VIÐ VIKUNA UM ÆTTERNI OG GÁFNAFAR HUNDA, NEÐANJARÐARHEIMA MINKA, SJÓSÓKN FRÁ KIRKJUVOGI, STANGARVEIÐI Á NORÐURLANDI, FJÓSASKÍT OG VELMEGUN. Þegar við renndum Volkswagninum frá Fal heim að hliðinu að Merkinesi í Höfnum, stóð ungur sveinn uppi á túngarðsveggnum og bauð góðan dag. Við spurðum hann að heiti. — Ég heiti Atliævareyþórsson, svaraði piltur. — Einmitt, svöruðum við, — og þú munt vera dóttursonur Hinriks í Merkinesi. Það reyndist rétt vera, og aðspurður tjáði hann okkur, að afi hans væri heima. Hann gekk með okkur heim yfir túnhólinn í áttina að bænum, og sagði okkur ennfremur, að hundtík sú gulbrún, er kom með gjammi og öðr- um vinahótum á móti okkur, héti Lotta. Hundsgjammið gerði vart við okkur, og Hinrik bóndi í Merkinesi kom á móti okkur fyrir bæjarhornið. — Blaðaviðtal? Einu sinni skrifaði Sigurður O. Björnsson á Akureyri mér og bað mig um mynd af mér á forsíðu á Heima er bezt og eitthvað spjall inn í blaðið. Ég skrif- aði honum um hæl og sagði honum, að það væri ekkert svoleiðis af mér að hafa. Einn daginn er ég kannski á dýraveiðum suður um allt nes, næst kominn út á sjó á skak, og svo getur vel verið að hilli undir rassinn á mér með veiði- stöng norður í landi. — En þú kannt nú frá ýmsu að segja.. Vær- irðu ekki tilleiðanlegur að spjalla svolítið við Vikuna, ef við lofum því að setja þig ekki á forsiðuna? Hinrik hló góðlátlega: —• Gangið í bæinn piltar. Það er fyrsta skrefið. Við gengum til stofu og hundarnir og sveinn- inn Atliævareyþórsson fylgdu okkur eftir. Tíkin Lotta var kát sem fyrr, þreif neftóbaksdós af borðinu og lagði hana í kjöltu mína. — Hún er vinaleg, tíkin, sagði ég. — Hún lætur eins og hvolpur. Það er ekkert lát á látunum í henni, þótt hún sé orðin þriggja ára. Annars er hún af Thors-ættinni, en það máttu ekki setja í blaðið. Svoleiðis var, að Björn Thors — er hann ekki blaðamaður líka? — átti forláta tík, og einu sinni auglýsti hann tíkarhvolpa gefins. Um sama leyti átti ég sex- tugsafmæli, og mér var gefinn þessi tíkar- hvolpur. Hundar eru ómissandi við minkaveið- ina, ekki hvað sízt hér, þar sem minkurinn á sér annan heim í hrauninu og fjörugrjótinu. Þessi hérna —• og Hinrik bendir á annan hund, stærri og rórri — er eldri og ráðsettari. Hann heitir Þorgrimur, kallaður Toggi. Já, hundarnir mínir. Ég get ekki verið án þeirra. En það er vandi að venja minkahund. Hann má til dæmis ekki drepa rottur. Það er ekki hægt, að þeir fari að snuðra eftir rottum, þegar þeir eiga að fá mink. Það verður að taka rottuna af þeim strax og rassskella þá kannski, og segja þeim að þeir megi þetta ekki. Það er svo merkilegt með hundana, að ef maður venur þá á að skilja mannamál, gegna þeir því sem maður segir. Það er eins og þeir finni, að þeir eiga að skilja mann, og þá leggja þeir sig eftir því. Það er oft, að ég ligg öðrum megin við klett og rýni á minkaholu. Þá kemur hund- urinn og vill fá að gægjast líka. Þá segi ég svona, ósköp lágt: Farðu hinum megin. Og þá fara hundarnir bak við klettinn og koma hinum megin og standa þar á verði. Bob, hundurinn, sem ég átti á undan Togga, hann var alveg sérstaklega skynsamur. Ef ég dauðskaut mink, steinhætti hann að gelta. En ef ég hitti illa eða alls ekki, hélt hann áfram að gjamma eins og vitlaus væri, jafnvel þótt minkurinn lægi eins og dauður. Og ég segi alltaf, að hann hafi getað talið minkana. Einu sinni sagði ég við hann. Farðu hérna út í hraun og leitaðu að mink. Hann snuðraði svolítið í kring um mig, og svo var hann farinn. Ég hugsaði ekki um það meir, fyrr en ég heyrði hann gjamma, þá fór ég af stað með byssu og járnkarl þangað sem Bob gelti. Svo kom mink- ur, ég skaut hann, en Bob vildi ekki líta við honum heldur gelti áfram. Einu launin, sem hundarnir fá, er að leika sér svolítið að minkn- um dauðum, hrista hann til og bíta. Nei, hann vildi það ekki, gjammaði áfram, og svo kom annar. Enn vildi Bob ekki fara að leika sér, og svo kom sá þriðji. Þá hætti Bob að gelta, og fór að leika sér. Svona var þetta oftar. Nú er svo komið, bæði fyrir aukna þekkingu, betri tæki og ekki sízt hundana, að minkurinn er í stórundanhaldi hér. í hitteðfyrra fékk ég 59 minka, árið eftir ?1 og í ár hef ég ekki fengið nema 16. Og þó hef ég ekkert smá svæði, frá Reykjanesi að Garðskaga, hælinn, ilina og tána. Og það eru afleitt margar víkur og vogar á þessu svæði og margar smugur í grjótið fyrir minkinn. Sérstaklega er það í stórgrýtis hraun- skriðu þar sem kallað er á Draugum milli Kinrik spyr liunda sína, hvort minkur sé í holunni. 18 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.