Vikan


Vikan - 06.12.1962, Blaðsíða 9

Vikan - 06.12.1962, Blaðsíða 9
Þórður Halldórsson. — Hendur sterklegri en í meðallagi — segja fataskiþti á hleðan báturinn var að sökkva, og fékk sér vel að borða ... En það er líklega rétt að byrja á byrjuninni. —O— Þórður Halldórsson var skipverji á vélbátnum Orra, sem var 29 rúmlestir að stærð. Þann 30. janúar 1954, kl. hálfníu um kvöldið kom vélbáturinn úr róðri og lagðist við bryggju í Ólafs- vík. Veðrið var gott um kvöldið, og tekið var til óspilltra málanna við að skipa dagsaflanum á land, en því næst var allt gert tilbúið til að fara aftur út á veiðar. Skipverjar fóru síðan í land til að matast, en áður var Orri færður til og bundinn utan á vélbátinn Odd, sem lá þar við bryggjuna. Þegar Þórður var búinn að matast, flýtti hann sér aftur niður í bát, því skipstjórinn hafði lagt fyrir hann að fara þangað aftur strax og hann gæti. Þórður hafði nestisbita með sér í skrínu niður í lúkar bátsins þar sem hann færði sig í hlífð- arföt, klofhá vaðstígvél, svartan sjóstakk og gulan sjchatt á höfði. Á meðan hann var að þessu, fann hann að veðrið var að versna, bví báturinn var farinn að láta nokkuð illa í böndum. Hann vissi að á þessum slóðum er ekki óalgengt að ofsarok skelli á fyrirvaralaust, en ekki bjóst hann samt við því að þessu sinni. Honum kom það þó ekki mjög á óvart, þegar einn skipsfélaga hans kom til hans og sagði honum að ákveðið hefði verið að flytja Odd, bátinn sem þeir voru bundnir við. Þórði datt samt ekki til hugar að það yrði gert fyrr en Orra- menn væru tilbúnir til að færa Orra utan af Oddi og ganga frá honum annars staðar, og hann beið því rólegur niðri í lúkar á meðan skipsfélagi hans fór í land til að ná í skip- stjórann og aðra félaga þeirra. Stuttu síðar heyrði Þórður einhvern kalla hvort „nokkur væri hér“ og hélt að nú væru félagar hans komnir til að m II færa bátinn. En þegar hann kom upp á þilíar, brá honum ónotalega í brún, er hann sá að báturinn hafði verið losaður frá Oddi, sem var að fara frá bryggjunni. Þórður var nú einn um borð í Orra, og fárviðri var skollið á. Hann bóttist vita að Oddur hefði slitnað frá bryggjunni, enda kom síðar á daginn að það var rétt. Þórður vildi ekki trúa því að óreyndu að Orri hefði varið látinn reka stjórnlaust í þessu veðri, og bjóst við því að skip- verjar á Oddi mundu kasta til sín dráttartaug, en sú vcn brást þegar hann sá að Oddur sigldi út úr höfninni og hvarf út 'í náttmyrkrið. Hann var því staddur einn um borð í stjórnlausum bát, sem rak óðfluga undan veðrinu, og mundi stranda von bráðar ef eitthvað yrði ekki að gert. Og þetta eitthvað yrði hann sjálfur að gera, — og það strax, því annars væri honum dauðinn vís. trfil lilli :ö ;:l ' ■' , I : :;y;% gllp:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.