Vikan


Vikan - 06.12.1962, Blaðsíða 31

Vikan - 06.12.1962, Blaðsíða 31
Allt er gert til að halda jólin sem hátíðlegust, ekki sízt í öllu, sem mat viðvíkur. Skreyting borðsins, og það, hvernig maturinn er borinn fram, hefur ekki minni þýðingu en maturinn sjálfur. Vikan fór á tvo góða matsölustaði í Reykjavík og leit á jólaborð hjá þeim. Vonum við að það verði lesendum blaðsins til augna- yndis og að einhverju leyti til fyrirmyndar. Yfirmatsveinninn í Hótel Sögu, Halldór Vilhjálmsson, var svo vingjarnlegur að gefa lesendum Vikunnar uppskrift sína á þessum girnilega mat, sem á borðinu er, og geta blaðamenn- irnir með góðri samvizku gengið í ábyrgð fyrir gæðin, því að allur beini á veitingahúsinu er með sérstökum ágætum. LONDON LAMB: Kjötið er soðið í 15—20 mín., þá er himn- an tekin utan af því og sykri stráð yfir og kjötið síðan brúnað í ofni við góðan yfirhita í 5—10 mín., eða þar til það er fallega brúnt. —■ Sósan: 250 gr sveppir, H 1 rjómi, 1 matsk. paprika, 1 matsk. vitamon, eða annar sterkur kjötkraftur (t. d. 2 súpu- teningar). — Sveppirnir eru slcornir í þunnar sneiðar og látnir út í rjómann ásamt papriku og vitamoni, og allt látið sjóða við hægan hita um 10 mín. Sósan jöfnuð með smjörbollu og krydduð með salti og pipar. Fyrir 4. Með þessum rétti var borið: Franskar kartöflur, snittubaunir, mjög smáskornar gul- rætur, smáar baunir, sveppir og spergill. Sjálf var steikin skreytt með ananassneiðum og kirsuberjum. CANARD ORANGE eða Appelsínuönd: í veitingahúsinu er hún steikt á teinum og í heimahúsum er það hægt, þar sem grillofn er til, en sé hún steikt í ofni á hún að standa á rist í ofnskúffu og þarf að ausa soðinu oft yfir hana. Hún er steikt eingöngu í sinni eigin feiti og tekur það 1—1V2 klukkutíma, eftir því hve öndin er stór eða gömul. Sósan með fuglinum er ákaflega íburðarmikil í Hótel Sögu og lengi verið að búa hana til, en það er hægt að gera það á auðveldari hátt í heimahúsum, sagði yfirmatsveinninn og gaf okkur báðar aðferðirnar. í veitinga- húsinu sjóða þeir saman fuglabein og kálfsbein í a. m. k. 6 klukkutíma, þar til soðið er þykkt, en það soð, sem til fellur af öndinni er síðan notað til að bragð- bæta sósuna. Sé hún steikt í ofni, má nota soðið af fuglinum, en þá þarf að veiða feitina vel ofan af, en hana má svo nota til þess að baka sósuna upp úr og gefur það meira bragð, en ef önnur feiti væri notuð. En hvor aðferðin, sem notuð er, er þessu síðan bætt í sósuna: Pressaður safi úr 2 appelsínum og V2 sítrónu og rifinn börkur af einni appelsínu og svo kryddað með salti og pipar. Franskar kartöflur, spergill og fleira grænmeti er haft með öndinni, en ofan á hana voru lagðar ananassneiðar og skreytt með útskornum appelsínum og eplum, fylltum með kirsiberjum og gelé. VIKAN 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.