Vikan - 06.12.1962, Blaðsíða 17
Appelsínan og vatnið.
Svipaður leikur er að láta afhýdda appelsínu á botn
tveggja vatnsfata og fylla þau með vatni. Að öðru leyti
eins.
Að naga niður eplið.
Hengið epli á spotta neðan í loftið, svo eplin séu í
nefhæð þátttakenda. Eitt epli fyrir hvem. Síðan eiga
þátttakendur að borða eplin úr spottunum með hendur
fyrir aftan bak. Sá vinnur, sem fyrstur lýkur við sitt
epli. Sumir láta þátttakendur hafa bundið fyrir augun,
og aðrir ganga jafnvel svo langt að taka eplin niður, eftir
að þátttakendur hafa tekið mið á þau og bundið hefur
verið fyrir augu þeirra.
Að éta spottann.
Bindið venjulegan tvinna utan um lítið súkkulaði-
stykki, þannig að um tveggja metra endi sé hvorum
megin. Tveir þátttakendur fá hvor sinn enda — upp í
sig — og eiga að éta sig eftir spottanum — án þess að
lúta áfram eða beygja sig. Sá sem étur sig að súkkulað-
inu, fær það í verðlaun. Framhald á bls. 62.
Hér að ofan eru bök á fjórum spilum. Hve fljótt getið þið fundið,
hvaða spil þetta eru, með hliðsjón af eftirfarandi upplýsingum?
a. Það er kóngur hægra megin við drottningu
b. Það er drottning hægra megin við kóng
c. Það er kóngur hægra megin við kóng.
d. Það er spaði hægra megin við spaða.
e. Það er spaði hægra megin við hjarta.
•guranojpegeds -f §o jngugijegeds g ‘jngugsjeiJeCq g ‘guiunojpejieCq ja *x :jbas
Ótrúlegt en satt: Þessi
hattur verður grænn, þeg-
ar hann hefur verið litað-
ur rauður! Jú, það er satt,
og meira að segja getur
liturinn breyzt fyrir aug-
unum á þér. Litaðu hatt-
inn fagurrauðan, horfðu
svo fast á hann nokkur
andartök, og síðan skaltu
líta snöggt á ljósan flöt.
Hvað sérðu? Grænan hatt!
Eldspýtur eru til margra
hluta nytsamlegar, ekki
síður til dægrastyttingar
en til þess, sem þær eru
upphaflega ætlaðar. Hérna
kemur eldspýtnaþraut.
Getið þið fært fjórar
eldspýtumar, og fengið út
þrjá jafnhliða feminga?
Engin má vera afgangs.
Lausnin er aftar í blað-
inu.
Hve lengi var
svefnfriður?
Einn gegn blaðamaður
hér á landi var nýkominn
úr langri ferð, og hafði
sofið lítið og illa nokkra
undanfarna sólarhringa. —
Þegar heim kom, hugsaði
hann með sér að sofa nú
einu sinni ærlega út, og
fór í rúmið klukkan sex
að kvöldi. Hann ætlaði að
sofa til klukkan níu næsta
morgun, og setti því vekj-
araklukkuna á níu, áður
en hann gekk til sængur.
Hve lengi fékk hann að
sofa?
•exup BCj(j jtjjo
jjgrnjq ueqqnpx :JBAg
HVAD ER AÐ?
Harin hefur verið laglega utan við sig, sá sem teiknaði þessa
mynd. Viljið þið ekki benda honum á verstu vitleysumar, þær
eru að minnsta kosti 14 eða 15. Ef þú getur fundið 10, er það
gott, 12 eða fleiri afbragð. Reyndu, hvað þú getur fundið á
fimm mínútum.
•sigsAtueJj oas go ‘UUIJ9JS uinugag gnuqiaj ja ubuijjjoq
•umsjjjos JBUOJJ suuaAj i ja unn 'SI 'S-ia3 iJJOAq jb uuis ma jeuunqinjs
jgjjS 'Zl 'PUiíui ijessad e euiiaq ejjeA e uuiqzueqxog qj -jeuunqjnjs
uuijgCq e euiuija eige ibjuba geq '01 'jSnjo jXus juunqqnjq e g '6 'Jojs
jo 'já’iuúnqqnjq e 9 uejej, '8 'gejs mnjjai e jqjja ja ueupioyj 'L 'uigam
umgeq suia iqjja ja jeuunqjnjs ejsgiajgieH '9 eunjjjjnjjj e ijejsnjoj
jbjuBj\ ‘S 'eumjjjnjq e- jbjuba uuisia ueuuy 'f •jeuuijepmím gjjq e
mjts uuijnjjOH 'S •Jngjagjjnjg uuijjpjg g 'nmjjggnjojs 9 fuj, 'i :jbas
VIKAN 17