Vikan - 06.12.1962, Blaðsíða 44
Jólaljósin lýsa
hringaksturinn
um gróðrar-
stöðina.
Jólaskreylingar
SKÁLAR - KÖRFUR
KRANSAR - KROSSAR
GRENIVAFNINGAR
við Miklatorg.
Símar 22822 — 19775.
PIERPONT ARMBANDSUR HEFUR
ALLA KOSTINA:
höggvarið
vatnsþétt
árs ábyrgð
dagatal
óbrjótanleg gangfjöður
verð við allra hæfi.
Sendi í póstlcröfu um allt land.
Qarðar Olafsson, úrsmiður
Sími 10081.
Lœkjartorgi
í Róm um það að skrásetja skyldi
alla heimsbyggðina. Það er að segja
Rómaveldi.
Og þetta var þegar Kyrenius var
landstjóri á Sýrlandi.
Fæðingarkirkjan er mikil og
rammger. Stórar dyr með róm-
verskum boga hafa einhverntíma
snúið framá torgið. En ekki lengur.
Það er fyrir löngu búið að múra
uppí þær og láu til þess ærnar á-
stæður. Tyrkir höfðu það sem sé
fyrir sport að ríða með alvæpni
innum dyrnar og strádrepa kirkju-
gesti. Nú er aðeins gengið innum
hliðardyr. Lágar dyr og þröngar.
Þar verða allir að beygja sig, hvort
heldur þeim finnst það ljúft eða
leitt; hvaða hug sem þeir bera til
kristinnar trúar og atburðarins, sem
hér átti sér stað.
Konstantín mikli byggði þessa
kirkju á fjórðu öld. Enda ber hún
þess merki. Einsteinungar í súlum,
flúr í Kórinthustíl, leifar af forn-
um mósaíkmyndum á víð og dreif
um ellisnjáða veggi. En yfir dyr-
unum miklu: Heilagur Georg að
gera útaf við drekann.
Úr þverskipi kirkjunnar göngum
við niður í kjallara. Þar var hellir,
eða svo er sagt: Hellir Heródesar.
Hann hafði heyrt boðskapinn um
fæðingu Jesú. Að mikill konungur
væri fæddur. Það hljómaði ekki
nógu vel í eyrum Heródesar; auð-
veldast mundi að sigra hann strax.
Og hann lét þau boð út ganga, að
deyða skyldi sérhvert sveinbarn.
Svo var gert og líkin látin í þennan
helli. En þarna rétt hjá er annar
hellir, — það er raunar erfitt að
sjá það lengur. En fyrir sama kemur.
Það er hellir Jósefs; svo nefndur
vegna þess, að þar var Jósef stadd-
ur, þegar engillinn kom til hans
og varaði hann við. Taldi honum
öruggast að koma sér undan og
forða barninu frá útsendurum
Heródesar. Og það gerði hann.
Fæðingarkapellan er undir há-
altari kirkjunnar, fyrir miðju lang-
skipi hennar. Þar er gengið niður
bæði frá norðri og suðri og þá erum
við á þeim stað, sem talið er að
Jesú hafi fæðzt. Á þessum stað finn-
ur maður nálægð jólanna á undar-
legan hátt. Áður en varir hljóma
Heims um ból og aðrir jólasálmar
fyrir eyrum, án þess að nokkur
hljómur heyrist neins staðar. Því
hér er mjög kyrrt og rótt. Kannski
dálítið þungt loft. Og mikið reyk-
elsi. Um þennan stað hafa menn
farið höndum af meiri lotningu en
ég veit dæmi um. Að vísu er það
ekki allt eftir smekk nútímamanna,
en það getur verið gott fyrir því.
Þarna var fjárhúsið með jötunni
þar sem umkomulitlum hjónum frá
Nazaret var holað niður um nætur-
sakir, því að eigi var rúm fyrir þau
í gistihúsinu eftir því sem jólaguð-
spjallið segir:
— En meðan þau dvöldu þar
kom að því að hún skyldi
verða léttari. Fæddi hún þá
son sinn frumgetinn, vafði
hann reifum og lagði hann
í jötu,--------
Þessi atburður á sér rúm og
mynd í hugum allra kristinna
manna. Hver sér þetta fyrir sér á
sinn hátt. Ég man eftir þessu
mótívi á ótölulegum fjölda helgi-
mynda og altaristafla; jata úr tré
með krossfótum, full af heyi, nokkr-
ir asnar og virðulegar, halasíðar
kindur við hlið þeirra Jósefs og
Maríu. Og á sumum þeirra: Vitr-
ingarnir, gamlir menn og síðskeggj-
aðir með gull, reykelsi og myrru.
Allt fært í skáldlegan búning, fjar-
lægt raunveruleikanum í Bethle-
hem. En hvaða máli skiptir það.
Kjarni málsins er fæðing Jesú, en
ekki hitt, hvort þetta var raunveru-
lega gripahús eða eitthvert annað
úthýsi, höggvið inn í bergið. Mér
hefur alltaf fundizt eitthvað kald-
ranalegt við þessa úthýsingu; að
þeim hljóti að hafa verið afskaplega
kalt þessa nótt. En þarna á staðn-
um verður þetta allt saman eðlilegt.
Það er hlýtt og notalegt í Bethle-
hem, jafnvel um jólaleytið og
mannabústöðum hefur alltaf verið
þannig háttað þar, að lélegur skúti
var hér um bil jafngóður og það
sem kallað var húsnæði. Sumir ef-
ast um, að jatan hafi staðið ná-
kvæmlega þarna. Það gæti svo sem
annað eins hafa skolazt til. En mér
finnst það heldur ekki skipta máli.
Við vitum, að þessi atburður átti
sér stað á þessum slóðum; mér
fannst Bethlehem í heild orka jafn
sterkt á mig og sjálf fæðingarkap-
ellan.
Það er gengið þangað niður gegn-
um þröngar marmaradyr; þrepin
slitin af fótataki þeirra milljóna,
Hvar er örkin hans Nóa?
Ungírú Yndisíríð
býður yður hið landsþekkta
konfekt frá N Ó A .
Síðast þegar dregið var hlaut
verðlaunin:
SÓLVEIG AXELSDÓTTIR,
Bæjarhvammi 2, Hafnarfirði.
Nú er það örkin hans Nóa, sem
ungfrú Yndisfríð hefur falið í
blaðinu. Kannski í einhverri
myndinni. Það á ekki að vera
mjög eríitt að finna hana og ung-
frú Yndisfríð heitir góðum verð-
launum: Stórum konfektkassa,
sem auðvitað er frá Sælgætis-
gerðinni Nói.
Nafn
Heimilisfang
Örkin er á bls.
Sími
44 VIKAN