Vikan


Vikan - 06.12.1962, Blaðsíða 39

Vikan - 06.12.1962, Blaðsíða 39
sinn er þeir væru á sjó farnir, skyti Þor- björn prestur fram kænu sinni og reri vestur yfir voginn að Stafnesi og heim- sækti konu Þorleifs, og þá væri hann ólíkur sjálfum sér, ef hann gerðist eigi fjölþreifinn þar, sem víða annars staðar. Hvöttu þeir Þorleif til stórvirkja gegn presti og þótti bagalítið þótt guðsmaður- inn yrði fyrir nokkurri áreitni og hnjaski, því að flestir höfðu þeir orðið fyrir ásælni hans og Ögmundar gamla í Vogi. Það var fleira en sjávaraflinn, sem Ög- mundur átti ítök í hjá leiguliðum sínum. Þeir urðu einnig að greiða honum tíundar- gjöld til kirkjunnar og landsskuld, og margt var það fleira, sem hraut úr búi þeirra til hans, en allar þessar innheimtur hafði Þorbjörn prestur á hendi og gekk ríkt eftir fullum skilum í hverri grein. Sjálfur átti Ögmundur búsmala stóran og gekk hann sjálfala á Reykjanesheiði, sem þá var grösugt og kjarrivafið beiti- land. Þá hafði eigi eldur og aska eytt þar sverði svo sem síðar varð, er hraun rann fram nesið og huldi víðáttumikil gróður- lönd. Landnytjar voru því að sínu leyti engu minni en sjávarföng, og hrístekja og kolagerð var á bæjum við heiðina, en allra þessara hlunninda naut Ögmundur í Vogi. Þá átti hann og stóðhross mörg. Þar á meðal var graðhestur einn leirljós að lit, Var það stólpagripur mikill, sem margt góðhesta á Suðurnesjum var út af komið. Hest þenna hafði Ögmundur þegið að gjöf veturgamlan af höfðingja einum norð- lenzkum, og þótti mönnum sunnlendis, sem þeir hefðu eigi annan hest litið gjörvilegri. Á vetrum lét Ögmundur ala þann leir- ljósa á stalli við töðugjöf, lifur, súrsað fiskbeinamusl og gotu, en á sumrum var hesturinn tjóðraður í haga og húskarlar Ögmundar gættu hans og fluttu hann til á beit. Þó að tjóðurtaugin væri langur vaður og hesturinn hefði stórt svæði um- leikis, traðkaðist það skjótt. Þar sem hann var settur á græna grund að morgni, var svart flag að kvöldi, því að kringum grað- hestinn flykktist skari mertryppa og gam- alla glugghrossa allt austan úr Selvogi og vestan af Strönd. Það urðu því ærin landspjöll á hverju sumri þar sem sá leir- ljósi og stóðmerar hans stigu dansinn. En allt varð Ögmundi í Vogi að auði — einnig landspjöllin. Hann lét menn bæði greiða hagatoll og fyltoll, og það kom í hlut Þorbjarnar prests að innheimta þessi gjöld sem önnur. Graðhesturinn varð Ögmundi því töluverð tekjulind, enda hafði hann mikið dálæti á þeim leirljósa, og var mælt, að enginn væri sá hlutur í eigu hans, sem honum væri kærari. Það var einhverju sinni eftir messu í Vogi, að prestur gekk um meðal manna og innheimti fyltolla. Kom hann þá að máli við Þorleif á Stafnesi og mælti: „Hann Ögmundur á fyl í brúnu merinni þinni, Þorleifur minn.“ „Og flest ber hann nú við, karlsauður- inn!“ anzaði Þorleifur með skelmissvip. „Eigi duga þér undanbrögð og rang- snúningur orða,“ mælti þrestur. „Þenna fyltoll greiði ég eigi, engin akk- ur er mér í afkvæmum, sem ættuð eru héðan sunnan Vogs,“ svaraði Þorleifur. Þorbjörn prestur mælti: „Eigi munt þú komast upp með neinn refskap. Mundu að þú ert landseti Ögmundar, og margir fala ábúð á Stafnesi, sem verðugri eru þér.“ „Og engar hræðist ég hótanir,“ anzaði Þorleifur, „en sitja mun ég meðan sætt er. En verði ég hrakinn á brott hefur það þó þann kost, að fækka kann fundum ykkar Hallberu konu minnar!" Nú hafði hann sagt það berum orðum, sem honum lá á hjarta, og honum þrútn- uðu æðar á enni og hnúar hans hvítnuðu. Hann var að því kominn að leggja hend- ur á prest, en Þorbjörn sá að hverju fór og hraðaði sér á brott, án þess að mæla fleira og gaf sig á tal við aðra kirkjugesti, sem voru friðsamlegri og honum auðsveipnari en Þorleifur. Eigi sagði prestur Ögmundi frá viðskiptum sinum við Þorleif, að öðru leyti en því, að hann hefði neitað að greiða fyltollinn, en spurði síðan, hvaða aðgerðir skvldu á eftir koma. „Mildir verðum við að vera vesalingum, frændi,“ sagði Ögmundur og glotti. „En einhver ráð kunnum við til, svo að eigi hafi hann fyrir öðrum óskilvísi og pretti.“ „Er þá eigi mál að byggja honum út af jörðinni?“ spurði Þorbjörn. „Vart eru þetta nægar sakir til þess, en tyftun getum við komið fram við hann. Héðan í frá skal honum óheimilt skiprúm á bátum mínum og landseta minna, og trúi ég eigi öðru, en laplegur gerist kosturinn á Stafnesi, þegar kemur fram á veturinn, ef engin sjávarbiörg kemur til, því að ei'ú á Þorleifur sauði til stuðnings." Var þetta síðan afráðið með þeim frændum, og bann- aði Þorbiörn prestur landsetum Ögmundar að hleypa undir Þorleif á Stafnesi, og þorði enginn að brjóta það bann. En Þorleifur kunni engri ögrun að taka og gerðist því ódælli og ófyrirleitnari sem að honum kreppti. Það var eins og þessi kotungur gerði sér leik að því, að storka landsdrottni sínum og sálusorgaranum. Fyrsta andsvar hans var það, að hann fór að næturlagi suður yfir vog og vanaði graðhest Ögmundar, og vissi enginn hvernig hann mátti því viðkoma einsamall. En engir fundust þó aðrir, sem nærri þessu verki þóttust komið hafa. „Nú þarf leigupresturinn í Vogi eigi að innheimta fleiri fyltollana", mælti Þorleifur, er hann hafði þetta unnið, og hældist af verkinu. Þegar Ögmundur frétti um aðfarir Þorleifs við hestinn, varð hann svo hryggur og reiður, að hann mátti vart mæla. En prestur benti honum sem fyrr á leið til hefndar: „Eigi getur þú, frændi, beðið lengur að gera Þorleif brottrækan frá Stafnesi, eftir það sem hann hefur nú af sér brotið.“ „Betur að ég hefði aldrei óþokka þenna augum litið,“ anzaði Ögmundur gamli og var gráti nær af harmi út af hesti sínum. En svo bætti hann við: „Mátt þú nú búa til mál á hendur Þorleifi, og siáum svo hvernig fer um hagi hans. En á meðan verðum við að gæta hans og geyma sem gisl, því að maður þessi er djöfulóður og þyrmir eigi mönnum né málleys- ingjum.“ „Ég skal gera sem þú leggur ráð til í þessu máli,“ sagði Þorbjörn prestur. „En eitt vil ég að þú vitir þegar við skiptum upp búi og heimili Þorleifs á Stafnesi, mun ég vista hyski hans í Kotvogi og gera að húsfólki mínu þar, því að eigi hæfir að kona hans og saklaus börnin komizt á vergang og gjaldi þannig hrakmennis þessa.“ „Vel er mælt, og þér líkt að hugsa um lítilmagnann, Þorbjörn minn,“ sagði Ögmundur og kýmdi. „Gjör þú sem þér sýnist í þessu efni, og sé þér einhver huggun að konu- skjátunni, þá er það meinalaust af mér.“ Felldu þeir svo talið, og urðu ásáttir um, að láta eigi til skarar skríða gegn Þorleifi fyrr en á vordægrum, ef hann fremdi engin óknyttaverk áður. Leið svo fram veturinn og fór sem Ögmundur ætlaði, að þröngt gerðist í búi á Stafnesi. En um vorið þá er smalað var til rúnings kom í ljós, að Ögmundur í Vogi og Þorbjörn prestur höfðu verri heimtur á fé sínu en aðrir menn. Hafði vetur þó verið mildur, svo að eigi gat verið um fjárfelli að ræða. Var margt um þetta rætt í héraðinu, en Ögmundur felldi grun á Þorleif á Stafnesi, að hann mundi valdur að vanhöldum þessum. Sendi hann því Þorbjörn prest og nokkra menn með honum að Stafnesi og komu þeir að Þorleifi óvörum. Og eigi höfðu þeir lengi leitað, er þeir fundu krof nokkur vindhangin í hjalli og gærur margar í bæjarhúsum. Þóttist prestur þá eigi lengur þurfa vitn- anna við um hvarf kinda þeirra Ögmundar. og lýsti Þor- leif þjóf að fé því öllu, sem vanheimt var. Þorleifur þrætti eigi fyrir áburð þenna, en sagði, að svo lengi, sem þeir Ögmundur meinuðu sér að ná til sjávar- fanga, gengi hann á gripi þeirra og skæri sér til matar. Þorbjörn prestur fór heim í Vog við svo búið og tjáði Ögmundi um þýfið, og skýrði honum frá því blygðunar- leysi og forherðingu er fólst í svörum Þorleifs. Framhald á bls. 60. VIKAN 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.