Vikan - 06.12.1962, Blaðsíða 41
Tvö jólabréf.
Framhald af bls. 15.
svo er hann afskaplega gáfaður. Þú
ættir að sjá allar bækurnar hans,
þær eru á öllum tungumálum, það
er ég viss um. Amma, í vetur ætla
ég alls ekki að svíkjast um að læra
dönskuna og enskuna. Hann Ragnar
á líka sallafínan radíó-fón og þessa
líka dobíu af plötum, en það eru
allt sinfóníur, consertar og aríur
og slíkt, þú veizt.
Iiann er agalega kurteis og al-
mennilegur við okkur mömmu, við
erum nú ekki heldur neitt ókurteis-
ar eða óalmennilegar við hann. Við
lánum honum síma og oft gefur
mamma honum kaffi. Hún er alltaf
að fá nýjar og nýjar gasalega fínar
kökuuppskriftir og Ragnar gerir
ckki annað cn að hæla mömmu fyr-
ir myndarskap og aftur myndar-
skap. Hann er voða sæikeri, elskar
góðar kökur og fínan mat. Fi~>nst
þér ég ætti að fara á húsmæðra-
skólann næsta vetur?
Mamrna er voða hrifin þegar hann
er að sió henni gullhamrana, hún
roðnar og verður feimin eins oe
skólastelpa, það er svo skrítið og
óviðfelldið, og ég fer bara hjá mér
hennar vegna.
Mr.mma er annars farin að haga
rér all undarlega upp á síðkastið.
Einn daginn kom hún heim með
rautt hár, og fallegu gráu hárin
í vöngunum voru horfin. Ég var
naestum farin að skæla. Ég var bú-
in að hlakka svo til þegar hún yrði
eins og þú með hvítt hár, sem glitr-
ar eins og englahár á jólunum.
Mamma er líka byrjuð að mála
sig í kringum augun eins og við
stelpurnar gerum. Og um daginn
heyrði ég hana segja við Ebbu að
hún væri að hugsa um að fara á
t'vkuskólann. Hlægilegt eða hvað!
Já, það er ekki ofsögunum af því
sagt, hvað mæður geta stundum
verið skrítnar. Vitanlega hef ég
ekkert út á tízkuskólann að setja
í sjálfu sér, og það er sjálfsagt að
stelpur á mínum aldri læri að ganga
fallega, sitja eins og prímadonnur,
brosa út að eyrum eins og fegurðar-
drottningar, og mála sig eins og
filmstjörnur, en þegar gamlar konur
fara að skapa sig, þá fer nú skörin
að færast upp í bekkinn, eða hvað?
Og síðast en ekki sízt. Mamma er
farin að sækja sinfóníutónleika, já,
já, hún er öll upp á klassíkina,
blessuð vertu. Svo dregur hún mig
með sér á þetta, segir að ég hafi
gott af því að þroska músíkgáfur
mínar, það segir Ragnar reyndar
líka, svo kannski er eitthvað til í
þessu, en hamingjan hjálpi mér
hvað það er dauðleiðinlegt og
þreytandi að þroska músíkgáfur
sínar.
Fyrsta sinn sem við fórum á
hljcmleikana, hittum við í hléinu
Bínu og Leif. Þú manst eftir þeim.
Bína er stór og feit eins og olíu-
tunna, en Leifur auminginn er lítill
og pervisinn eins og kallarnir á
skrítnu myndunum í Mogganum.
Þegar Bína kom auga á okkur, sagði
hún svo hátt að allir nærstaddir
sneru sér við:
— Nei, Liney elskan, komdu sæl.
Og þetta er Helga, en hvað þú hef-
ur stækkað. Gaman að sjá ykkur,
ég hef aldrei áður hitt ykkur hér
á sinfóníuhljómleikum.
— Nei, ég hef heldur aldrei séð
ykkur, sagði mamma og brosti svo
neyðarlega að Bína lyppaðist ein-
NATURANA
BRJÓSTAHÖLD OG MAGABELTI
HEIMSFRÆGT VÖRUMERKI
VÖNDUÐ ÚRVALS EFNI
1. fl. SVISSNESK-ÞÝZK FRAMLEIÐSLA.
SÖLUBÚÐIR í REYKJAVÍK:
OCULUS, Austurstræti
LONDON, dömudeild, Austurstræti
TlBRÁ, Laugavegi
SÓLEY, Laugavegi
SÍSÍ, Laugavegi
EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI:
í. BERGHAHH Laufdsveg Ii
umboðs- og heildverzlun.
hvem vegin öll saman eins og
blaðra sem vindinum er hleypt úr.
— Já, þetta Háskólabíó er svo
stórt að maður sér ekki helming-
inn af fólkinu, sagði hún lágt, en
bætti svo við ögn hærra:
—- Fannst þér ekki píanókonsert-
inn fallegur og vel spilaður?
— Jú, jú, sagði mamma, en ég
hlakka þó mest til að hlusta á
Níundu sinfóníuna, hún er svo stór-
kostleg.
Mér krossbrá. Níu sinfóníur eftir.
Hræðilegt, og ég sem var orðin svo
þreytt.
Og þær héldu áfram að tala,
mamma og Bína. Mamma sagði að
Helga hefði svo gaman af klass-
ískri músik, héldi mest upp á
Mozart og Bach, en Bína sagði að
Óli, þú manst, langi ljóti sláninn
sonur hennar, sem alltaf var að
hrekkja í gamla daca, væri úti >'
Pnris að nema málaralist, hefði
hald.ið sýningu í sumsr ásamt
hollenzku gení og fengið þessa
]'ka stórkostlegu dóma.
E, þegar mæður fara að tala um
])örnin s?n, þá er skollinn laus.
Aurningja Leifur sagði ekki neitt,
stóð bara eins og þvara og brosti
aulalega, ég sárvorkenndi honum,
og ég sagði ekkert heldur, stóð
bara líka eins og þvara, og var af-
skaplega fegin þecar hléið var búið,
jafnvel þó mín biðu níu sinfóníur.
Þegar ég var setzt í sætið mitt laum-
aðist ég til að líta á prógrammið
hjá sessunaut mínum, því mamma
fann ekki sitt (Heima lætur hún
það annars venjulega liggja ein-
hvers staðar á áberandi stað, svo
allir megi sjá að hún--------Jæja,
þú skilur). Mér stórlétti þegar ég
sá að þetta með sinfóníurnar var
bara misskilningur hjá mér. Sin-
fónían heitir sko Níunda sinfónían.
í sama bili og ég komst að þessari
dásemd, sá ég Ragnar, hann sat í
næsta bekk fyrir neðan okkur og
heilsaði svo sætt að ég hitnaði öll
af gleði. Það sem eftir var af hljóm-
leikunum reyndi ég að hlusta baki
brotnu, eða minnsta kosti vera há-
tíðleg á svipinn svo Ragnar og allir
sem sæju mig þyrftu ekki að efast
um að ég fylgdist með. Stundum
hnyklaði ég líka brýnnar, þá fannst
mér sko ekki nógu vel spilað, sjáðu.
Stundum sat ég með hönd undir
kinn og starði opineygð og opin-
mynnt upp á senuna eins og ég ætl-
aði að gleypa alla hljómsveitar-
mennina í einum bita. Stundum
krosslagði ég hendurnar á brjóstinu
og horfði í kringum mig, veraldar-
vön á svipinn. Ég lokaði lika aug-
unum öðru hvoru, það er sko aga-
lega gott að hlusta með lokuð aug-
un. En ég reyndi ekki að slá takt-
inn með höfðinu, eins og kallinn
sem sat við hliðina á mér gerðí.
Það var svo smellið að sjá hann.
Hann var með þykkan úfinn hár-
lubba, sem hristist svo einkennilega
til við hverja hreyfingu höfuðs-
ins. Ég átti svo bágt með mig að
fara ekki að hlæja. Ó, amma, hvað
heldurðu hefði gerzt, ef ég hefðí
skellt upp úr í miðri Níundu sin-
fóníunni?-------—
Elsku amma mín, mig langar að
biðja þig að gera svolítið fyrir mig.
Viltu skrifa henni mömmu og biðja
hana að vera hjá þér nokkra daga
eftir jólin. Við Ragnar getum aldrei
verið ein, því mamma er alltaf
heima, þú skilur, Ragnar er líka
svo kurteis við hana, meira að
segja þetta skipti, sem hann bauð
mér í bíó, urðum við að taka
mömmu með. Þetta er afskaplega
þreytandi og tekur á taugarnar, og
þú skilur á meðan svona stendur,
gerist ekkert spennandi hjá okkur
Ragnari. En ef mamma færi til þín
--------Auðvitað er þetta afskap-
lega ljótt af mér að vilja losna við
mömmu og ég veit að ég ætti að
segja henni allt eins og er, en eins
og ég sagði þér áðan, þá er svo
óþægilegt að tala við hana, hún er
svo lítið kammó og við erum svo
ólíkar í einu og öllu. Hún myndi
áreiðanlega segja að ég væri of
ung og Ragnar of gamall, þú skil-
ur, en ég myndi bara ekki vilja sjá
að giftast strák á mínum aldri, svo-
leiðis pelabarni.
Amma, ætlarðu að gera þetta
fyrir mig? Vona að þér batni fljót-
lega elskan og svo óska ég þér inni-
lega gleðilegra jóla og nýárs og allt
það.
Þín yfirspennta hamingjusama
Helga.
E. S. Amma, þú spyrð hvað mig
langi til að fá í jólagjöf. Viltu gefa
mér lillabláan náttkjól?
H.
Takið þið þrír á, strákar.
Framhald af bls. 11.
neinna tilrauna til að bjarga mér.
Allt í einu varð ég var við ein-
hverja yfirnáttúrulega birtu. Mér
datt fyrst í hug að nú væri farið
að birta hjá mér hinum megin, en
ennþá fann ég kuldann og öldu-
ganginn, heyrði hvininn í vindinum
og sá öldumar skella á siglutrénu.
Það tók mig aðeins brot úr augna-
bliki að skilja að þetta var kast-
ljós, sem beint væri til mín. Það
skall beint framan í mig, — en
hvarf jafnskjótt aftur.
Kannski þeir hafi ekki komið anga
á mig.
Kannski þeir mundu sigla fram-
hjá mér og hverfa aftur út í kol-
svart myrkrið. Óttinn gagntók mig
VIKAN 41