Vikan


Vikan - 06.12.1962, Blaðsíða 22

Vikan - 06.12.1962, Blaðsíða 22
Gamli presturinn var staðinn upp frá skrifborði sínu og gekk um gólf. Og þar eð ég þóttist hafa tekið eftir því að svo gerði hann ævinlega, ef eitt- hvað leitaði fast á huga hans eða honum var miikð niðri fyrir, áleit ég rétt að láta hann um það, hvort samtal okkar yrði lengra að sinni. Ég tók því enn að blaða í kálfskinnsbundna doðrantinum, sem vakið hafði forvitni mína í bókaskáp klerks. „Lítil Aldarfars Lísing eður Annáls Brot“, stóð ritað dregnu letri á titilsíðu. Upphafsstafir flúraðir og lýstir fölrauðu bleki. Þar fyrir neðan skrifað settlegri snarhönd: „Saman tekin og skráð af Jóni Sigfúss Syni Bónda í Skörðum" Úti á götunni kvað við bílflautuöskur og hemla- hvinur. Gamli presturinn snarstanzaði á göngu sinni um flosmjúka gólfábreiðuna; hvarflaði brot úr andrá spyrjandi augum um stofuna eins og sá er hrekkur upp af draumi, áttar sig ekki í veru- leikanum og leitar þar einhvers, er geti sannað honum að hann vakni til sama umhverfis og hann sofnaði frá, eða þá að hann saknar draums síns og leitar ósjálfrátt nokkurra tengsla við hann í grámózku vökunnar. Eilítið þyngri í spori, lotnari og eldri en fyrir einu andartaki, hóf hann aftur gönguna, en nam svo staðar frammi fyrir mál- verkinu á veggnum, þar sem heiðjökulbungan yfir myrkum sandinum, sem skildi byggðina í grænni fjallakvosinni milli kvíslanna frá víðu út- hafinu, blasti við sjónum hans, í hvert skipti sem Éty* ' — ' honum varð litið upp frá skrifborðinu. Ég flettif—^ gulnuðum blöðunum. Greip af handahófi niður í ■ ! annálsgreinarnar. Vinnumaður nokkur norðlenzk- ur, sem var við róðra á Suðurnesjum á vorvertíð, „skar sig á háls í verbúðinni þá aðrir voru rónir, og hafði áður alla sína mötu étið“. Sagt var „að fyrir vestan“ ræki kynjafisk á fjörur, hausinn sem af eiri, hreistrið af silfri og uggar með gulls lit, en á bolnum „undarlegt letur sem rist væri, hvað þó enginn ráða kunni“. Og á Trínitatis „varð úti förukona milli þæja vestan Kvíslar. Fann kirkju- fólk hana nær heim kom frá messu, afvelta í einum litlum þúfnapolli hvar hún króknað hafði“. Skriftin var nokkuð farin að mást, en snarhöndin settleg og hrein eins og á titilblaðinu, þó ívið stirð- legri þegar aftar dró. Öll frásögn þyrrkingsleg og hlutlaus, hver setning klippt og skorin og ósjaldan gripið til skammstafana — leyndi sér ekki að fj aðrapennanum hafði verið stjórnað af grand- varleik fræðaþulsins, sem nauðugur viljugur varð að hlýða köllun sinni, þótt aðstæðurnar skæru honum allt til þess naumt við nögl, tímann, ljós- mstið, pappírinn og jafnvel sótblekið. P '•"tur gekk um gólf og var nú léttur í spori og teinréttur, eins og hann hefði yngzt um ár við það að hvrrfa sem snöggvast í anda heim á græna vinina í jökulkvosinni; eins og hann hefði fundið þar aíiur draum sinn. Eflaust tók það á hann að hafa óbeinlínis verið dæmdur útlægur þaðan og gert að setjast i helgan stein í höfuðstaðnum. Og W mt g|lllln ‘&;S 'ji]|| m W i/ þó að hann hefði þá þjónað því presta- kalli í nærri mannsaldur, sem talið var ^ eitt hið erfiðasta á landinu, fannst honum sennilega dómurinn ranglátur — eins og sóknarbörnunum, sem skor- uðu árangurslaust á viðkomandi yfir- völd að veita honum undanþágu frá aldursákvæðum; meðal annars á þeim forsendum, að enn hefði aldrei komið til messufalls á annexíum hans, vegna þess að hann vílaði fyrir sér að fara yfir sanda og jökulvötn, hverju sem viðraði. Ég fletti randverptum blöðunum, renndi augunum yfir gulnaðar síðurn- ar án þess nokkuð, sem þar var skráð, yrði. til að binda athygli mína, nema rétt í svip. Og fyrr en varði hafði ég enn staldrað ósjálfrátt við annálsgrein- ina, sem ég hafði fært í tal við gamla prestinn; þessa hugþekku, litlu frá- sögu, sem stakk svo undarlega í stúf við dánardægur, sóttir, slysfarir, veð- urfar, fénaðarhald, aflabrögð, skip- skaða, hrakninga, stranduppboð og annað það, sem Jón bóndi í Skörðum áleit þess virði að geymast komandi kynslóðum til heimilda um samtíð hans, baráttu hennar og örlög ... „Úrbanusarmessu. Þær frakknesku duggur lágu borð við borð í ládeyðu undir sandi í morgun. Settu upp segl undir miðaftan, þá byr rann á og slög- uðu austur með, en nú er sá tími er þær halda á miðin úti fyrir Austfjörð- um og Norðausturlandi og sjást þá ekki aftur fyrr en á vetrarvertíð. Taldi ég þær, þrjá tugi og þrem betur, af bæjar- hólnum, en María spurði hvert fallegu fuglarnir sínir á sjónum væru að fara“. Gamli presturinn dró litlar silfur- dósir upp úr vestisvasanum og snússaði sig af langþjálfuðum virðuleik, sem ef- laust hefur oft vakið lotningu með sóknarbörnum hans og áreiðanlega orðið spurningakrökkunum minnis- stæðari en mörg ritningagreinin. „Já, fuglarnir hennar Mariu“, varð honum að orði, eins og hann annað hvort læsi hugsanir mínar eða gæfi því nú fyrst gaum, sem ég hafði innt hann eftir fyrir stundarkorni síðan. „Dálítið ein- kennilegt að Jón gamli í Skörðum skuli komast þannig að orði; kalla frakk- 22 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.